Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hversu margir þingmenn sitja á Alþingi Íslendinga?
2. Sjálfstæðisflokkurinn á nú stærsta þingflokkinn. Hversu margir eru Sjálfstæðismenn á þingi (að meðtöldum einum Miðflokksmanni sem flokknum bættist eftir síðustu kosningar)? Hér má muna einum til eða frá.
3. Í hvaða landi er höfuðborgin Tirana?
4. Í hvaða sögum og bíómyndum er Katniss Everdeen aðalpersóna?
5. Í hvaða heimsálfu er mikil slétta sem kölluð er Pampas?
6. Frá hvaða landi er fótboltakappinn Erling Haaland?
7. Hvað eiga þessir bresku tónlistarmenn og hljómsveitir sameiginlegt (og aðeins þau): Sandie Shaw, Lulu, Brotherhood of Man, Bucks Fizz og Katrina and the Waves?
8. „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið. / Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg / af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið / á bak við veruleikans köldu ró.“ Hver orti þetta?
9. Samvæmt gömlu tímatali, hvenær er þá lágnætti?
10. Eitt elsta menningarrit landsins sem enn kemur út hóf göngu síðan 1874 og er nú gefið út einu sinni á ári á vegum Hins íslenska þjóðvinafélags. Hvað nefnist tímaritið?
***
Seinni aukaspurning:
En úr hvaða bíómynd er þetta skjáskot hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. 63.
2. Þeir eru 17 svo rétt er 16-18.
3. Albaníu.
4. Hungurleikunum, Hunger Games.
5. Suður-Ameríku.
6. Noregi.
7. Þau hafa öll unnið Eurovision fyrir hönd Bretlands.
8. Steinn Steinarr.
9. Um miðnætti.
10. Andvari.
***
Svör við aukaspurningum:
Efra skjáskotið er úr King Kong frá 1933.
Það neðra er úr Silence of the Lambs.
Athugasemdir