Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1105. spurningaþraut: Sjálfstæðismenn og Bucks Fizz

1105. spurningaþraut: Sjálfstæðismenn og Bucks Fizz

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu margir þingmenn sitja á Alþingi Íslendinga?

2.  Sjálfstæðisflokkurinn á nú stærsta þingflokkinn. Hversu margir eru Sjálfstæðismenn á þingi (að meðtöldum einum Miðflokksmanni sem flokknum bættist eftir síðustu kosningar)? Hér má muna einum til eða frá.

3.  Í hvaða landi er höfuðborgin Tirana?

4.  Í hvaða sögum og bíómyndum er Katniss Everdeen aðalpersóna?

5.  Í hvaða heimsálfu er mikil slétta sem kölluð er Pampas?

6.  Frá hvaða landi er fótboltakappinn Erling Haaland?

7.  Hvað eiga þessir bresku tónlistarmenn og hljómsveitir sameiginlegt (og aðeins þau): Sandie Shaw, Lulu, Brotherhood of Man, Bucks Fizz og Katrina and the Waves?

8.  „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið. / Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg / af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið / á bak við veruleikans köldu ró.“ Hver orti þetta?

9.  Samvæmt gömlu tímatali, hvenær er þá lágnætti?

10.  Eitt elsta menningarrit landsins sem enn kemur út hóf göngu síðan 1874 og er nú gefið út einu sinni á ári á vegum Hins íslenska þjóðvinafélags. Hvað nefnist tímaritið?

***

Seinni aukaspurning:

En úr hvaða bíómynd er þetta skjáskot hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  63.

2.  Þeir eru 17 svo rétt er 16-18.

3.  Albaníu.

4.  Hungurleikunum, Hunger Games.

5.  Suður-Ameríku.

6.  Noregi.

7.  Þau hafa öll unnið Eurovision fyrir hönd Bretlands.

8.  Steinn Steinarr.

9.  Um miðnætti.

10.  Andvari.

***

Svör við aukaspurningum:

Efra skjáskotið er úr King Kong frá 1933.

Það neðra er úr Silence of the Lambs.

Jodie Foster og Anthony Hopkins í Lambaþögninni
Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár