Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1098. spurningaþraut: Hér er í fyrsta sinn spurt um Notorious B.I.G.

1098. spurningaþraut: Hér er í fyrsta sinn spurt um Notorious B.I.G.

Fyrri aukaspurning:

Fyrir 53 árum kom út hljómplata sem hafði að geyma músík úr vinsælli leiksýningu. Hvað hét hljómsveitin?

***

Aðalspurningar:

1.  Í framhaldi af aukaspurningunni hér að ofan: Um hvern fjallaði leiksýningin?

2.  Hvað er elsta tennismót í heimi sem enn er háð?

3.  Hvað heitir tónlistarkonan sem „hefur heillað heimsbyggðina með seiðandi rödd sinni og lagasmíðum sem kallast á við gömlu meistara jazzins en bera líka með sér ferska strauma samtímadægurtónlistar“. Hún hefur komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við Jimmy Kimmel Live ásamt því að starfa með Fílharmóníusveit Lundúna og Sinfóníuhljómsveit Íslands?

4.  „Heyr himna smiður ...“ Hvað á himnasmiðurinn að heyra?

5.  Hver orti þetta ljóð?

6.  En hver samdi lagið sem þetta ljóð er oftast sungið við?

7.  Alderney, Brecqhou, Guersney, Herm, Jersey, Jethou, Sark. Hvaða fyrirbæri eru þetta?

8.  Christopher George Latore Wallace, öðru nafni Notorious B.I.G, var skotinn til bana aðeins 24 ára gamall árið 1997. Hvað fékkst hann við í lífinu? Svarið þarf að vera all nákvæmt.

9.  Réttum 49 dögum eftir eina mestu hátíð kristindómsins, þá er haldin önnur hátíð sem kristnir menn hafa líka í heiðri. Hvað heitir sú seinni?

10.  Hvað er eða var lóbótómía?

***

Seinni aukaspurning:

Skoðið vandlega myndina hér að neðan. Faðir karls þessa var guð, móðir hans dauðleg kona. Sjálfur varð hann guð, en yfir hverju?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jörund hundadagakonung.

2.  Wimbledon.

3.  Laufey.

4.  „... hvers skáldið biður.“

5.  Kolbeinn Tumason.

6.  Þorkel Sigurbjörnsson.

7.  Ermarsundseyjarnar.

8.  Rapp. Tónlist eitt og sér dugar ekki.

9.  Hvítasunna.

10.  Skurðaðgerð á heila, sem átti að bæta líðan geðsjúklinga en gerði það nálega aldrei. Nefna þarf skurðaðgerð, heila og geðsjúkdóma til að fá stig.

***

Svör við aukaspurningum:

Tríóið sem gaf út plötuna á efri mynd hét Þrjú á palli.

Á neðri myndinni er hinn gríski guð læknislistarinnar. Hann heitir reyndar Asklepíus en í þetta sinn beinist athyglin aðeins að læknislistinni.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár