Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Loftslagsmarkmið enn í órafjarlægð

Þrátt fyr­ir að all­ir ný­skráð­ir heim­il­is-, fyr­ir­tækja- og bíla­leigu­bíl­ar myndu ganga fyr­ir raf­magni ár­ið 2030 og að aðr­ar stað­fest­ar að­gerð­ir yrðu komn­ar til fram­kvæmda, mun það ekki duga til að ná þeim sam­drætti í los­un sem rík­is­stjórn­in stefn­ir að.

Loftslagsmarkmið enn í órafjarlægð
í kappi við tímann Þótt orkuskipti í vegasamgöngum séu hafin er enn langt í land og aðeins fá ár til stefnu svo markmið náist. Mynd: Shutterstock

Markmið ríkisstjórnarinnar um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2005 og 2030 mun ekki nást með þessu áframhaldi miðað við nýútgefna framreikninga Umhverfisstofnunar. Í grunnsviðsmynd stofnunarinnar, sem m.a. gerir ráð fyrir að árið 2030 gangi allir nýskráðir heimilis- og fyrirtækjabílar fyrir rafmagni, mun samdrátturinn nema 24 prósentum. Í viðbótarspá, sem að auki ráð fyrir að allir nýir bílaleigubílar verði knúnir rafmagni, er reiknað með að losun dragist saman um 26 prósent.

Aukin losun frá stærstu áhrifavöldunum

Vegasamgöngur eru stærsti losunarþátturinn á beinni ábyrgð Íslands – og þar varð aukning árið 2021. Sömu sögu er að segja um landbúnaðinn sem skýrist fyrst og fremst af aukinni áburðarnotkun. Losun frá fiskiskipum er þriðji stærsti þátturinn og þrátt fyrir að hún hafi dregist saman um 23 prósent frá árinu 2005 jókst hún 2021 vegna aukinna aflaheimilda.

Saman telja þessir þrír meginþættir 74 prósent af allri þeirri losun sem er á beinni ábyrgð Íslands.

Þegar kemur að heildarlosun, sem hefur aukist um 6 prósent milli áranna 1990 og 2021, er það losun frá landnýtingu og stóriðju sem spilar stærstan þátt.

Losun á beinni ábyrgð eykst milli ára

Landsskýrsla um losun gróðurhúsategunda frá 1990 og skýrslu um stefnur aðgerðir og framreiknaða losun til ársins 2050, sem unnar eru af Umhverfisstofnun, Landgræðslunni og Skógræktinni, voru gefnar út í morgun. Í þeim kemur fram að milli áranna 2019 og 2020 varð töluverður samdráttur í losun á beinni ábyrgð Íslands. Þá breytingu má að miklu leyti rekja til heimsfaraldurs og fækkunar ferðamanna á tímabilinu. En árið 2021 var losun á beinni ábyrgð Íslands 2,8 milljónir tonna CO2-ígilda og hafði því aukist um 2 prósent frá fyrra ári. Það stefnir svo í enn meiri losun árið 2022 þegar það ár verður gert upp.

Losun Íslands má almennt skipta í þrjá meginflokka út frá alþjóðlegum skuldbindingum: Losun á beinni ábyrgð Íslands, landnotkun og skógrækt (LULUCF) og losun sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS). Þegar verið að ræða um losun er því ýmist vísað til hvers og eins þessara flokka eða tveggja eða fleiri saman.

Að auki hafa íslensk stjórnvöld sett sér sérstök landsmarkmið.

Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði ESB, Íslands og Noregs um 40 prósent samdrátt var að draga úr losun á beinni ábyrgð okkar um 29 prósent árið 2030 miðað við árið 2005. Þetta markmið verður uppfært á næstunni og má gera ráð fyrir að hlutdeild Íslands verði hækkuð í um 40 prósent.

ESB gefur á hverju ári út losunarheimildir og fjöldi þeirra samsvarar heildarlosun sem er heimil frá ETS-kerfinu. Þær ganga kaupum og sölum milli rekstraraðila en fækkar ár frá ári. ETS-kerfið á með þessum hætti að tryggja að samdráttur í losun eigi sér stað og að hann eigi sér stað þar sem það er hagstæðast.

Ísland mun fara fram úr heimildum

Til þess að mæta skuldbindingu um 29 prósent samdrátt fékk Ísland árlegar losunarúthlutanir. Fyrir árið 2021 var magn þeirra tæplega 2,9 milljónir tonna CO2-ígilda og á það því umfram heimildir sem hægt er að flytja milli ára.

Niðurstaða grunnsviðsmyndar Umhverfisstofnunar er sú að án nýtingar sveigjanleikaákvæða, sem heimila tilfærslu úr öðrum losunarflokkum, t.d. vegna aukinnar bindingar á landi, mun Ísland fara umfram losunarúthlutanir á árunum 2022 til 2030.

Þróun til framtíðarSamanburður milli losunar sem fellur undir beina ábyrgð Íslands, losunarúthlutana og markmiðs um 55% samdrátt árið 2030.

Á Íslandi er það staðbundinn iðnaður, s.s. ál- og kísilver og flug innan EES og Bretlands, sem falla undir ETS-kerfið. Árið 2021 var losun frá stóriðjunni 1,8 milljón tonn CO2-ígilda. Það er 116 prósent aukning frá árinu 2005 og samsvarar 40 prósentum af heildarlosun Íslands ef undan er skilin landnotkun.

Losun frá alþjóðasamgöngum náði hápunkti árið 2018 þegar metfjöldi ferðamanna kom til Íslands. Þá var losunin 1.537 þúsund tonn CO2-ígilda sem jafnast á við alla losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum samanlagt.

Hvað segja spárnar?

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að Ísland muni setja sér sjálfstætt markmið, fyrir losun á beinni ábyrgð Íslands, um 55 prósent samdrátt árið 2030 miðað við losun árið 2005. Til þessa hefur árangurinn verið 12 prósent samdráttur og aðeins um sjö ár til stefnu.

Umhverfisstofnun spáir því að með aukinni rafvæðingu bílaflotans og breyttum ferðavenjum muni losun frá vegasamgöngum dragast saman um tæp 17 prósent til 2030.

Þá gerir hún ráð fyrir að losun frá landbúnaði lækki um 2,5 prósent á sama tímabili, fyrst og fremst vegna  væntrar fækkunar dýra í sauðfjárrækt.

Gert er ráð fyrir að losun frá fiskiskipum dragist saman um 20 prósent til 2030. Samkvæmt orkuskiptaspá verður heildar notkun endurnýjanlegra orkugjafa orðin 2,5 prósent í fiskiskipum árið 2030.

Samdrætti er einnig spáð í öðrum flokkum á beinni ábyrgð Íslands, s.s. hvað varðar úrgang.

Landnotkun og skógrækt: 67 prósent af heildarlosun

Losun Íslands er að mörgu leyti frábrugðin losun annarra landa vegna hlutfallslega mikillar losunar frá landnotkunarflokknum (LULUCF). Flest Evrópuríki eru með meiri bindingu en losun hvað þetta varðar.

67
prósent heildarlosunar kemur frá landnotkun.

Losun sem kemur frá þessum flokki landnýtingar og skógræktar var samkvæmt útreikningum Umhverfisstofnunar uppspretta 67 prósenta af losun Íslands árið 2021.

Þessi losun hefur dregist saman um 2 prósent frá 1990 vegna skipulags átaks í skógrækt. Síðan þá hefur binding íslenskra skóga margfaldast. Gert er ráð fyrir áframhaldandi aukningu til ársins 2050 eða um 80 prósent.

Í mínus

En þar sem landnýtingu allri og skógrækt er steypt saman í flokk erum við Íslendingar enn í miklum mínus. Mest er losun gróðurhúsalofttegunda frá mólendi, þá ræktunarlandi og loks votlendi.

Um 90 prósent af allri losun frá mólendi kemur frá framræstu votlendi. Aukin framræsla á síðustu áratugum hefur því leitt til aukinnar losunar. Framreikningar grunnsviðsmyndar Umhverfisstofnunar sýna að með aukinni landgræðslu og endurheimt votlendis, líkt og stjórnvöld hafa staðfest að stefnt skuli að, mun losun frá mólendi dragast saman um 5 prósent til ársins 2050.

Hvað þarf til?

Umhverfisstofnun og samstarfsstofnanir hafa ekki dregið upp sviðsmynd af því hvað þurfi til að ná markmiðum um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands til ársins 2030. Hvar þyrfti að skera niður eða hvaða aðgerðum að flýta með hraði. Slíkt er ekki skilgreint hlutverk sérfræðinga stofnana í þessari vinnu.

Ýmsar hugmyndir eru þó til í drögum því vissulega er verið að skoða innan stjórnkerfisins hvað hægt er að gera til að nálgast hraðar markmið stjórnvalda, markmið sem eru ekki úr lausu lofti gripin heldur nauðsynleg aðgerð, sem ríki heims stefna með einum eða öðrum hætti að, svo hægja megi á skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Hins vegar er það pólitísk ákvörðun hvaða leiðir verða farnar. Ríkisstjórnin vinnur nú að uppfærðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og er hennar að vænta síðar á þessu ári eða á því næsta. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár