Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi eigandi útgáfufélagsins Torgs sem meðal annars gaf út Fréttablaðið, staðfestir að eignir sem tengjast Fréttablaðinu hafi verið seldar út úr fyrirtækinu og séu ekki inni í þrotabúi þess. Helgi var meðal annars spurður út í vörumerkið Fréttablaðið og eins og heimasíðuna frettabladid.is. Helgi segir að þessar eignir hafi verið seldar út úr Torgi til félags hans, Hofgarða ehf., á 480 milljónir króna fyrir tveimur árum. „Þetta er ekki inni í þrotabúinu. Það var búið að selja þetta fyrir lifandis löngu.“
Hann segir að viðskiptin hafi verið liður í því að styrkja lausafjárstöðu Torgs. „Fyrir nákvæmlega tveimur árum, í mars 2021, seldi Torg yfir til míns fyrirtækis, Hofgarða, viðskiptavild sem fólst í öllum bröndum, nöfnum, réttindum og öllu slíku á þessum miðlum, á 480 milljónir. Þetta voru DV, DV.is, Fréttablaðið, Fréttabladid.is, Hringbraut og svo …
Athugasemdir