Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Katrín segir þá kröfu standa upp á forystu atvinnulífsins að „gæta hófs í arðgreiðslum“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að öll­um megi vera það ljóst að launa­fólk geti ekki eitt bor­ið meg­in­þung­ann af bar­átt­unni við verð­bólg­una. At­vinnu­rek­end­ur verði að axla ábyrgð til jafns. Rekstr­ar­hagn­að­ur ís­lenskra fyr­ir­tækja á ár­un­um 2021 og 2022 var sá mesti á öld­inni og hlut­fall hagn­að­ar af tekj­um þeirra hef­ur aldrei mælst hærra en á ár­inu 2021.

Katrín segir þá kröfu standa upp á forystu atvinnulífsins að „gæta hófs í arðgreiðslum“
Forsætisráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti nýverið fimm ára fjármálaáætlun, sem ætlað er að stemma stigu við verðbólgunni. Mynd: Stundin / Davíð Þór

„Fram undan eru kjarasamningar og sú krafa stendur nú upp á forystu atvinnulífsins að sýna ábyrgð og gæta hófs í arðgreiðslum en leita fremur allra leiða til að koma í veg fyrir að hækkun á vöru og þjónustu leiti út í verðlagið. Öllum má ljóst vera að launafólk eitt getur ekki borið meginþungann af baráttunni við verðbólguna, atvinnurekendur verða að axla ábyrgð til jafns.“ Þetta skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni fer Katrín yfir nýlega birta fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem hún leiðir og setur fram það mat sitt að í henni séu send skýr skilaboð um að ríkisstjórnin ætli sér að ná verðbólgu, sem nú er 9,8 prósent, niður. Með því að hækka skatta, draga úr skattaívilnunum, auka aðhald og fresta framkvæmdum sé ríkisstjórnin að gera sitt. Fleira þurfi hins vegar að koma til, sérstaklega þar sem kjarasamningar séu framundan. Nýliðin saga kenni okkur að til að ná árangri í baráttunni við verðbólguna þá þurfi samvinnu allra, launafólks, atvinnurekenda og hins opinbera, að mati Katrínar.

Hún segir að allir eigi mikið undir því að það takist að hemja verðbólguna áður en hún grefur um sig og verði  illviðráðanleg. „Allar forsendur eru til staðar til þess að við getum náð árangri, efnahagslífið er þróttmikið og staða ríkissjóðs batnar jafnt og þétt. Við þessar aðstæður verður ríkisfjármálaáætlun áfram rædd á þingi nú í vikunni. Megináherslurnar eru skýrar: Ríkið mun afla aukinna tekna, hagræða í rekstri og fresta framkvæmdum. Þessar aðgerðir slá á verðbólgu og skapa aðstæður til að lækka vexti. Þannig styðja ríkisfjármálin við Seðlabankann í stjórn peningamála og jafnframt tryggja aðgerðirnar forsendur fyrir félagslegum og efnahagslegum stöðugleika og áframhaldandi uppbyggingu lífsgæða fyrir almenning í landinu.“

Verðbólga í hæðum sem hafa ekki sést síðan 2009

Verðbólga á Íslandi hefur verið yfir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði síðan í maí 2020, yfir fimm prósent síðan í lok árs 2021 og milli níu og tíu prósent síðan í júlí í fyrra. Síðast fór hún yfir níu prósent á árinu 2009, í kjölfar bankahrunsins. Verðbólguhorfur til framtíðar hafa auk þess farið hríðversnandi, en það þýðir að greiningaraðilar búast við því að verðbólgan verði há í lengri tíma en áður.

Vegna þessara aðstæðna hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti tólf sinnum í röð, úr 0,75 í 7,5 prósent, með tilheyrandi áhrifum á þá sem þurfa að borga vexti af lánum í íslenskum krónum. 

Vegna óvissunnar sem stóraukin verðbólga orsakaði hefur verið samið til skamms tíma í þeim kjarasamningum sem gerðir voru í lok síðasta árs og á fyrstu mánuðum ársins 2023. Þeir samningar renna út í byrjun árs 2024. Samið var um 6,75 til átta prósent launahækkanir, en þó með þaki þannig að slíkar prósentuhækkanir giltu ekki um hærri laun. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur nú dregist saman þrjá ársfjórðunga í röð samhliða því að verðbólga hefur verið hærri en búist var við. Meiri líkur en minni á að launahækkunin sem samið var um dugi ekki til að viðhalda kaupmætti á samningstímanum.

Rekstrarhagnaður fyrirtækja sá mesti á öldinni

Samkvæmt nýlegri samantekt BHM jókst samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja á Íslandi um 60 prósent á árunum 2018 til 2022 á sama tíma og verðlag hækkaði um 20 prósent. Þar kom einnig fram að rekstrarhagnaður íslenskra fyrirtækja hafi verið sá mesti á öldinni á árunum 2021, þegar hann var 839 milljarðar króna, og 2022, þegar hann er áætlaður að hafa verið 885 milljarðar króna samkvæmt miðspá BHM. Gangi hæsta mat bandalagsins fyrir árið 2022 eftir nemur hagnaðaraukningin tæplega 46 prósent að raunvirði á tímabili lífskjarasamningsins 2018 til 2022. Í umfjöllun um samantektina á heimasíðu BHM segir: „Vísbendingar eru um að álagning sé á uppleið en hlutfall rekstrarhagnaðar af tekjum fyrirtækja hefur heldur ekki mælst hærri en á árinu 2021, um 17 prósent. Áhugavert er að hagnaðarhlutfallið hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021.“

Samhliða þessari aukningu í hagnaði fyrirtækja, sem meðal annars má rekja til ívilnandi aðgerða stjórnvalda og Seðlabanka Íslands í kjölfar kórónuveirufaraldursins, hafa fjármagnstekjur eigenda fyrirtækja hækkað gríðarlega. Árið 2021 nam til að mynda hagnaður þeirra 0,5 prósenta landsmanna, alls 244 fjölskyldna, sem þénuðu mest í fjármagnstekjur 36 milljörðum króna. Hóp­ur­inn þén­aði 4,2 pró­sent af öllum tekjum sem urðu til í land­inu, en það hlut­fall hafði ekki verið hærra síðan 2007. 

Forstjórar með 19föld lágmarkslaun

Heimildin greindi frá því í síðasta mánuði að meðallaun allra forstjóra skráðra félaga á aðalmarkaði Kauphallar Íslands í fyrra hafi verið rúmlega 6,9 milljónir króna á mánuði. 

Inni í launatölunum eru allir þeir liðir sem félögin sjálf flokka sem launagreiðslur. Um er að ræða grunnlaun, hlunnindi, mótframlag í lífeyrissjóði, kaupauka, sérstaka kaupauka og í einu tilfelli sú upphæð sem bókfærð var á síðasta ári sem launakostnaður vegna „keyptra starfsréttinda“. Til viðbótar við þessar greiðslur er hluti forstjóranna með kauprétti á hlutum í þeim félögum sem þeir stýra. 

Meðallaunin hækkuðu um rúmlega eina milljón króna á mánuði milli ára, en þau voru 5,9 milljónir króna hjá sömu félögum árið 2021. Á tveimur árum hafa þau hækkað um þriðjung. Lágmarkslaun á Íslandi þorra síðasta árs voru 368 þúsund krónur á mánuði. Því eru meðallaunagreiðslur til forstjóra skráðra félaga á aðalmarkaði á mánuði, eins og félögin sjálf skilgreina hann í uppgjörum sínum, um 56 prósent hærri en árslaun þess sem var á lágmarkslaunum í fyrra. Önnur leið til að líta á samanburðinn er sú að meðallaun forstjóranna eru næstum 19föld lágmarkslaun á mánuði.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Hun talar tveimur tungum eins og þeir segja. "Með því að hækka skatta, draga úr skattaívilnunum, auka aðhald og fresta framkvæmdum sé ríkisstjórnin að gera sitt"

    Einn af þessum fjórum liðum er sterkasti þáttur verðbólgu... því hækkun skatta hækkar verð og fer beint í verðlagið og minnkar kaupmátt. Frestun framkvæmda hefur lítið með málið að gera og skattaívilnanir haldast óbreyttar.. þjóðareignir... fiskur,orka osf eru gjafagerningar sem hafa svo sannarlega ekki slegið á verðbólguna og allar slíkar útfærslur verið blekkingar því þeir hafa haldið gjafagerningunum og í þeim fáu tilfellum sem málarmyndaraðgerðir eru gerðar fá auðgosar að velta þeim yfir á almenning. Bláu sjallarnir eru slæmir... þeir rauðu eru bara verri.

    Meint aukið aðhald sést beint á fjölgun fóðraðra sæta og stofnana... fleiri sjálfstæðum forstjórum og möppudýrum fyrirtækja í eigu ríkisins með ofurlaun osf.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
5
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár