- Hestur 12 vetra, gallalaus
- Nærbuxur (með gati)
- 1 kýr 5 vetra fengin að 4da kálfi
- 1 hlaða
- 1 draghefill, 2 föld tönnin
- 2 hrífur
- Kvennskyrta og Vestisgarmur
- Bænakver
(o. sv. fr.)
Þetta er upptalning úr svokallaðri „uppskriftabók“ frá 19. öld og gefur manni hugmynd um hvers konar veraldlegar eigur Íslendingar gátu átt í þeirri tíð.
Kafað í fortíðina
Við höfum sennilega aldrei komist eins nálægt því að stíga inn í tímavél eftir að nokkrir fræðimenn úr Háskóla Íslands tóku sig til og hófu rannsókn á efnislegum eigum Íslendinga á 18. og 19. öld, meðal annars með því að rýna í slíkar uppskriftabækur. Ólíkt því sem nafnið virðist gefa til kynna höfðu þessar bækur ekkert með matargerð að gera, heldur var um að ræða skrár yfir þær veraldlegar eigur sem fólk skildi eftir sig við andlátið.
Eigur úr slíkum dánarbúum voru gjarnan …
Athugasemdir