Þú gengur inn á veitingastað með gaulandi garnir, sest niður við dúkalagt borð og fyrir þig er lagður ilmandi kjötréttur. Þú stingur puttanum í sósuna, sannreynir að hún er hin gómsætasta og ferð að skera steikina sem virðist bráðna undan hnífnum. En þá kemur babb í bátinn. Þér berst til eyrna að kokkurinn sé illmenni. Þú leggur hnífapörin hastarlega á borðið, stendur upp og arkar út. Það síðasta sem þjónninn heyrir þig segja er „ég læt ekki bjóða mér svona“.
Þessa fabúlu hefur undirritaður lagað aðeins til í þeim tilgangi að skýra frá sjónarmiðum spænska rithöfundarins Javier Marías þegar kemur að slaufun og pólitískri rétthugsun. Í bók sinni Er kokkurinn ekki örugglega góðmenni? (¿Será buena persona el cocinero?) kveður hann skýrt á um hana: þú spyrð ekki um innræti þegar þú ferð út að borða, af hverju ættir þú að gera það þegar þú kaupir þér bók …
Athugasemdir