Félag Helga keypti vörumerki og heimasíður miðla Torgs á 480 milljónir

Helgi Magnús­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi að­aleig­andi Torgs, seg­ir að eign­ir sem tengj­ast Frétta­blað­inu hafi ekki ver­ið inni í Torgi þeg­ar fé­lag­ið var gef­ið upp til gjald­þrota­skipta. Hann seg­ir að fé­lag­ið Hof­garð­ar ehf. sem hann á hafi keypt vörumerki og heima­síð­ur Frétta­blaðs­ins, DV og Hring­braut­ar á 480 millj­ón­ir fyr­ir tveim­ur ár­um.

Félag Helga keypti vörumerki og heimasíður miðla Torgs á 480 milljónir
Staðfestir sölu eigna sem tengjast Fréttablaðinu Helgi Magnússon, fyrrverandi eigandi útgáfufélagsins Torgs, staðfestir að eignir sem tengjast Fréttablaðinu hafi verið seldar út úr félaginu. Hann segist hafa keypt vörumerkið og heimasíðuna í gegnum eignarhaldsfélag árið 2021. Mynd: Torg

Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi eigandi útgáfufélagsins Torgs sem meðal annars gaf út Fréttablaðið, staðfestir að eignir sem tengjast Fréttablaðinu hafi verið seldar út úr fyrirtækinu og séu ekki inni í þrotabúi þess. Helgi var meðal annars spurður út í vörumerkið Fréttablaðið og eins og heimasíðuna frettabladid.is. Helgi segir að þessar eignir hafi verið seldar út úr Torgi til félags hans, Hofgarða ehf., á 480 milljónir króna fyrir tveimur árum. „Þetta er ekki inni í þrotabúinu. Það var búið að selja þetta fyrir lifandis löngu.“ 

Hann segir að viðskiptin hafi verið liður í því að styrkja lausafjárstöðu Torgs. „Fyrir nákvæmlega tveimur árum, í mars 2021, seldi Torg yfir til míns fyrirtækis, Hofgarða, viðskiptavild sem fólst í öllum bröndum, nöfnum, réttindum og öllu slíku á þessum miðlum, á 480 milljónir. Þetta voru DV, DV.is, Fréttablaðið, Fréttabladid.is, Hringbraut og svo …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár