Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1098. spurningaþraut: Hér er í fyrsta sinn spurt um Notorious B.I.G.

1098. spurningaþraut: Hér er í fyrsta sinn spurt um Notorious B.I.G.

Fyrri aukaspurning:

Fyrir 53 árum kom út hljómplata sem hafði að geyma músík úr vinsælli leiksýningu. Hvað hét hljómsveitin?

***

Aðalspurningar:

1.  Í framhaldi af aukaspurningunni hér að ofan: Um hvern fjallaði leiksýningin?

2.  Hvað er elsta tennismót í heimi sem enn er háð?

3.  Hvað heitir tónlistarkonan sem „hefur heillað heimsbyggðina með seiðandi rödd sinni og lagasmíðum sem kallast á við gömlu meistara jazzins en bera líka með sér ferska strauma samtímadægurtónlistar“. Hún hefur komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við Jimmy Kimmel Live ásamt því að starfa með Fílharmóníusveit Lundúna og Sinfóníuhljómsveit Íslands?

4.  „Heyr himna smiður ...“ Hvað á himnasmiðurinn að heyra?

5.  Hver orti þetta ljóð?

6.  En hver samdi lagið sem þetta ljóð er oftast sungið við?

7.  Alderney, Brecqhou, Guersney, Herm, Jersey, Jethou, Sark. Hvaða fyrirbæri eru þetta?

8.  Christopher George Latore Wallace, öðru nafni Notorious B.I.G, var skotinn til bana aðeins 24 ára gamall árið 1997. Hvað fékkst hann við í lífinu? Svarið þarf að vera all nákvæmt.

9.  Réttum 49 dögum eftir eina mestu hátíð kristindómsins, þá er haldin önnur hátíð sem kristnir menn hafa líka í heiðri. Hvað heitir sú seinni?

10.  Hvað er eða var lóbótómía?

***

Seinni aukaspurning:

Skoðið vandlega myndina hér að neðan. Faðir karls þessa var guð, móðir hans dauðleg kona. Sjálfur varð hann guð, en yfir hverju?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jörund hundadagakonung.

2.  Wimbledon.

3.  Laufey.

4.  „... hvers skáldið biður.“

5.  Kolbeinn Tumason.

6.  Þorkel Sigurbjörnsson.

7.  Ermarsundseyjarnar.

8.  Rapp. Tónlist eitt og sér dugar ekki.

9.  Hvítasunna.

10.  Skurðaðgerð á heila, sem átti að bæta líðan geðsjúklinga en gerði það nálega aldrei. Nefna þarf skurðaðgerð, heila og geðsjúkdóma til að fá stig.

***

Svör við aukaspurningum:

Tríóið sem gaf út plötuna á efri mynd hét Þrjú á palli.

Á neðri myndinni er hinn gríski guð læknislistarinnar. Hann heitir reyndar Asklepíus en í þetta sinn beinist athyglin aðeins að læknislistinni.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu