Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1118. spurningaþraut: Selir sem kæpa við Ísland?

1118. spurningaþraut: Selir sem kæpa við Ísland?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða frægu kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar er Klakksvík?

2.  Hvaða höfundur skrifaði eina frægustu skáldsögu 20. aldar, Réttarhöldin?

3.  Á hvaða tungumáli skrifaði hann?

4.  Um það bil hversu lengi er ljósið að ferðast frá sólinni til Jarðar?

5.  Hve gömul þarf manneskja að vera til að geta orðið forseti Bandaríkjanna?

6.  Allir muna eftir þeim fyrsta. Margir muna eftir þeim sem var númer tvö. En fáir muna eftir þeim þriðja. En hann hét Pete Conrad og hann varð sá þriðji til að ... gera hvað?

7.  Hvaða tiltölulega litla borg á Skotlandi er alveg sérstaklega þekkt fyrir golf?

8.  Hvaða tvær selategundir kæpa við Ísland? Nefna þarf báðar.

9.  Hver sagði (í íslenskri þýðingu): „Þetta er ekki endirinn. Þetta er ekki einu sinni upphafið á endinum. En þetta gæti verið endir upphafsins.“

10.  Í jarðarför einni sagði maður nokkur: „Nú skyldi ég hlæja, ef ...“ — Ef hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða bíltegund má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í Færeyjum.

2.  Kafka.

3.  Þýsku.

4.  7-8 mínútur.

5.  35 ára.

6.  Ganga á tunglinu.

7.  St. Andrews.

8.  Landselur og útselur.

9.  Churchill. 

"This is not the end ..."

10.  „... ég væri ekki dauður.“ Þetta er úr íslenskri þjóðsögu um auðtrúa karl.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er að sjálfsögðu úr myndinni Alien.

Neðri myndin er af Volvo.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár