„Íslenska kerfið hefur viss einkenni sem ættu að ýta undir ættartengsl, og þau koma vissulega fyrir hér, en ég myndi ekki halda að þau væru megin áhrifaþáttur á framabrautir í stjórnmálum hér á landi.“
Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, um ættartengsl og mægðir íslenskra þingmanna. Gunnar Helgi gaf árið 2021 út bókina Elítur og valdakerfi á Íslandi þar sem hann fjallar meðal annars um ættartengsl innan íslenskra elíta. Heimildin ræddi við Gunnar Helga og spurði hann hvort ætla mætti að ættartengsl þingmanna nú, við annað áhrifafólk í stjórnmálum, væru meiri eða minna en verið hefði, hvort Ísland skæri sig frá öðrum löndum í því tilliti, og hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af slíkum tengslum.
„Mín niðurstaða var sú að þingmenn með svona ættartengsl væru um það bil 32 prósent, á árabilinu 1991 til 2020. Ein möguleg skýring á þetta háu hlutfalli er sú að ættartengslin …
Athugasemdir