Borgarleikhúsið
eftir David Harrower
Leikstjóri og þýðandi: Vignir Rafn Valþórsson
Leikarar: Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Valur Freyr Einarsson
Leikmynd og búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Tónlist: Örn Eldjárn
Lýsing: Pálmi Jónsson
Hljóðmynd: Salka Valsdóttir
Leikgervi: Guðbjörg Ingvarsdóttir
Aðstoð við sviðshreyfingar: Kata Ingva
Hvenær lýkur afplánun? Á yfirborðinu virðist spurningin vera einföld en svo er alls ekki. Munur er á hvort við erum að tala um líkamlega afplánun á einhvers konar stofnun eða andlega aflausn. Svartþröstur eftir David Harrower snýst um þessar vangaveltur og var frumsýnt í Borgarleikhúsinu fyrir viku síðan, síðasta frumsýning leikfélagsins á leikárinu.
Svartþröstur er afskaplega vel skrifað leikrit, sem gerist í einu herbergi nánast í rauntíma. Leikskáldið sýður niður átök tveggja einstaklinga með mjög flókna og sársaukafulla forsögu á eftirtektarverðan máta. Saga Ray og Unu birtist í brotum, hálfkláruðum setningum og minningum sem ríma ekki endilega saman. Áhorfendur eru settir í þá stöðu að fylla upp í …
Athugasemdir