Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1118. spurningaþraut: Selir sem kæpa við Ísland?

1118. spurningaþraut: Selir sem kæpa við Ísland?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða frægu kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar er Klakksvík?

2.  Hvaða höfundur skrifaði eina frægustu skáldsögu 20. aldar, Réttarhöldin?

3.  Á hvaða tungumáli skrifaði hann?

4.  Um það bil hversu lengi er ljósið að ferðast frá sólinni til Jarðar?

5.  Hve gömul þarf manneskja að vera til að geta orðið forseti Bandaríkjanna?

6.  Allir muna eftir þeim fyrsta. Margir muna eftir þeim sem var númer tvö. En fáir muna eftir þeim þriðja. En hann hét Pete Conrad og hann varð sá þriðji til að ... gera hvað?

7.  Hvaða tiltölulega litla borg á Skotlandi er alveg sérstaklega þekkt fyrir golf?

8.  Hvaða tvær selategundir kæpa við Ísland? Nefna þarf báðar.

9.  Hver sagði (í íslenskri þýðingu): „Þetta er ekki endirinn. Þetta er ekki einu sinni upphafið á endinum. En þetta gæti verið endir upphafsins.“

10.  Í jarðarför einni sagði maður nokkur: „Nú skyldi ég hlæja, ef ...“ — Ef hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða bíltegund má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í Færeyjum.

2.  Kafka.

3.  Þýsku.

4.  7-8 mínútur.

5.  35 ára.

6.  Ganga á tunglinu.

7.  St. Andrews.

8.  Landselur og útselur.

9.  Churchill. 

"This is not the end ..."

10.  „... ég væri ekki dauður.“ Þetta er úr íslenskri þjóðsögu um auðtrúa karl.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er að sjálfsögðu úr myndinni Alien.

Neðri myndin er af Volvo.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár