Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við síendurteknar náttúruhamfarir veikist kerfið“

Lofts­lags­ráð­stefna VG var hald­in í dag. Veð­ur­fræð­ing­ur seg­ir kerf­ið veikj­ast við end­ur­tekn­ar nátt­úru­ham­far­ir.

„Við síendurteknar náttúruhamfarir veikist kerfið“

Sérfræðingar spá því að veðurfar sem nú hefur 30-50 ára endurkomutíma verði með aðeins 10 ára endurkomutíma eftir nokkra áratugi. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Elínar Bjarkar Jónasdóttur á loftslagsráðstefnu Vinstri grænna í Grósku í dag. 

Elín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspáa og náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Hún hélt erindi um veðurfar í kjölfar loftslagsbreytinga. 

Endurkomutími styttri

„Ef veður er sérstaklega óvenjulegt, mikil úrkoma á stuttum tíma, miklir þurrkar, hitabylgjur eða kuldaköst er oft rætt um endurkomutíma slíkra veðra. Endurkomutími getur gefið til kynna hvort veðrið sé svo algengt að samfélög þurfi víðtækan undirbúning undir slíka atburði, eða hvort áhættan sé það lítil að ólíklegt sé að veðrið endurtaki sig,” greinir Elín Björk frá í erindi sínu. 

Aldrei hefur hiti jarðar mælst eins mikill og árið 2015. Elín Björk segir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að árið 2040 verði sá hiti nýja meðaltalið. Einnig kom fram að síðustu átta ár, 2015-2022, eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. 

Seigla takmörkuð

„Seigla samfélaga er hins vegar takmörkuð, og við síendurteknar náttúruhamfarir veikist kerfið. Við getum með samþættu átaki dregið úr þeim þrýstingi sem loftslagsbreytingar hafa á hnattræn kerfi, bæði vistkerfi, loftslag og samfélagið allt,” segir í erindinu. 

Í skýrslu vísindanefndar frá árinu 2018 kom fram að greina mætti töluverðar veðurfarsbreytingar á Íslandi síðastliðna áratugi. Einnig var brýnt fyrir mikilvægi þess að lagt væri upp úr aðlögun gagnvart loftslagsbreytingum. 

Úrkomuákefð

Heimildin tók nýlega viðtal við Elínu Björk um áhrif loftslagsbreytinga eftir að nýjasta skýrsla milliríkjanefnda Sameinuðu þjóðanna birtist í mars. 

Þá sagði Elín Björk áhrif loftslagsbreytinga hér á landi birtast í aukinni úrkomuákefð vegna þess að hlýrra loft ber með sér meiri raka. „Og auðvitað meiri hopun jökla og aukin úrkoma hafa áhrif á skriðuhættu, hún eykst. Við erum líka að horfa á landris vegna jöklahopsins og síðan hækkun sjávarmáls annars staðar á landinu. Það er aðeins mismikið sem hlýnar á landinu.“ 

Einnig sagði Elín Björk. „Það er ekkert sem heitir veður án áhrifa frá loftslagsbreytingum. Grunnhlýnunin er orðin það mikil að allt veður sem verður í lofthjúpnum er undir áhrifum af loftslagsbreytingum.“

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
1
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
5
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár