Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1100. spurningaþraut: Þemaþraut um Kanada

1100. spurningaþraut: Þemaþraut um Kanada

Þema dagsins er Kanada.

Fyrri aukaspurning: Hvaða kanadísku konu má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða borg í Kanada varð þungamiðja Íslendingabyggðar þar á ofanverðri 19. öld og er raunar enn?

2.  Hvað er merkilegt við staðinn L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi?

3.  Um þessar mundir eru tvær konur líklega frægustu rithöfundar Kanada. Önnur skrifaði vísindaskáldsögu eða öllu heldur framtíðarspá sem varð metsölubók. Ekki dró úr vinsældum bókarinnar þegar feykivinsæl sjónvarpssería var gerð eftir bókinni. — Hin fékk Nóbelsverðlaun 2013, fyrst kanadískra höfunda, og er einkum fræg fyrir smásögur. Nefnið aðra þessara kvenna. Ef þið hafið bæði nöfnin rétt, þá fæst aukastig.

4.  Hvað heitir svo höfuðborgin í Kanada?

5.  Á fána Kanada er laufblað. Af hvaða tré er það laufblað?

6.  Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada er sonur karls sem einnig gegndi sama embætti. Hvað hét pabbinn að fornafni?

7.  Hvað heitir stærsti flóinn við Kanada?

8.  Nelly Furtado — k.d.lang — Avril Levigne — Joni Mitchell — Alanis Morrisette — Taylor Swift — Shania Twain. Hver af þessum söngkonum er EKKI kanadísk? Tekið skal fram að það gildir um aðeins eina þeirra.

9.  Mikill fjöldi eyja tilheyrir Kanada. Hvað heitir sú stærsta?

10.  Hversu margir eru íbúar Kanada nokkurn veginn? Eru þeir 10 milljónir — 40 milljónir — 70 milljónir — eða 110 milljónir?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá fyrir miðju þriðju fjölmennustu borg Kanada úr lofti. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Winnipeg.

2.  Þar hafa fundist rústir af byggð norrænna manna.

3.  Atwood er sú fyrri (skrifaði Sögu þernunnar), Munro sú síðari og fékk Nóbelsverðlaunin.

4.  Ottawa.

5.  Hlynur.

6.  Pierre.

7.  Hudson.

8.  Taylor Swift er ekki kanadísk.

9.  Baffinsland.

10.  40 milljónir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Celine Dion.

Á neðri mynd er Vancouver.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár