Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1100. spurningaþraut: Þemaþraut um Kanada

1100. spurningaþraut: Þemaþraut um Kanada

Þema dagsins er Kanada.

Fyrri aukaspurning: Hvaða kanadísku konu má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða borg í Kanada varð þungamiðja Íslendingabyggðar þar á ofanverðri 19. öld og er raunar enn?

2.  Hvað er merkilegt við staðinn L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi?

3.  Um þessar mundir eru tvær konur líklega frægustu rithöfundar Kanada. Önnur skrifaði vísindaskáldsögu eða öllu heldur framtíðarspá sem varð metsölubók. Ekki dró úr vinsældum bókarinnar þegar feykivinsæl sjónvarpssería var gerð eftir bókinni. — Hin fékk Nóbelsverðlaun 2013, fyrst kanadískra höfunda, og er einkum fræg fyrir smásögur. Nefnið aðra þessara kvenna. Ef þið hafið bæði nöfnin rétt, þá fæst aukastig.

4.  Hvað heitir svo höfuðborgin í Kanada?

5.  Á fána Kanada er laufblað. Af hvaða tré er það laufblað?

6.  Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada er sonur karls sem einnig gegndi sama embætti. Hvað hét pabbinn að fornafni?

7.  Hvað heitir stærsti flóinn við Kanada?

8.  Nelly Furtado — k.d.lang — Avril Levigne — Joni Mitchell — Alanis Morrisette — Taylor Swift — Shania Twain. Hver af þessum söngkonum er EKKI kanadísk? Tekið skal fram að það gildir um aðeins eina þeirra.

9.  Mikill fjöldi eyja tilheyrir Kanada. Hvað heitir sú stærsta?

10.  Hversu margir eru íbúar Kanada nokkurn veginn? Eru þeir 10 milljónir — 40 milljónir — 70 milljónir — eða 110 milljónir?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá fyrir miðju þriðju fjölmennustu borg Kanada úr lofti. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Winnipeg.

2.  Þar hafa fundist rústir af byggð norrænna manna.

3.  Atwood er sú fyrri (skrifaði Sögu þernunnar), Munro sú síðari og fékk Nóbelsverðlaunin.

4.  Ottawa.

5.  Hlynur.

6.  Pierre.

7.  Hudson.

8.  Taylor Swift er ekki kanadísk.

9.  Baffinsland.

10.  40 milljónir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Celine Dion.

Á neðri mynd er Vancouver.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu