Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1100. spurningaþraut: Þemaþraut um Kanada

1100. spurningaþraut: Þemaþraut um Kanada

Þema dagsins er Kanada.

Fyrri aukaspurning: Hvaða kanadísku konu má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða borg í Kanada varð þungamiðja Íslendingabyggðar þar á ofanverðri 19. öld og er raunar enn?

2.  Hvað er merkilegt við staðinn L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi?

3.  Um þessar mundir eru tvær konur líklega frægustu rithöfundar Kanada. Önnur skrifaði vísindaskáldsögu eða öllu heldur framtíðarspá sem varð metsölubók. Ekki dró úr vinsældum bókarinnar þegar feykivinsæl sjónvarpssería var gerð eftir bókinni. — Hin fékk Nóbelsverðlaun 2013, fyrst kanadískra höfunda, og er einkum fræg fyrir smásögur. Nefnið aðra þessara kvenna. Ef þið hafið bæði nöfnin rétt, þá fæst aukastig.

4.  Hvað heitir svo höfuðborgin í Kanada?

5.  Á fána Kanada er laufblað. Af hvaða tré er það laufblað?

6.  Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada er sonur karls sem einnig gegndi sama embætti. Hvað hét pabbinn að fornafni?

7.  Hvað heitir stærsti flóinn við Kanada?

8.  Nelly Furtado — k.d.lang — Avril Levigne — Joni Mitchell — Alanis Morrisette — Taylor Swift — Shania Twain. Hver af þessum söngkonum er EKKI kanadísk? Tekið skal fram að það gildir um aðeins eina þeirra.

9.  Mikill fjöldi eyja tilheyrir Kanada. Hvað heitir sú stærsta?

10.  Hversu margir eru íbúar Kanada nokkurn veginn? Eru þeir 10 milljónir — 40 milljónir — 70 milljónir — eða 110 milljónir?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá fyrir miðju þriðju fjölmennustu borg Kanada úr lofti. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Winnipeg.

2.  Þar hafa fundist rústir af byggð norrænna manna.

3.  Atwood er sú fyrri (skrifaði Sögu þernunnar), Munro sú síðari og fékk Nóbelsverðlaunin.

4.  Ottawa.

5.  Hlynur.

6.  Pierre.

7.  Hudson.

8.  Taylor Swift er ekki kanadísk.

9.  Baffinsland.

10.  40 milljónir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Celine Dion.

Á neðri mynd er Vancouver.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár