Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Upphæðir hundraðfaldast vegna klúðurs í skráningu íslenskra króna

Af­nám aura í skrán­ing­um ís­lenskra króna í al­þjóð­leg­um kerf­um korta­fyr­ir­tækj­anna Visa og American Express sem tóku gildi í dag hafa ekki geng­ið snurðu­laust fyr­ir sig. Vand­ræð­in ein­skorð­ast við dansk­ar krón­ur og dæmi eru um að Ís­lend­ing­ar í Dan­mörku hafi ver­ið rukk­að­ir um 120 þús­und krón­ur fyr­ir lest­ar­miða í stað 1.200 króna.

Upphæðir hundraðfaldast vegna klúðurs í skráningu íslenskra króna

Í dag tóku í gildi breytingar á hvernig íslenskar krónur eru skráðar í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa International og American Express. Sams konar breytingar verða hjá Mastercard á morgun. Breytingin felur í sér að hætt verður að nota aura, eða tvo aukastafi, við útreikning gengisins. Allar upphæðir verða framvegis í heilum krónum en ekki í aurum. 

Tilgangur breytinganna er að samræma skráninguna við alþjóðlega gjaldmiðlastaðla. Í tilkynningu frá bönkunum til viðskiptavina í vikunni kom fram að breytingarnar hafi verið undirbúnar vel en truflanir geti samt sem áður komið upp, einna helst ef verslað er í íslenskum krónum hjá erlendum aðilum.  

120 þúsund krónur teknar af korti fyrir 1.200 króna lestarmiða

Sú varð raunin og samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hafa upphæðir hundraðfaldast. Þannig voru 120 þúsund krónur teknar af íslensku korti fyrir lestarmiða í Danmörku sem kostaði 1.200 krónur. 

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í samtali við Heimildina að vandræðin einskorðist við danskar krónur og að færslur verði leiðréttar eins fljótt og auðið er. Í tilkynningu á vef bankans segir að um sé að ræða tímabundna truflun í greiðslukerfum í Danmörku vegna breytinga á því hvernig íslenskar krónur eru skráðar í kerfum kortafyrirtækisins Visa International. 

Kortafærslur Indó voru gerðar óvirkar um tíma en opnað hefur verið aftur fyrir kortin.

Indó lokaði fyrir allar greiðslur um tíma þegar ljóst var að í stað þess að fella niður aurana bættust tvö núll við í staðinn. „Við erum að vinna í öllum leiðréttingum á þessum færslum,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó, í samtali við Heimildina.  

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar tengist vandamálið einum færsluhirði í Danmörku sem er með um 80 prósent markaðshlutdeild. Viðskiptavinir allra banka á Íslandi eru hvattir til að hafa samband til að fá færslur leiðréttar.

Í tilkynningu frá alþjóðlega fjártæknifyrirtækinu Rapyd kemur fram að korthafar fá í flestum tilfellum ekki heimild á kortið þar sem færslur margfaldast sem hefur áhrif á heimildir kortanna. Fari færslur í  gegn verða þær leiðréttar. 

Uppfært klukkan 12:48: 

Í nýrri tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að búið er að koma í veg fyrir truflanir á greiðslum með íslenskum greiðslukortum í Danmörku. Ekki er þó útilokað að áfram verði einhverjar truflanir í dag.

„Okkur þykir miður að viðskiptavinir hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Við biðjumst velvirðingar og þökkum fyrir þolinmæðina. Við munum áfram vinna að úrlausn málsins með okkar samstarfsaðilum,“ segir í tilkynningu bankans.

 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
5
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu