Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1098. spurningaþraut: Hér er í fyrsta sinn spurt um Notorious B.I.G.

1098. spurningaþraut: Hér er í fyrsta sinn spurt um Notorious B.I.G.

Fyrri aukaspurning:

Fyrir 53 árum kom út hljómplata sem hafði að geyma músík úr vinsælli leiksýningu. Hvað hét hljómsveitin?

***

Aðalspurningar:

1.  Í framhaldi af aukaspurningunni hér að ofan: Um hvern fjallaði leiksýningin?

2.  Hvað er elsta tennismót í heimi sem enn er háð?

3.  Hvað heitir tónlistarkonan sem „hefur heillað heimsbyggðina með seiðandi rödd sinni og lagasmíðum sem kallast á við gömlu meistara jazzins en bera líka með sér ferska strauma samtímadægurtónlistar“. Hún hefur komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við Jimmy Kimmel Live ásamt því að starfa með Fílharmóníusveit Lundúna og Sinfóníuhljómsveit Íslands?

4.  „Heyr himna smiður ...“ Hvað á himnasmiðurinn að heyra?

5.  Hver orti þetta ljóð?

6.  En hver samdi lagið sem þetta ljóð er oftast sungið við?

7.  Alderney, Brecqhou, Guersney, Herm, Jersey, Jethou, Sark. Hvaða fyrirbæri eru þetta?

8.  Christopher George Latore Wallace, öðru nafni Notorious B.I.G, var skotinn til bana aðeins 24 ára gamall árið 1997. Hvað fékkst hann við í lífinu? Svarið þarf að vera all nákvæmt.

9.  Réttum 49 dögum eftir eina mestu hátíð kristindómsins, þá er haldin önnur hátíð sem kristnir menn hafa líka í heiðri. Hvað heitir sú seinni?

10.  Hvað er eða var lóbótómía?

***

Seinni aukaspurning:

Skoðið vandlega myndina hér að neðan. Faðir karls þessa var guð, móðir hans dauðleg kona. Sjálfur varð hann guð, en yfir hverju?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jörund hundadagakonung.

2.  Wimbledon.

3.  Laufey.

4.  „... hvers skáldið biður.“

5.  Kolbeinn Tumason.

6.  Þorkel Sigurbjörnsson.

7.  Ermarsundseyjarnar.

8.  Rapp. Tónlist eitt og sér dugar ekki.

9.  Hvítasunna.

10.  Skurðaðgerð á heila, sem átti að bæta líðan geðsjúklinga en gerði það nálega aldrei. Nefna þarf skurðaðgerð, heila og geðsjúkdóma til að fá stig.

***

Svör við aukaspurningum:

Tríóið sem gaf út plötuna á efri mynd hét Þrjú á palli.

Á neðri myndinni er hinn gríski guð læknislistarinnar. Hann heitir reyndar Asklepíus en í þetta sinn beinist athyglin aðeins að læknislistinni.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár