Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1113. spurningaþraut: Eins og sést eins og sést

1113. spurningaþraut: Eins og sést eins og sést

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   „Eins og sésteins og sésteins og sést þá er ég alinn upp ...“ hvar?

2.  Við hvaða götu stendur hús það er hýsir aðalstöðvar RÚV í Reyjavík?

3.  Chris Hipkins heitir 44 ára karlmaður sem er nýtekinn við sem forsætisráðherra í tilteknu ríki. Hvaða ríki er það?

4.  Ganýmedes var fagur piltur sem grískur guð rændi og tók með sér upp til fjalla. Þar var Ganýmedes síðan hafður í að hella höfugu víni í drykkjarbikar guðsins og gesta hans. Hvað hét þessi gríski guð? 

5.  En heitið Ganýmedes er líka notað um ákveðinn afar stóran hlut. Hvaða hlut?

6.  Hvað hefur stjórnarfarið á Íslandi 1904-1918 verið kallað?

7.  Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur sendi frá sér bókina Farsótt fyrir síðustu jól og mæltist hún afar vel fyrir. Þrátt fyrir nafnið fjallar bókin ekki um plágur eða faraldra, heldur ... hvað?

8.  Hvaða skákmeistari var lengi skrifstofustjóri Alþingis?

9.  Um aldir var skyrbjúgur skeinuhættur sjómönnum í löngum siglingum. Að lokum fannst efni sem vinnur á skyrbjúg í eitt skipti fyrir öll. Hvað köllum við það efni nú?

10.  Tvö fyrirtæki í heimi hér bera höfuð og herðar yfir önnur í framleiðslu á tiltekinni vöru. Þau eru samt ekki alveg einráð og um miðbikið á lista yfir 10 stærstu fyrirtækin í þessum bransa eru fyrirtæki eins og Oppo, Vivo, ZTE og Xiaomi. Hver er þessi vara sem fyrirtækin framleiða?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr er á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í Gaggó-vest.

2.  Efstaleiti.

3.  Nýja Sjálandi.

4.  Seifur. Það er tvívegis tekið fram að spurt sé um grískan guð, svo annað dugar ekki hér.

5.  Eitt af tunglum Júpíters.

6.  Heimastjórn.

7.  Hús.

8.  Friðrik Ólafsson.

9.  C vítamín.

10.  Farsímar. Stóru fyrirtækin tvö eru vitaskuld Apple og Samsung.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Egill Helgason. Myndin er frá 2005 og var hluti af auglýsingaherferð VR gegn kynbundnum launamun. Fyrirsögnin var Láttu ekki útlitið blekkja þig.

Á neðri myndinni er rauðpanda.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár