Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1117. spurningaþraut: Elsta ættarnafnið á Íslandi

1117. spurningaþraut: Elsta ættarnafnið á Íslandi

Fyrri aukaspurning:

Filmstjarnan á myndinni hér að ofan var á sínum tíma ein sú frægasta í veröld víðri. Og hún hét ... hvað?

***

Aðalspurningar:

1.  Rosa Luxemburg var pólsk-þýsk kona af Gyðingaættum sem myrt var árið 1919, vegna þess að hún var svo skelegg baráttukona fyrir ... hvað eða hverja?

2.  Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem ættarnafn. Þetta er ættarnafnið ... hvað?

3.  Hver skrifaði bókina Stríð og kliður árið 2021?

4.  En hver skrifaði annars Stríð og frið á 19. öld?

5.  Drífa Snædal fyrrverandi forseti ASÍ er nú talskona ákveðinna samtaka. Hvaða samtök eru það?

6.  Einn af þekktari skáldsagnahöfundum síðustu áratuga hóf skáldsagnaferil sinn með bókinni Þetta eru asnar ... og svo kom karlmannsnafn. Hvaða nafn?

7.  En hver skrifaði þessa bók?

8.  Í hvaða bæ á Íslandi er Flensborgarskóli?

9.  Hvaða sögulegi atburður gerðist á Íslandi árið 1627?

10.  Hver var kanslari Vestur-Þýskalands þegar þýsku ríkin sameinuðust eftir fall Berlínarrúmsins?

***

Seinni aukaspurning:

Hver málaði þetta málverk af konu með vatnskönnu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kommúnista.

2.  Vídalín. Texti spurningarinnar er fenginn meirog minna orðrétt af Vísindavefnum.

3.  Sverrir Norland.

4.  Tolstoj.

5.  Hún er talskona samtakanna sem reka Stígamót.

6.  Guðjón. 

7.  Það var Einar Kárason sem skrifaði bókina Þetta eru asnar Guðjón.

8.  Hafnarfirði.

9.  Tyrkjaránið.

10.  Kohl.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Elizabeth Taylor.

Á neðri myndinni er málverk Vermeers.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
1
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár