Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1105. spurningaþraut: Sjálfstæðismenn og Bucks Fizz

1105. spurningaþraut: Sjálfstæðismenn og Bucks Fizz

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu margir þingmenn sitja á Alþingi Íslendinga?

2.  Sjálfstæðisflokkurinn á nú stærsta þingflokkinn. Hversu margir eru Sjálfstæðismenn á þingi (að meðtöldum einum Miðflokksmanni sem flokknum bættist eftir síðustu kosningar)? Hér má muna einum til eða frá.

3.  Í hvaða landi er höfuðborgin Tirana?

4.  Í hvaða sögum og bíómyndum er Katniss Everdeen aðalpersóna?

5.  Í hvaða heimsálfu er mikil slétta sem kölluð er Pampas?

6.  Frá hvaða landi er fótboltakappinn Erling Haaland?

7.  Hvað eiga þessir bresku tónlistarmenn og hljómsveitir sameiginlegt (og aðeins þau): Sandie Shaw, Lulu, Brotherhood of Man, Bucks Fizz og Katrina and the Waves?

8.  „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið. / Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg / af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið / á bak við veruleikans köldu ró.“ Hver orti þetta?

9.  Samvæmt gömlu tímatali, hvenær er þá lágnætti?

10.  Eitt elsta menningarrit landsins sem enn kemur út hóf göngu síðan 1874 og er nú gefið út einu sinni á ári á vegum Hins íslenska þjóðvinafélags. Hvað nefnist tímaritið?

***

Seinni aukaspurning:

En úr hvaða bíómynd er þetta skjáskot hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  63.

2.  Þeir eru 17 svo rétt er 16-18.

3.  Albaníu.

4.  Hungurleikunum, Hunger Games.

5.  Suður-Ameríku.

6.  Noregi.

7.  Þau hafa öll unnið Eurovision fyrir hönd Bretlands.

8.  Steinn Steinarr.

9.  Um miðnætti.

10.  Andvari.

***

Svör við aukaspurningum:

Efra skjáskotið er úr King Kong frá 1933.

Það neðra er úr Silence of the Lambs.

Jodie Foster og Anthony Hopkins í Lambaþögninni
Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár