Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Loftslagsmarkmið enn í órafjarlægð

Þrátt fyr­ir að all­ir ný­skráð­ir heim­il­is-, fyr­ir­tækja- og bíla­leigu­bíl­ar myndu ganga fyr­ir raf­magni ár­ið 2030 og að aðr­ar stað­fest­ar að­gerð­ir yrðu komn­ar til fram­kvæmda, mun það ekki duga til að ná þeim sam­drætti í los­un sem rík­is­stjórn­in stefn­ir að.

Loftslagsmarkmið enn í órafjarlægð
í kappi við tímann Þótt orkuskipti í vegasamgöngum séu hafin er enn langt í land og aðeins fá ár til stefnu svo markmið náist. Mynd: Shutterstock

Markmið ríkisstjórnarinnar um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2005 og 2030 mun ekki nást með þessu áframhaldi miðað við nýútgefna framreikninga Umhverfisstofnunar. Í grunnsviðsmynd stofnunarinnar, sem m.a. gerir ráð fyrir að árið 2030 gangi allir nýskráðir heimilis- og fyrirtækjabílar fyrir rafmagni, mun samdrátturinn nema 24 prósentum. Í viðbótarspá, sem að auki ráð fyrir að allir nýir bílaleigubílar verði knúnir rafmagni, er reiknað með að losun dragist saman um 26 prósent.

Aukin losun frá stærstu áhrifavöldunum

Vegasamgöngur eru stærsti losunarþátturinn á beinni ábyrgð Íslands – og þar varð aukning árið 2021. Sömu sögu er að segja um landbúnaðinn sem skýrist fyrst og fremst af aukinni áburðarnotkun. Losun frá fiskiskipum er þriðji stærsti þátturinn og þrátt fyrir að hún hafi dregist saman um 23 prósent frá árinu 2005 jókst hún 2021 vegna aukinna aflaheimilda.

Saman telja þessir þrír meginþættir 74 prósent af allri þeirri losun sem er á beinni ábyrgð Íslands.

Þegar kemur að heildarlosun, sem hefur aukist um 6 prósent milli áranna 1990 og 2021, er það losun frá landnýtingu og stóriðju sem spilar stærstan þátt.

Losun á beinni ábyrgð eykst milli ára

Landsskýrsla um losun gróðurhúsategunda frá 1990 og skýrslu um stefnur aðgerðir og framreiknaða losun til ársins 2050, sem unnar eru af Umhverfisstofnun, Landgræðslunni og Skógræktinni, voru gefnar út í morgun. Í þeim kemur fram að milli áranna 2019 og 2020 varð töluverður samdráttur í losun á beinni ábyrgð Íslands. Þá breytingu má að miklu leyti rekja til heimsfaraldurs og fækkunar ferðamanna á tímabilinu. En árið 2021 var losun á beinni ábyrgð Íslands 2,8 milljónir tonna CO2-ígilda og hafði því aukist um 2 prósent frá fyrra ári. Það stefnir svo í enn meiri losun árið 2022 þegar það ár verður gert upp.

Losun Íslands má almennt skipta í þrjá meginflokka út frá alþjóðlegum skuldbindingum: Losun á beinni ábyrgð Íslands, landnotkun og skógrækt (LULUCF) og losun sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS). Þegar verið að ræða um losun er því ýmist vísað til hvers og eins þessara flokka eða tveggja eða fleiri saman.

Að auki hafa íslensk stjórnvöld sett sér sérstök landsmarkmið.

Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði ESB, Íslands og Noregs um 40 prósent samdrátt var að draga úr losun á beinni ábyrgð okkar um 29 prósent árið 2030 miðað við árið 2005. Þetta markmið verður uppfært á næstunni og má gera ráð fyrir að hlutdeild Íslands verði hækkuð í um 40 prósent.

ESB gefur á hverju ári út losunarheimildir og fjöldi þeirra samsvarar heildarlosun sem er heimil frá ETS-kerfinu. Þær ganga kaupum og sölum milli rekstraraðila en fækkar ár frá ári. ETS-kerfið á með þessum hætti að tryggja að samdráttur í losun eigi sér stað og að hann eigi sér stað þar sem það er hagstæðast.

Ísland mun fara fram úr heimildum

Til þess að mæta skuldbindingu um 29 prósent samdrátt fékk Ísland árlegar losunarúthlutanir. Fyrir árið 2021 var magn þeirra tæplega 2,9 milljónir tonna CO2-ígilda og á það því umfram heimildir sem hægt er að flytja milli ára.

Niðurstaða grunnsviðsmyndar Umhverfisstofnunar er sú að án nýtingar sveigjanleikaákvæða, sem heimila tilfærslu úr öðrum losunarflokkum, t.d. vegna aukinnar bindingar á landi, mun Ísland fara umfram losunarúthlutanir á árunum 2022 til 2030.

Þróun til framtíðarSamanburður milli losunar sem fellur undir beina ábyrgð Íslands, losunarúthlutana og markmiðs um 55% samdrátt árið 2030.

Á Íslandi er það staðbundinn iðnaður, s.s. ál- og kísilver og flug innan EES og Bretlands, sem falla undir ETS-kerfið. Árið 2021 var losun frá stóriðjunni 1,8 milljón tonn CO2-ígilda. Það er 116 prósent aukning frá árinu 2005 og samsvarar 40 prósentum af heildarlosun Íslands ef undan er skilin landnotkun.

Losun frá alþjóðasamgöngum náði hápunkti árið 2018 þegar metfjöldi ferðamanna kom til Íslands. Þá var losunin 1.537 þúsund tonn CO2-ígilda sem jafnast á við alla losun frá vegasamgöngum og fiskiskipum samanlagt.

Hvað segja spárnar?

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að Ísland muni setja sér sjálfstætt markmið, fyrir losun á beinni ábyrgð Íslands, um 55 prósent samdrátt árið 2030 miðað við losun árið 2005. Til þessa hefur árangurinn verið 12 prósent samdráttur og aðeins um sjö ár til stefnu.

Umhverfisstofnun spáir því að með aukinni rafvæðingu bílaflotans og breyttum ferðavenjum muni losun frá vegasamgöngum dragast saman um tæp 17 prósent til 2030.

Þá gerir hún ráð fyrir að losun frá landbúnaði lækki um 2,5 prósent á sama tímabili, fyrst og fremst vegna  væntrar fækkunar dýra í sauðfjárrækt.

Gert er ráð fyrir að losun frá fiskiskipum dragist saman um 20 prósent til 2030. Samkvæmt orkuskiptaspá verður heildar notkun endurnýjanlegra orkugjafa orðin 2,5 prósent í fiskiskipum árið 2030.

Samdrætti er einnig spáð í öðrum flokkum á beinni ábyrgð Íslands, s.s. hvað varðar úrgang.

Landnotkun og skógrækt: 67 prósent af heildarlosun

Losun Íslands er að mörgu leyti frábrugðin losun annarra landa vegna hlutfallslega mikillar losunar frá landnotkunarflokknum (LULUCF). Flest Evrópuríki eru með meiri bindingu en losun hvað þetta varðar.

67
prósent heildarlosunar kemur frá landnotkun.

Losun sem kemur frá þessum flokki landnýtingar og skógræktar var samkvæmt útreikningum Umhverfisstofnunar uppspretta 67 prósenta af losun Íslands árið 2021.

Þessi losun hefur dregist saman um 2 prósent frá 1990 vegna skipulags átaks í skógrækt. Síðan þá hefur binding íslenskra skóga margfaldast. Gert er ráð fyrir áframhaldandi aukningu til ársins 2050 eða um 80 prósent.

Í mínus

En þar sem landnýtingu allri og skógrækt er steypt saman í flokk erum við Íslendingar enn í miklum mínus. Mest er losun gróðurhúsalofttegunda frá mólendi, þá ræktunarlandi og loks votlendi.

Um 90 prósent af allri losun frá mólendi kemur frá framræstu votlendi. Aukin framræsla á síðustu áratugum hefur því leitt til aukinnar losunar. Framreikningar grunnsviðsmyndar Umhverfisstofnunar sýna að með aukinni landgræðslu og endurheimt votlendis, líkt og stjórnvöld hafa staðfest að stefnt skuli að, mun losun frá mólendi dragast saman um 5 prósent til ársins 2050.

Hvað þarf til?

Umhverfisstofnun og samstarfsstofnanir hafa ekki dregið upp sviðsmynd af því hvað þurfi til að ná markmiðum um 55 prósent samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands til ársins 2030. Hvar þyrfti að skera niður eða hvaða aðgerðum að flýta með hraði. Slíkt er ekki skilgreint hlutverk sérfræðinga stofnana í þessari vinnu.

Ýmsar hugmyndir eru þó til í drögum því vissulega er verið að skoða innan stjórnkerfisins hvað hægt er að gera til að nálgast hraðar markmið stjórnvalda, markmið sem eru ekki úr lausu lofti gripin heldur nauðsynleg aðgerð, sem ríki heims stefna með einum eða öðrum hætti að, svo hægja megi á skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Hins vegar er það pólitísk ákvörðun hvaða leiðir verða farnar. Ríkisstjórnin vinnur nú að uppfærðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og er hennar að vænta síðar á þessu ári eða á því næsta. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
6
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár