Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fyrrverandi eigandi Mandi dæmdur fyrir líkamsárás

Veit­inga­mað­ur­inn Hlal Jarah var í síð­asta mán­uði dæmd­ur fyr­ir að hafa ráð­ist með of­beldi á Kefs­an Fatehi, sleg­ið og spark­að í hana, rif­ið í hár henn­ar og hrint henni. Kefs­an lýsti því í við­tali hvernig Hlal hefði áð­ur ógn­að henni, hót­að henni líf­láti og áreitt hana kyn­ferð­is­lega.

Fyrrverandi eigandi Mandi dæmdur fyrir líkamsárás
Sló, sparkaði, hárreytti og hrinti Hlal Jarah var dæmdur fyrir að ráðast á Kefsan Fatehi en upptökur sýndu hann beita ofbeldinu.

Hlal Jarah, fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Mandi, var í síðasta mánuði dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Var Hlal sakfelldur fyrir að hafa veist með ofbeldi að Kefsan Fatehi á öðrum degi jóla 2020, hrint henni upp að vegg, slegið hana í andlit, rifið í hár hennar, sparkað í hana og hrint henni niður tröppur.

Kefsan er írönsk og stundar meistarnám við mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Hún kom hingað til lands í október árið 2020 og fékk leigt herbergi á efri hæð húss við Veltusund 3b, en á neðri hæðinni er veitingastaðurinn Mandi.

Sló og sparkaði

Kefsan lýsti í viðtali við Eigin konur og í Stundinni að hún hefði sætt áreiti af hálfu Hlal og fleiri manna sem tengdust honum. Þá hefði Hlal hótað henni, meðal annars lífláti, sýnt henni myndir af skotvopnum og sagst vera vel tengdur inn í íslenska lögreglu og við áhrifafólk hér á landi. Þá hefði hún mátti þola illmælgi af hálfu Hlals og kynferðislegri áreitni. Þær lýsingar fengu stoð í frásögn ungs sýrlensks manns sem einnig bjó á efri hæðinni í Veltusundi, sem gekk undir nafninu Hótel Mandi hjá þeim sem þar bjuggu.

„Þá kom hann nær og hrækti á mig, og kallaði mig tík“
Kefsan Fatehi
Um aðdraganda árásarinnar

Árásin átti sér stað í og við húsið í Veltusundi en þangað hafði Kefsan komið til að sækja föggur sínar þar eð hún var að flytja á stúdentagarða. Í viðtalinu lýsir Kefsan því að þegar hún var í þeim erindum hafi Hlal komið þar að gangandi. „Þá kom hann nær og hrækti á mig, og kallaði mig tík. Það var ekki í fysta skipti sem hann kallaði mig tík og ógnaði mér.“

Samkvæmt Kefsan svaraði hún því til að Hlal gæti sjálfur verið tíkarsonur. Við það hafi Hlal tekið á rás og ráðist að henni inni í anddyri hússins. Þar hafi hann rifið í hár hennar og kippt henni til sín. „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað. Síðan henti hann mér út á götu.“

„Olnbogi Hlal fer af krafti í vinstri hluta höfuðs Kefsan“
Úr lögregluskýrslu

Til eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum í og við húsið að Veltusundi og í þeim má sjá atburðarásina og er hún í samræmi við lýsingar Kefsan. Í skýrslu lögreglu þar um segir að á upptökunum sjáist hvernig Kefsan sé hrint aftur á bak upp að vegg og að Hlal virðist snúa upp á hana þannig að hún falli við. „Sjá má á upptökunni að þegar þetta er að gerast að hægri hendi, nánar tiltekið olnbogi Hlal fer af krafti í vinstri hluta höfuðs Kefsan, líkt og Hlal sé að slá frá sér,“ segir í skýrslunni og er því einnig lýst að á upptöku sjáist þegar Hlal sparki í Kefsan.

Í dómnum er tilgreint að vitnisburður Kefsan hafi frá upphafi verið stöðugur og fái stoð í upptökunum en þær hafi ríkt sönnunargildi. Framburður Hlal hafi hins vegar í heild sinni verið ósannfærandi. Við árásina hafi Kefsan hlotið meiðsl, meðal annars tognun á kjálkalið, hálshrygg og öxl.

Samkvæmt dómsorði var Hlal því gerður 30 daga fangelsisdómur, skilorðsbundinn til tveggja ára, auk þess sem honum var gert að greiða Kefsan 400 þúsund krónur í miskabætur auk sakarkostnaðar, alls ríflega 2,2 milljónir króna.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár