Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið rannsakar nú ásakanir um einelti í Menntasjóði námsmanna, sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna. Ásakanirnar snúa að framkvæmdastjóra sjóðsins, Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur, og samskiptum við starfsmann stofnunarinnar. Sálfræðiþjónustan Líf og sál gerði skýrslu um málið og komst að þeirri niðurstöðu í desember að um langvinnt einelti í garð starfsmannsins hafi verið að ræða.
„Ráðuneytið hefur haft málin til athugunar og notið til þess aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga“
Í svari frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að utanaðkomandi sérfræðingar hafi verið fengnir til að rannsaka málið. „Ráðuneytið hefur haft málin til athugunar og notið til þess aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga. Athugun ráðuneytisins er ólokið.“
Stjórnarformaður Menntasjóðsins, Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, segir að mál, tengt einum einstaklingi, hafi komið inn á borð stjórnarinnar. Hún segir að stjórnin hafi látið vinna lögfræðiálit um hvað hún gæti gert í því auk þess sem meðlimir hennar hafi fengið …
Athugasemdir (5)