Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Félag Helga keypti vörumerki og heimasíður miðla Torgs á 480 milljónir

Helgi Magnús­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi að­aleig­andi Torgs, seg­ir að eign­ir sem tengj­ast Frétta­blað­inu hafi ekki ver­ið inni í Torgi þeg­ar fé­lag­ið var gef­ið upp til gjald­þrota­skipta. Hann seg­ir að fé­lag­ið Hof­garð­ar ehf. sem hann á hafi keypt vörumerki og heima­síð­ur Frétta­blaðs­ins, DV og Hring­braut­ar á 480 millj­ón­ir fyr­ir tveim­ur ár­um.

Félag Helga keypti vörumerki og heimasíður miðla Torgs á 480 milljónir
Staðfestir sölu eigna sem tengjast Fréttablaðinu Helgi Magnússon, fyrrverandi eigandi útgáfufélagsins Torgs, staðfestir að eignir sem tengjast Fréttablaðinu hafi verið seldar út úr félaginu. Hann segist hafa keypt vörumerkið og heimasíðuna í gegnum eignarhaldsfélag árið 2021. Mynd: Torg

Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi eigandi útgáfufélagsins Torgs sem meðal annars gaf út Fréttablaðið, staðfestir að eignir sem tengjast Fréttablaðinu hafi verið seldar út úr fyrirtækinu og séu ekki inni í þrotabúi þess. Helgi var meðal annars spurður út í vörumerkið Fréttablaðið og eins og heimasíðuna frettabladid.is. Helgi segir að þessar eignir hafi verið seldar út úr Torgi til félags hans, Hofgarða ehf., á 480 milljónir króna fyrir tveimur árum. „Þetta er ekki inni í þrotabúinu. Það var búið að selja þetta fyrir lifandis löngu.“ 

Hann segir að viðskiptin hafi verið liður í því að styrkja lausafjárstöðu Torgs. „Fyrir nákvæmlega tveimur árum, í mars 2021, seldi Torg yfir til míns fyrirtækis, Hofgarða, viðskiptavild sem fólst í öllum bröndum, nöfnum, réttindum og öllu slíku á þessum miðlum, á 480 milljónir. Þetta voru DV, DV.is, Fréttablaðið, Fréttabladid.is, Hringbraut og svo …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár