Hjónin Særós Lilja Tordenskjöld og Benedikt Svavar Björnsson eiga tvo syni, 19 og tveggja mánaða. Þau áttu von á sínu fyrsta barni sumarið 2020 en lífið tók óvænta stefnu. Gengin rúmar 22 vikur á leið fór Særós á spítala vegna þess að belgurinn var kominn niður.
„Ég byrjaði að fá verki að helgi til. Ég bjó í Stykkishólmi og á þriðjudeginum fór ég í skoðun á Akranesi þar sem farið var að blæða. Þá kom í ljós að ég var komin af stað í fæðingu. Ég var send með sjúkrabíl upp á Landspítala, þar sem annar læknir skoðaði mig og staðfesti það.“
Læknar vissu ekki hvers vegna barnið væri að fæðast svo snemma á meðgöngu, segir Særós. Mögulega vegna sýkingar. Þess vegna var beðið með að gefa henni sterasprautu fyrir lungu barnsins í móðurkviði, segir hún. Auk þess var beðið með lyfjagjöf til að stoppa fæðingu, segir hún líka. Særós …
Athugasemdir (4)