Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1098. spurningaþraut: Hér er í fyrsta sinn spurt um Notorious B.I.G.

1098. spurningaþraut: Hér er í fyrsta sinn spurt um Notorious B.I.G.

Fyrri aukaspurning:

Fyrir 53 árum kom út hljómplata sem hafði að geyma músík úr vinsælli leiksýningu. Hvað hét hljómsveitin?

***

Aðalspurningar:

1.  Í framhaldi af aukaspurningunni hér að ofan: Um hvern fjallaði leiksýningin?

2.  Hvað er elsta tennismót í heimi sem enn er háð?

3.  Hvað heitir tónlistarkonan sem „hefur heillað heimsbyggðina með seiðandi rödd sinni og lagasmíðum sem kallast á við gömlu meistara jazzins en bera líka með sér ferska strauma samtímadægurtónlistar“. Hún hefur komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við Jimmy Kimmel Live ásamt því að starfa með Fílharmóníusveit Lundúna og Sinfóníuhljómsveit Íslands?

4.  „Heyr himna smiður ...“ Hvað á himnasmiðurinn að heyra?

5.  Hver orti þetta ljóð?

6.  En hver samdi lagið sem þetta ljóð er oftast sungið við?

7.  Alderney, Brecqhou, Guersney, Herm, Jersey, Jethou, Sark. Hvaða fyrirbæri eru þetta?

8.  Christopher George Latore Wallace, öðru nafni Notorious B.I.G, var skotinn til bana aðeins 24 ára gamall árið 1997. Hvað fékkst hann við í lífinu? Svarið þarf að vera all nákvæmt.

9.  Réttum 49 dögum eftir eina mestu hátíð kristindómsins, þá er haldin önnur hátíð sem kristnir menn hafa líka í heiðri. Hvað heitir sú seinni?

10.  Hvað er eða var lóbótómía?

***

Seinni aukaspurning:

Skoðið vandlega myndina hér að neðan. Faðir karls þessa var guð, móðir hans dauðleg kona. Sjálfur varð hann guð, en yfir hverju?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jörund hundadagakonung.

2.  Wimbledon.

3.  Laufey.

4.  „... hvers skáldið biður.“

5.  Kolbeinn Tumason.

6.  Þorkel Sigurbjörnsson.

7.  Ermarsundseyjarnar.

8.  Rapp. Tónlist eitt og sér dugar ekki.

9.  Hvítasunna.

10.  Skurðaðgerð á heila, sem átti að bæta líðan geðsjúklinga en gerði það nálega aldrei. Nefna þarf skurðaðgerð, heila og geðsjúkdóma til að fá stig.

***

Svör við aukaspurningum:

Tríóið sem gaf út plötuna á efri mynd hét Þrjú á palli.

Á neðri myndinni er hinn gríski guð læknislistarinnar. Hann heitir reyndar Asklepíus en í þetta sinn beinist athyglin aðeins að læknislistinni.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
5
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár