Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1102. spurningaþraut: Hver leikur þar Hamlet Danaprins?

1102. spurningaþraut: Hver leikur þar Hamlet Danaprins?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá fyrstu konuna sem lék Hamlet bæði á sviði og í kvikmynd. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða hljómsveit söng fyrst og lék lagið um „Fyrsta kossinn“? 

2.  Hvar eru fræflar og frævur?

3.  Í fangelsi í Frakklandi situr 73 ára gamall karl og mun sitja til æviloka. Hann er hryðjuverkamaður frá Suður-Ameríku, ber ábyrgð á fjölda manndrápa, heitir Ilich Ramírez Sánchez en hefur oftast verið kallaður öðru af tveimur viðurnefnum. Hver eru þau? Nefna þarf bæði.

4.  Í hvaða Afríkulandi heitir höfuðborgin Khartúm?

5.  Í hvaða matarmenningu er naan-brauð upprunnið?

6.  Ein íþrótt hefur verið stunduð á tunglinu. Það gerði bandaríski geimfarinn Alan Shepherd árið 1971. Hvaða íþrótt stundaði hann?

7.  Árið 1874 hófst eldgos sem myndaði að lyktum nýtt stöðuvatn á Íslandi. Hvað heitir það vatn?

8.  Hver leikstýrði kvikmyndunum þremur um Guðföðurinn?

9.  Enska sagnorðið „lead“ þýðir að leiða eða fara fyrir. En hver er algengasta merking nafnorðsins „lead“?

10.  Sylwia Zajkowska braut blað í sögu kvenna í Reykjavík í júní í fyrra. Hvernig þá?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá sólina. Undir merkjum hvaða listastefnu er þessi mynd gerð?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hljómar.

2.  Í blómum.

3.  Carlos og Sjakalinn.

4.  Súdan.

5.  Inverskri.

6.  Golf.

7.  Öskjuvatn.

8.  Coppola.

9.  Blý.

10.  Hún var fyrsta erlenda konan sem kom fram sem fjallkona á Austurvelli. Áður hafði Aldís Amah Hamilton komið þar fram sem fjallkona en hún er af erlendum uppruna að hluta.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Sarah Bernhardt.

Neðri myndin flokkast til kúbisma.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár