Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1123. spurningaþraut: Hvað er Keilir hár?

1123. spurningaþraut: Hvað er Keilir hár?

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Alls konar lánastarfsemi byrjaði mjög snemma í mörgum samfélögum fornaldar, en fræðimenn eru sammála um að raunverulegir bankar í nútímaskilningi hafi ekki komið fram á sjónarsviðið fyrr en seint á miðöldum — á fjórtándu öld eða svo — og í einu tilteknu landi, sem þá skiptist að vísu niður í nokkur sjálfstæð ríki. Hvaða land var þetta?

2.  Hvaða ártal á tuttugustu öld var skrifað eins bæði aftur á bak og áfram?

3.  Fjallið Keilir á Reykjanesi blasir við úr mikilli fjarlægð. En hversu hár ætli hæsti tindur Keilis sé? Er hann 379 metrar — 679 metrar — 979 metrar — eða 1.279 metrar yfir sjávarmáli?

4.  „Þeir eltu hann á átta hófahreinum og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar, en Skúli gamli sat á ...“ hverjum?

5.  Hver samdi?

6.  Hvað var Halldór Laxness gamall þegar fyrsta skáldsaga hans kom út?

7.  Úkraína vann Eurovision 2022. En hvaða land vann Eurovision 2021?

8.  Milli 1520-1540 kepptu þeir mjög um áhrif á völd á Íslandi, biskuparnir á Hólum og í Skálholti. Hvað hét sá Hólabiskup?

9.  En hvað hét Skálholtsbiskupinn? Hér dugar skírnarnafn hans.

10.  Ef þið hélduð að það væri einfalt mál að útbúa sushi, þá er það misskilningur. Hversu langan tíma tekur nám og þjálfun sushi-kokks (itamae)?

***

Seinni aukaspurning:

Hvar er þessi mynd tekin? Svarið þarf að vera nákvæmt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ítalía.

2.  1991.

3. 379 metrar.

4.  „... Sörla einum.“

5.  Grímur Thomsen. 

6.  Sautján ára.

7.  Ítalía.

8.  Jón Arason.

9.  Ögmundur og var Pálsson.

10.  Tíu ár. Þess eru vissulega dæmi að hinir allra efnilegustu kokkar hafi lokið þjálfun sinni á skemmri tíma. En áratugur sú árafjöld sem yfirleitt er reiknað með.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er rússneski rithöfundurinn Tolstoj.

Neðri myndin sýnir minnismerki sem reist hefur verið yfir flaki sokkins orrustuskips í Pearl Harbor á Havaí-eyjum. Hér skiptir máli að nefna Havaí. Ekki dugar að nefna Bandaríkin.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár