Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1102. spurningaþraut: Hver leikur þar Hamlet Danaprins?

1102. spurningaþraut: Hver leikur þar Hamlet Danaprins?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá fyrstu konuna sem lék Hamlet bæði á sviði og í kvikmynd. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða hljómsveit söng fyrst og lék lagið um „Fyrsta kossinn“? 

2.  Hvar eru fræflar og frævur?

3.  Í fangelsi í Frakklandi situr 73 ára gamall karl og mun sitja til æviloka. Hann er hryðjuverkamaður frá Suður-Ameríku, ber ábyrgð á fjölda manndrápa, heitir Ilich Ramírez Sánchez en hefur oftast verið kallaður öðru af tveimur viðurnefnum. Hver eru þau? Nefna þarf bæði.

4.  Í hvaða Afríkulandi heitir höfuðborgin Khartúm?

5.  Í hvaða matarmenningu er naan-brauð upprunnið?

6.  Ein íþrótt hefur verið stunduð á tunglinu. Það gerði bandaríski geimfarinn Alan Shepherd árið 1971. Hvaða íþrótt stundaði hann?

7.  Árið 1874 hófst eldgos sem myndaði að lyktum nýtt stöðuvatn á Íslandi. Hvað heitir það vatn?

8.  Hver leikstýrði kvikmyndunum þremur um Guðföðurinn?

9.  Enska sagnorðið „lead“ þýðir að leiða eða fara fyrir. En hver er algengasta merking nafnorðsins „lead“?

10.  Sylwia Zajkowska braut blað í sögu kvenna í Reykjavík í júní í fyrra. Hvernig þá?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá sólina. Undir merkjum hvaða listastefnu er þessi mynd gerð?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hljómar.

2.  Í blómum.

3.  Carlos og Sjakalinn.

4.  Súdan.

5.  Inverskri.

6.  Golf.

7.  Öskjuvatn.

8.  Coppola.

9.  Blý.

10.  Hún var fyrsta erlenda konan sem kom fram sem fjallkona á Austurvelli. Áður hafði Aldís Amah Hamilton komið þar fram sem fjallkona en hún er af erlendum uppruna að hluta.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Sarah Bernhardt.

Neðri myndin flokkast til kúbisma.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár