Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skjágláp ungbarna raskar heilastarfseminni

Ný rann­sókn sér­fræð­inga í Singa­púr sýn­ir að skjág­láp ung­barna hef­ur um­tals­verð nei­kvæð áhrif á heil­a­starf­sem­ina, einkum ein­beit­ing­ar­hæfi­leika og minni. Marg­ir hafa lengi haft grun um að óhóf­legt skjág­láp hafi skað­leg áhrif á þroska barna og ung­menna.

Skjágláp ungbarna raskar heilastarfseminni
Nýr veruleiki Börn standa frammi fyrir miklu fleiri valkostum í skjánotkun í dag en nokkru sinni áður í sögu mannkyns. Mynd: Pixabay

Hvað er til ráða ef barnið er órólegt á meðan mamma og pabbi sitja yfir kaffibollanum á veitingahúsi, eða er vaknað fyrir allar aldir um helgar þegar foreldrarnir vilja sofa lengur? Lausnin er iðulega að rétta barninu spjaldtölvu með einhverju skrípó eða kveikja á sjónvarpinu og finna rás þar sem sýndar eru teiknimyndir eða annað efni ætlað börnum. Og, það er eins og við manninn mælt, barnið situr hið rólegasta og gleymir sér algjörlega við að fylgjast með því sem fram fer á skjánum. Þetta þekkja allir.

Vegna þess hve vel barnið unir sér við að fylgjast með skjánum hafa þeir fullorðnu tilhneigingu til að fylgjast lítt með hvað tímanum líður og þykir kannski bara gott að „barnapían“ hafi ofan af fyrir barninu.

Fyrst var það sjónvarpið síðan tölvur og tölvuleikir

Það er kunnara en frá þurfi að segja að tilkoma sjónvarpsins olli miklum breytingum. Skyndilega voru alls kyns viðburðir, ekki síst fréttir, komnir heim í stofu í þessu undratæki. Íslendingar kynntust undratækinu tiltölulega seint miðað við margar aðrar þjóðir en voru fljótir að tileinka sér notkun þess. Þjóðin fylgdist spennt með fyrstu sjónvarpsútsendingunni 30. september 1966. Þarna birtust þeir ljóslifandi á skjánum Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Halldór Laxness rithöfundur og Savanna-tríóið. Að ógleymdum Dýrlingnum og svo auðvitað Ásu Finnsdóttur, fyrstu sjónvarpsþulunni.

SauðalitirnirHalldór Laxness var á meðal þeirra sem birtust á sjónvarpsskjánum á sjöunda áratugnum.

Allt var þetta í „sauðalitunum“ það var ekki fyrr en löngu síðar að farið var að senda út í lit. Sjónvarpstæki voru ekki til á öllum íslenskum heimilum og þar að auki náðust útsendingar sjónvarpsins ekki um allt land fyrr en allmörgum árum síðar. Fyrst í stað var einungis sent út tvisvar í viku og eru margar sögur til af gestanauð hjá eigendum sjónvarpstækja þá daga sem sjónvarpað var. Fljótlega var farið að senda út sex daga vikunnar og sjónvarpslausir fimmtudagar urðu skyndilega vinsælir til fundahalda og ýmissa skemmtana. Íslenska sjónvarpssagan verður ekki rakin frekar hér en eins og aðrar þjóðir tóku Íslendingar sjónvarpinu fagnandi og orðið sjónvarpsfíkill skaut upp kollinum. Ýmsum þótti lítið til koma og kölluðu sjónvarpstækið gjarna imbakassa eða heimilisaltari, jafnvel heimilisfriðarspilli. Það breytti engu og sjónvarpsgláp varð staðreynd. 

Tölvur og tölvuleikir

Sjónvarpstækin voru ekki einu skjáirnir sem til urðu á síðustu öld. Tölvurnar komu fram á sjónarsviðið og það gerðu líka ýmis konar leikjatölvuspil, einföld og frumstæð í fyrstu en þróuðust hratt.

Tölvuleikjunum var í upphafi einkum ætlað að höfða til ungmenna en margir fullorðnir hrifust einnig af þessari nýjung. Sumir um of og til varð fyrirbærið tölvufíkn, orðið skýrir sig sjálft. 

Börnin og skjáirnir

Fyrir allmörgum árum fóru að birtast í íslenskum og erlendum fjölmiðlum, blöðum, útvarpi og sjónvarpi greinar og viðtöl þar sem fjallað var um sjónvarpsgláp og tölvuleikjaspil barna og unglinga. Meðal þeirra fjölmörgu sem lögðu orð í belg voru uppeldis-, hjúkrunar- og sálfræðingar. Umfjöllunin beindist ætíð að því sama: hvort og hvaða áhrif sífellt lengri tími, sem börn og unglingar verðu fyrir framan skjáinn, hefði. Flestir sem létu til sín heyra voru á einu máli um að rétt væri að takmarka sjónvarpsáhorf barna og sömuleiðis væri nauðsynlegt að hafa eftirlit með hvaða efni börnin horfðu á.

Í sænsku tímariti um heilbrigðismál frá árinu 2004 þar sem fjallað var um áhrif sjónvarpsgláps á börn komu fram sterk tengsl áhorfs eins árs barna og þriggja ára barna og einbeitingarskorts við sjö ára aldur. Margar sambærilegar rannsóknir hafa leitt til sömu niðurstöðu. Á síðustu árum hefur sjónvarpsefni sem sérstaklega er beint að ungum börnum aukist mjög og það hefur orðið til þess að börn verja æ meiri tíma fyrir framan skjáinn og við leikjatölvuna.

Bandarískar rannsóknir hafa sýnt að þar horfa þriggja ára börn á sjónvarp tvo tíma eða meira á degi hverjum. Í könnun meðal eitt þúsund bandarískra foreldra kom fram að ein helsta ástæða þess að ungum börnum er leyft að horfa svo mikið á sjónvarp er sú trú að það sé þroskandi. Rannsóknir benda hinsvegar á annað og samtök bandarískra barnalækna hafa hvatt til þess að börn undir tveggja ára aldri eigi ekki að horfa á sjónvarp, heili þeirra sé einfaldlega ekki undir það búinn. Heili barnsins verði fyrir nær stöðugu áreiti sem hann hefur ekki þroska til að vinna úr.

Rannsóknin í Singapúr 

Fyrir skömmu greindi danska dagblaðið Berlingske frá rannsókn sérfræðinga í Singapúr. Rannsóknin tók til 437 barna, 12 og 18 mánaða gamalla og síðan aftur þegar börnin höfðu náð 9 ára aldri. Fram kom að ungabörnin eyddu að jafnaði tveimur klukkustundum daglega fyrir framan skjáinn. Niðurstaða sérfræðinganna var í stuttu máli að sjónvarpsglápið hefði haft umtalsverð áhrif á börnin. Minnið, einbeitinguna og hæfileika til aðlögunar, sem sagt það sem sérfræðingarnir kölluðu vitsmunalega hæfileika. Þeir greindu frá því að fylgjast þyrfti með þessum hópi næstu árin, eða áratugi, til að meta langtímaáhrifin. Slík rannsókn hefur ekki áður verið gerð.

Albert Gjedde, prófessor við Hafnarháskóla, sagði niðurstöðu sérfræðinganna í Singapúr mjög athyglisverða. Ekki síst að eins árs gömul börn, sem varla væru farin að ganga, eyddu að jafnaði tveimur klukkustundum daglega fyrir fram skjáinn. Mjög brýnt væri að halda rannsókninni áfram. 

Börn undir tveggja ára aldri eiga ekki að horfa á sjónvarp

Norsk heilbrigðisyfirvöld mæla með að börn undir tveggja ára horfi ekki á sjónvarp en börn á aldrinum tveggja til fimm ára verji ekki meira en einum klukkutíma daglega fyrir framan skjáinn. Þetta er byggt á ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá árunum 2019 og 2020. Dönsk börn og ungmenni eru meðal þeirra sem lengstum tíma verja fyrir framan skjáinn. Samkvæmt tölum frá danska barna- og menntamálaráðuneytinu sitja danskir unglingar að jafnaði sex klukkustundir á dag við skjáinn og börn á aldrinum tveggja til sex ára um það bil tvær klukkustundir. Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa birt ráðleggingar um skjánotkun barna og unglinga. Þar er meðal annars lögð áhersla á nauðsyn þess að fjölskyldur setji sér ákveðnar reglur um sjónvarpsgláp, og mikilvægt sé að börn séu ekki að horfa á sjónvarp eða leika sér í tölvu þegar nær dregur háttatíma.

Á vefsíðunni heilsuvera.is er að finna upplýsingar og leiðbeiningar varðandi sjónvarpsáhorf barna og unglinga.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
2
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
5
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár