Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hefði aldrei farið í framboð ef stóra systir hefði ætlað fram

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir seg­ir að hún hafi átt von á að Al­dís syst­ir sín yrði þing­mað­ur. Hún hafi alltaf ver­ið fyr­ir­mynd­in í lífi Guð­rún­ar.

Hefði aldrei farið í framboð ef stóra systir hefði ætlað fram
Veit fyrir hvað hún stendur Guðrún segir að það að taka þátt í stjórnmálum muni ekki skilgreina hana, hún hafi þegar valið sér sín gildi. Mynd: Bára Huld Beck

Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annað hvort náskyldir eða mægðir fólki sem setið hefur á alþingi, ýmist sem aðal- eða varamenn. Þá er enn fleiri þingmenn tengdir fólki sem hefur stýrt sveitarfélögum eða leitt framboð í sveitarstjórnarkosningum.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rannsakað elítur og valdakerfi í íslensku samfélagi og meðal annars kannaði hann ættartengsl íslenskra þingmanna á árabilinu 1990 til 2020. Hans niðurstaða er að um þriðjungur þingmanna hafi á þessu tímabili haft ættartengsl við fyrrverandi þingmenn.

„Íslenska kerfið hefur viss einkenni sem ættu að ýta undir ættartengsl, og þau koma vissulega fyrir hér, en ég myndi ekki halda að þau væru megin áhrifaþáttur á framabrautir í stjórnmálum hér á landi,“ segir Gunnar Helgi og bendir á að svipuð mynstur megi greina í öðrum starfsgreinum eða þjóðfélagshópum, innan íþróttahreyfingarinnar eða í listalífi til að mynda.

Þeir þingmenn sem Heimildin ræddi við í samhengi við úttekt á ættartengslum töluðu flestir á svipuðum nótum og Gunnar Helgi. Það er að segja, að ættartengsl þeirra kannski ekki ráðið úrslitum um að þeir hafi lagt fyrir sig pólitík. Það hafi frekar verið að virk umræða um stjórnmál og samfélagsmál sem fram hafi farið inni á heimilinum hafi þar haft meira að segja.

Upplifði að reynt væri að bregða fæti fyrir lifibrauð fjölskyldunnar

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, er dóttir þeirra Laufeyjar S. Valdimarsdóttur húsmóður og Hafsteins Kristinssonar, mjólkurverkfræðings og eins stofnenda Kjöríss. Systir Guðrúnar, Aldís Hafsteinsdóttir, er fyrrverandi bæjarstjóri í Hveragerði og núverandi sveitarstjóri í Hrunamannahreppi.

Guðrún er mannfræðinngur að mennt og bætti við sig diplómu í hagnýtri jafnréttisfræði. Hún hefur verið atkvæðamikil í íslensku atvinnulífi, fyrst og ekki síst í fjölskyldufyrirtækinu Kjörís þar sem hún hefur verið fjármálastjóri, framkvæmdastjóri og markaðsstjóri, á mismunandi tímum. Hún hefur þá komið víða við í stjórnum og nefndum á vegum atvinnulífsins. Hún var þannig formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins og formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, auk annars. Hún tók sæti á þingi við kosningarnar 2021.

Guðrún segir að hún telji óhjákvæmilegt að það sem foreldrar geri hafi mótandi áhrif á börn, um það séu til mýmargar rannsóknir. „Það hefur vitaskuld mjög mótandi áhrif á sjálfsmyndina að hafa alist upp alla tíð með Kjörís, fyrirtækið er stofnsett 1969 og ég er fædd 1970. Þetta var rosalegur barningur í upphafi. Pabbi fer auðvitað nánast á hausinn með fyrsta fyrirtækið sem hann stofnaði, ostagerðina, og hann var í rauninni knésettur af valdhöfum sem þá voru ríkjandi í íslensku samfélagi. Það að hafa upplifað allt frá blautu barnsbeini að verið sé að reyna að setja fótinn fyrir lifibrauð þinnar fjölskyldu, það hefur áhrif á mann.“

„Trúðu mér, ég hef aldrei gengið með þann draum að verða stjórnmálamaður“

Spurð hvort að rekja megi stjórnmálaþátttöku Guðrúnar til þessa svarar hún afdráttarlaust játandi. „Ég hef sagt það í ræðupúlti Alþingis að ég muni standa vörð um íslenskt atvinnulíf, ég hef alltaf gert það, það er inni í mínu DNA. Ég ætla ekkert að fara að feika það, það vita allir hvaðan ég er að koma, ég yrði hjákátleg ef ég reyndi að forðast upprunann.“

Spurð hvort hún hafi tekið virkan þátt í stjórnmálum á yngri árum segir Guðrún að það hafi nú ekki verið, þó hún hafi starfað með Sjálfstæðisfélaginu í Hveragerði. „Trúðu mér, ég hef aldrei gengið með þann draum að verða stjórnmálamaður. Ég veit hins vegar fyrir hvað ég stend, ég er búinn að velja mér gildi. Þetta spor, að taka þátt í stjórnmálum, það mun ekki skilgreina mig.“

Alin upp við frelsishugsjónir

Í ljósi þessara orða Guðrúnar, um að hún sé búin að finna sínar hugsjónir og sín gildi, er ekki óeðlilegt að spyrja hvort hún hefði getað séð fyrir sér að taka þátt í pólitík fyrir annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn, ef gildi þess flokks hefðu samrýmst hennar gildum. „Faðir minn var virkur í stjórnmálum en móðir mín var það aldrei. Hún var hins vegar virk í félagsmálum. Ég er alin upp í pólitískri virkni. Pabbi var oddviti í Hveragerði í mörg ár. Hann hefði alveg getað orðið þingmaður eða ráðherra hefði hann valið þá leið, en hann valdi leið atvinulífsins. Við systkinin erum alin upp í ákveðnum frelsishugsjónum sem hann barðist fyrir og sá farvegur hefur legið með Sjálfstæðisflokknum. Ef það væri ekki þá væri ég í öðrum flokki.“

„Aldís sagði mér að hlusta á ABBA og þá hlustaði ég á ABBA“

Systir Guðrúnar, Aldís, hefur árum saman verið virkur þátttakandi í stjórnmálum. Hún sat í tuttugu ár í bæjarstjórn Hveragerðis, þar af sextán sem bæjarstjóri, og er nú sveitarstjóri í Hrunamannahreppi. Guðrún segir að það hafi haft töluverð áhrif á hana. „Hún er stóra systir mín og hefur alltaf verið fyrirmynd mín í lífinu. Aldís sagði mér að hlusta á ABBA og þá hlustaði ég á ABBA. Ég átti aldrei von á því að ég yrði þingmaður, ég átti alltaf von á því að Aldís systir yrði það. Ég tók ekki ákvörðun um að stíga þetta skref nema eftir að hafa rætt það við hana því ég hefði aldrei farið fram ef hún hefði sjálf viljað gera það.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Þingmennska reynist nátengd ætterni
ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Erfðavöldin á Alþingi

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
6
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár