Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1117. spurningaþraut: Elsta ættarnafnið á Íslandi

1117. spurningaþraut: Elsta ættarnafnið á Íslandi

Fyrri aukaspurning:

Filmstjarnan á myndinni hér að ofan var á sínum tíma ein sú frægasta í veröld víðri. Og hún hét ... hvað?

***

Aðalspurningar:

1.  Rosa Luxemburg var pólsk-þýsk kona af Gyðingaættum sem myrt var árið 1919, vegna þess að hún var svo skelegg baráttukona fyrir ... hvað eða hverja?

2.  Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem ættarnafn. Þetta er ættarnafnið ... hvað?

3.  Hver skrifaði bókina Stríð og kliður árið 2021?

4.  En hver skrifaði annars Stríð og frið á 19. öld?

5.  Drífa Snædal fyrrverandi forseti ASÍ er nú talskona ákveðinna samtaka. Hvaða samtök eru það?

6.  Einn af þekktari skáldsagnahöfundum síðustu áratuga hóf skáldsagnaferil sinn með bókinni Þetta eru asnar ... og svo kom karlmannsnafn. Hvaða nafn?

7.  En hver skrifaði þessa bók?

8.  Í hvaða bæ á Íslandi er Flensborgarskóli?

9.  Hvaða sögulegi atburður gerðist á Íslandi árið 1627?

10.  Hver var kanslari Vestur-Þýskalands þegar þýsku ríkin sameinuðust eftir fall Berlínarrúmsins?

***

Seinni aukaspurning:

Hver málaði þetta málverk af konu með vatnskönnu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kommúnista.

2.  Vídalín. Texti spurningarinnar er fenginn meirog minna orðrétt af Vísindavefnum.

3.  Sverrir Norland.

4.  Tolstoj.

5.  Hún er talskona samtakanna sem reka Stígamót.

6.  Guðjón. 

7.  Það var Einar Kárason sem skrifaði bókina Þetta eru asnar Guðjón.

8.  Hafnarfirði.

9.  Tyrkjaránið.

10.  Kohl.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Elizabeth Taylor.

Á neðri myndinni er málverk Vermeers.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár