Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

25 prósent aukin raforkuþörf til 2040

Orku­stofn­un ger­ir ekki ráð fyr­ir að full orku­skipti ná­ist fyr­ir ár­ið 2040 líkt og rík­is­stjórn­in stefn­ir að. Í nýrri spá er reikn­að með að kom­ist verði áleið­is að settu marki en að sigl­ing­ar og flug eigi langt í land. En ný tækni gæti snar­breytt stöð­unni.

25 prósent aukin raforkuþörf til 2040
Hlýnun jarðar Ríkisstjórnin er með háleit markmið í loftslagsmálum og vill að hætt verði að nota jarðefnaeldsneyti á Íslandi fyrir árið 2040. Ekki er útlit fyrir að það markmið náist, en líkt og einn viðmælandi Heimildarinnar segir, þá er gott að setja markið hátt. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Ný háspá Orkustofnunar, sú ítrasta sem stofnunin gefur út, gerir ráð fyrir að orkunotkun á Íslandi muni aukast um 25 prósent til ársins 2040. Grunnspá stofnunarinnar gerir ráð fyrir að þörfin aukist um 10 prósent.

Í ítrustu sviðsmynd svokallaðrar grænbókar um orkumál, sem starfshópur undir forystu Vilhjálms Egilssonar vann fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í fyrra, var þörfin metin umtalsvert meiri eða að tvöfalda þyrfti orkuframleiðslu til ársins 2040 og rúmlega það.

Það eru því himinn og haf – tugir prósenta og þúsundir gígavattstunda – á milli þess sem Vilhjálms-nefndin taldi þurfa, sviðsmynd sem byggð var á útreikningum Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, og nýrrar spár Orkustofnunar – stofnunar sem hefur það hlutverk að afla þekkingar, gagna og upplýsinga um orkumál og vinna áætlanir til framtíðar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Það er ákaflega ánægjulegt að skoða nýja orkuspá Orkustofnunar. Spáin er á allt öðru og hærra plani en áður, vinnubrögðin vönduð m.a. virðast umsagnaraðilar hafa haft verulega jákvæð áhrif. Forsendur og raunhæfni orkuskipta hafa augljóslega verið vandlega rýndar og niðurstaðan að stefna ríkisstjórnarinnar í orkuskiptum fyrir 2040 er algjörlega óraunhæf. Allir sem þekkja raforkukerfi Íslands eða sögu þess held ég viti að ríkisstjórnin er útí móa í stefnunni í orkuskiptum Fyrirætlanir ríkisstjórnar í orkuskiptum eru dæmalaust illa ígrundaðar og í hróplegu ósamræmi við vandaðan undirbúning samanburðarlanda okkar. Orkustofnun fær hrós fyrir að standa í lappirnar hér.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár