Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Auglýsingasalar RÚV fá 13 prósent hærri laun að meðaltali en aðrir starfsmenn

Launamun­ur milli þeirra sem starfa við aug­lýs­inga­sölu hjá RÚV og annarra inn­an sam­stæð­unn­ar dregst sam­an milli ára. Dótt­ur­fé­lag­ið RÚV sala velti 2,8 millj­örð­um í fyrra og átti eig­ið fé upp á 355 millj­ón­ir um síð­ustu ára­mót.

Auglýsingasalar RÚV fá 13 prósent hærri laun að meðaltali en aðrir starfsmenn
Efstaleiti Samstæða ríkismiðilsins tapaði 164 milljónum króna á síðasta ári þrátt fyrir að auglýsingatekjur hafi aukist umtalsvert milli ára.

RÚV sala ehf., dótt­ur­fé­lag RÚV sem ber ábyrgð á allri sölu sem rík­is­fjöl­mið­il­inn skil­greinir sem tekju­aflandi sam­keppn­is­rekst­ur, velti 2,8 milljörðum króna á síðasta ári. Rekstrartekjur félagsins voru 18 prósent hærri á árinu 2022 en á árinu 2021. 

Hagn­aður af rekstri RÚV sölu, það sem sat eftir inni í dótt­ur­fé­lag­inu eftir að það var búið að gjald­færa við­skipti við móð­ur­fé­lag sitt upp á tæpa 2,4 millj­arða króna, greiða laun starfs­manna og borga tekjuskatt, var 170 millj­ónir króna á árinu 2022. Hagnaðurinn jókst um 37 prósent milli ára. 

Þetta kemur fram í ársreikningi RÚV sölu sem Heimildin hefur fengið afhentan. Þar segir áframhaldandi bati hafi orðið á rekstri félagsins á árinu 2022 og að tekjur hafi verið sambærilegar og árin á undan heimsfaraldri kórónaveirunnar. Þá séu horfur félagsins á árinu 2023 „ágætar þótt áætlun geri ráð fyrir aðeins minni tekjum, enda ekki eins mikið af stórviðburðum á árinu.“

Í samstæðureikningi RÚV, sem birtur var opinberlega fyrir skemmstu, kom fram að þorri tekna RÚV sölu hafi verið vegna sölu auglýsinga og kostanna. Þær jukust um 372 milljónir króna milli ára og voru um 2,4 milljarðar króna. Heimildin greindi frá því í síðustu viku að þær hefðu aukist um 774 milljónir króna á tveimur árum eða um 48 prósent. 

Safnað upp 355 milljónum í eigið fé á tveimur árum

Í ársreikningnum kemur fram að gjaldfærð viðskipti við móðurfélagið RÚV hafi numið rúmlega 2,3 milljörðum króna. Það þýðir að RÚV sala heldur eftir hluta af þeim tekjum sem félagið aflar. Þeim tekjum er annars vegar ráðstafað í laun og launatengdan kostnað fyrir þau 17 stöðugildi sem starfa hjá RÚV sölu og hafa það hlutverk að afla RÚV-samstæðunni samkeppnistekna. Hins vegar liggja þær inni í félaginu sem óráðstafað eigið fé. Rúv sala, sem tók til starfa í byrjun árs 2020, átti eigið fé upp á 355,3 milljónir króna um síðustu áramót. 

Alls greiddi RÚV sala 225,5 milljónir króna í laun og launatengd gjöld á síðasta ári. Það er aðeins lægri fjárhæð en félagið greiddi ári áður, þegar 16 stöðugildi fengi 227 milljónir króna í heildarlaun. 

Meðallaun auglýsingasala dragast lítillega saman

Það þýðir að meðaltal kostnaðar vegna launa og launatengdra gjalda á hvert stöðugildi á mánuði á árinu 2022 hjá RÚV sölu var 1.105 þúsund krónur, sem er tæplega sjö prósent lægri meðallaun en árið áður. Einar Logi Vign­is­son, fram­kvæmda­stjóri RÚV sölu, hækkaði um 2,4 prósent í launum milli ára og var með um 1.733 þúsund krónur í heild­ar­launa­kostnað að með­al­tali á mánuði. 

Hjá RÚV sam­stæð­unni allri störf­uðu 254 í fyrra og heild­ar­kostn­aður vegna launa og líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna var 3,2 millj­arðar króna á árinu 2022. Þegar kostn­aður við heild­ar­laun og líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur starfs­manna RÚV sölu er dreg­inn frá launa­kostn­aði RÚV-­sam­stæð­unnar er með­al­tals­kostn­aður á hvern eft­ir­stand­andi starfs­mann 980 þús­und krón­ur á mánuði. Því eru með­al­launa­kostn­aður starfs­manna RÚV sölu um 13 pró­sent hærri en með­al­tal launa­kostn­aðar allra ann­arra starfs­manna RÚV-­sam­stæð­unn­ar. Það er minni launamunur en var 2021, þegar meðaltalslaun sölufélagsins voru 21 prósent hærri en annarra RÚV starfsmanna. 

Útvarpsstjórinn með 2,7 milljónir á mánuði

Þeim launum er þó nokkuð mis­skipt innan RÚV en Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri er til að mynda með 2,7 millj­ónir króna í heild­ar­laun og líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur í fyrra. Laun hans hækkuðu um 8,7 prósent milli ára, eða um 217 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Í tekjublaði Frjálsrar verslunar á sem kom út á síðasta ári kom fram að tólf starfs­menn RÚV væru yfir eina milljón króna á mán­uði í laun árið 2021 og sá þrett­ándi var með 998 þús­und krónur í laun. 

RÚV er rekið í sam­ræmi við þjón­ustu­samn­ing sem gerður er við það ráðu­neyti sem fer með mál­efni fjöl­miðla hverju sinni. Nú er það ráðu­neyti menningar- og viðskiptamála sem stýrt er af Lilju Alfreðs­dótt­ur. Nýr þjón­ustu­samn­ingur var und­ir­rit­aður í lok árs 2020 og lát­inn gilda aft­ur­virkt frá 1. jan­úar á því ári. Hann rennur út í lok þessa árs. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það þarf að breita RUV Rikið þarf að hætta vera með Klædnar a þessari Stofnun ruv a ekki að vera a Auglysinga markaði. Ras 2 þarf að Selja eða hafa mannlausa stöð Tölfa getur seð um Usendingar og Lagaval Gerfigreynd, Frettir samtengdar. Þarna er buið að Hruga folki inn sem i reynd mætti Sleppa. Ras 1 er meningar stöð hun dugar RUV.
    Þarna er Spilling og Politik. Kvi hætti Helgi Seljan og FL. Sanlekurinn ma ekki Heirast.
    Þessi Steinsteipu Höll a Haaleytinu er of stor. Það Hus ma selja og finna minna Husrimi
    Sem hentar betur. Rikisrekin Fjölmiðil er að keppa við Einkaframtakið. Ef þetta heldur afram að þenjast ut i skjoli Politikur og Valdnyðslu Gengur RUV að Frjalsri Fjölmiðlun Dauðri. Blöð HÆTTA og Einkareknar Utvarpstöðvar lika. RUV þarf að draga saman SEGLIN.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
5
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár