Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

25 prósent aukin raforkuþörf til 2040

Orku­stofn­un ger­ir ekki ráð fyr­ir að full orku­skipti ná­ist fyr­ir ár­ið 2040 líkt og rík­is­stjórn­in stefn­ir að. Í nýrri spá er reikn­að með að kom­ist verði áleið­is að settu marki en að sigl­ing­ar og flug eigi langt í land. En ný tækni gæti snar­breytt stöð­unni.

25 prósent aukin raforkuþörf til 2040
Hlýnun jarðar Ríkisstjórnin er með háleit markmið í loftslagsmálum og vill að hætt verði að nota jarðefnaeldsneyti á Íslandi fyrir árið 2040. Ekki er útlit fyrir að það markmið náist, en líkt og einn viðmælandi Heimildarinnar segir, þá er gott að setja markið hátt. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Ný háspá Orkustofnunar, sú ítrasta sem stofnunin gefur út, gerir ráð fyrir að orkunotkun á Íslandi muni aukast um 25 prósent til ársins 2040. Grunnspá stofnunarinnar gerir ráð fyrir að þörfin aukist um 10 prósent.

Í ítrustu sviðsmynd svokallaðrar grænbókar um orkumál, sem starfshópur undir forystu Vilhjálms Egilssonar vann fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í fyrra, var þörfin metin umtalsvert meiri eða að tvöfalda þyrfti orkuframleiðslu til ársins 2040 og rúmlega það.

Það eru því himinn og haf – tugir prósenta og þúsundir gígavattstunda – á milli þess sem Vilhjálms-nefndin taldi þurfa, sviðsmynd sem byggð var á útreikningum Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, og nýrrar spár Orkustofnunar – stofnunar sem hefur það hlutverk að afla þekkingar, gagna og upplýsinga um orkumál og vinna áætlanir til framtíðar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Það er ákaflega ánægjulegt að skoða nýja orkuspá Orkustofnunar. Spáin er á allt öðru og hærra plani en áður, vinnubrögðin vönduð m.a. virðast umsagnaraðilar hafa haft verulega jákvæð áhrif. Forsendur og raunhæfni orkuskipta hafa augljóslega verið vandlega rýndar og niðurstaðan að stefna ríkisstjórnarinnar í orkuskiptum fyrir 2040 er algjörlega óraunhæf. Allir sem þekkja raforkukerfi Íslands eða sögu þess held ég viti að ríkisstjórnin er útí móa í stefnunni í orkuskiptum Fyrirætlanir ríkisstjórnar í orkuskiptum eru dæmalaust illa ígrundaðar og í hróplegu ósamræmi við vandaðan undirbúning samanburðarlanda okkar. Orkustofnun fær hrós fyrir að standa í lappirnar hér.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu