Gleym mér ei er styrktarfélag til stuðnings við foreldra og fjölskyldur sem missa barn á meðgöngu og í eða eftir fæðingu. Félagið var stofnað árið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Sameiginleg reynsla af missi á meðgöngu leiddi þær saman. Aðdragandinn að stofnun félagsins var sá að eftir að Anna Lísa fæddi sitt fyrsta barn andvana upplifði hún skort á vönduðu fræðsluefni. Í framhaldinu safnaði hún pening sem rann í gerð nýrra bæklinga fyrir fólk í þessari stöðu og kom inn í starfshóp á Landspítalanum fyrir hönd foreldra sem hafa misst. Að gerð bæklinganna kom einnig Þórunn Pálsdóttir ljósmóðir, sem sömuleiðis hafði upplifað missi á meðgöngu. Drengir Önnu Lísu og Þórunnar eru báðir jarðsettir í duftreit fyrir fóstur í Fossvogskirkjugarði og voru þær sammála um að brýnt væri að leggjast í endurbætur á honum.
„Hann var illa hirtur og ekki í góðu standi þannig að eftir …
Athugasemdir