Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1113. spurningaþraut: Eins og sést eins og sést

1113. spurningaþraut: Eins og sést eins og sést

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   „Eins og sésteins og sésteins og sést þá er ég alinn upp ...“ hvar?

2.  Við hvaða götu stendur hús það er hýsir aðalstöðvar RÚV í Reyjavík?

3.  Chris Hipkins heitir 44 ára karlmaður sem er nýtekinn við sem forsætisráðherra í tilteknu ríki. Hvaða ríki er það?

4.  Ganýmedes var fagur piltur sem grískur guð rændi og tók með sér upp til fjalla. Þar var Ganýmedes síðan hafður í að hella höfugu víni í drykkjarbikar guðsins og gesta hans. Hvað hét þessi gríski guð? 

5.  En heitið Ganýmedes er líka notað um ákveðinn afar stóran hlut. Hvaða hlut?

6.  Hvað hefur stjórnarfarið á Íslandi 1904-1918 verið kallað?

7.  Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur sendi frá sér bókina Farsótt fyrir síðustu jól og mæltist hún afar vel fyrir. Þrátt fyrir nafnið fjallar bókin ekki um plágur eða faraldra, heldur ... hvað?

8.  Hvaða skákmeistari var lengi skrifstofustjóri Alþingis?

9.  Um aldir var skyrbjúgur skeinuhættur sjómönnum í löngum siglingum. Að lokum fannst efni sem vinnur á skyrbjúg í eitt skipti fyrir öll. Hvað köllum við það efni nú?

10.  Tvö fyrirtæki í heimi hér bera höfuð og herðar yfir önnur í framleiðslu á tiltekinni vöru. Þau eru samt ekki alveg einráð og um miðbikið á lista yfir 10 stærstu fyrirtækin í þessum bransa eru fyrirtæki eins og Oppo, Vivo, ZTE og Xiaomi. Hver er þessi vara sem fyrirtækin framleiða?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr er á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í Gaggó-vest.

2.  Efstaleiti.

3.  Nýja Sjálandi.

4.  Seifur. Það er tvívegis tekið fram að spurt sé um grískan guð, svo annað dugar ekki hér.

5.  Eitt af tunglum Júpíters.

6.  Heimastjórn.

7.  Hús.

8.  Friðrik Ólafsson.

9.  C vítamín.

10.  Farsímar. Stóru fyrirtækin tvö eru vitaskuld Apple og Samsung.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Egill Helgason. Myndin er frá 2005 og var hluti af auglýsingaherferð VR gegn kynbundnum launamun. Fyrirsögnin var Láttu ekki útlitið blekkja þig.

Á neðri myndinni er rauðpanda.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár