Fyrri aukaspurning:
Filmstjarnan á myndinni hér að ofan var á sínum tíma ein sú frægasta í veröld víðri. Og hún hét ... hvað?
***
Aðalspurningar:
1. Rosa Luxemburg var pólsk-þýsk kona af Gyðingaættum sem myrt var árið 1919, vegna þess að hún var svo skelegg baráttukona fyrir ... hvað eða hverja?
2. Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem ættarnafn. Þetta er ættarnafnið ... hvað?
3. Hver skrifaði bókina Stríð og kliður árið 2021?
4. En hver skrifaði annars Stríð og frið á 19. öld?
5. Drífa Snædal fyrrverandi forseti ASÍ er nú talskona ákveðinna samtaka. Hvaða samtök eru það?
6. Einn af þekktari skáldsagnahöfundum síðustu áratuga hóf skáldsagnaferil sinn með bókinni Þetta eru asnar ... og svo kom karlmannsnafn. Hvaða nafn?
7. En hver skrifaði þessa bók?
8. Í hvaða bæ á Íslandi er Flensborgarskóli?
9. Hvaða sögulegi atburður gerðist á Íslandi árið 1627?
10. Hver var kanslari Vestur-Þýskalands þegar þýsku ríkin sameinuðust eftir fall Berlínarrúmsins?
***
Seinni aukaspurning:
Hver málaði þetta málverk af konu með vatnskönnu?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Kommúnista.
2. Vídalín. Texti spurningarinnar er fenginn meirog minna orðrétt af Vísindavefnum.
3. Sverrir Norland.
4. Tolstoj.
5. Hún er talskona samtakanna sem reka Stígamót.
6. Guðjón.
7. Það var Einar Kárason sem skrifaði bókina Þetta eru asnar Guðjón.
8. Hafnarfirði.
9. Tyrkjaránið.
10. Kohl.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Elizabeth Taylor.
Á neðri myndinni er málverk Vermeers.
Athugasemdir