Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Leggja fram frumvarp sem heimilar Gunnari Nelson að berjast á heimavelli

Fjór­ir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks og þrír þing­menn Við­reisn­ar hafa lagt fram frum­varp sem mun greiða leið bar­dag­aí­þrótta hér á landi. Verði frum­varp­ið sam­þykkt gæti Gunn­ar Nel­son bar­ist á heima­velli.

Leggja fram frumvarp sem heimilar Gunnari Nelson að berjast á heimavelli
Frelsi einstaklingsins Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kíkti við hjá Mjölni MMA á dögunum. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem leyfir skipulagðar keppnir í bardagaíþróttum. Gunnar Nelson virtist ánægður með heimsókn þingmannsins. Mynd: Mjölnir/Facebook

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks og þrír þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp sem mun greiða leið bardagaíþrótta hér á landi. Verði frumvarpið samþykkt gæti Gunnar Nelson barist á heimavelli. 

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp sem heimilar skipulagðar keppnir í bardagaíþróttum, svo sem hnefaleikum og blandaðar bardagalistir (e. Mixed Martial Arts, MMA) gegn leyfisveitingu frá hinu opinbera.

Samkvæmt frumvarpinu þarf að sækja um sérstakt leyfi ef skipuleggja á keppnisleiki í bardagaíþróttum sem gerir þátttakendum kleift að slá viljandi í höfuð andstæðingsins með höggi, spyrnu eða öðru afli. Leyfi má aðeins veita ef reglur íþróttarinnar tryggja keppendum viðunandi öryggi. 

Meðflutningsmenn frumvarpsins, sem var útbýtt á Alþingi fyrir páskafrí, eru Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, þingmenn og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, auk Guðbrands Einarssonar, Sigmars Guðmundssonar og Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanna Viðreisnar. 

Snýst um frelsi einstaklingsins

Flutningsmenn frumvarpsins telja leyfisveitinguna snúast um frelsi einstaklingsins. „Ekki er um það deilt að heilsutjón geti hlotist af iðkun bardagaíþrótta, en það eitt og sér réttlætir ekki skerðingu á frelsi einstaklingsins til þess að iðka þá íþrótt sem honum hugnast,“ segir í greinargerð frumvarpsins.  

Verði frumvarpið samþykkt mun það heimila leyfisveitingar á skipulögðum keppnum í blönduðum bardagalistum og öðrum bardagaíþróttum sem fela í sér höfuðhögg. Í Facebook-færslu bardagaíþróttafélagsins Mjölnis MMA segir að slík leyfisveiting sé nauðsynleg til að gæta fyllsta öryggis iðkenda og væri gríðarleg lyftistöng fyrir íþróttina hér á landi. „Okkar fremsta bardagaíþróttafólk gæti því loksins keppt hér á Íslandi í stað þess að vera stöðugt að ferðast erlendis til þess eins að keppa í sinni íþrótt,“ segir í færslu Mjölnis þar sem má einnig sjá Berglindi Ósk taka Gunnar Nelson, fremsta bardagaíþróttamann Íslands, hálstaki. 

Ekki eina bardagafrumvarpið á þingi

Þetta er ekki eina frumvarpið um átök sem liggur fyrir þingi en sex þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp sem heimilar atvinnu- og áhugamannahnefaleika. Flutn­ings­menn frum­varpsins segja bann við at­vinnu­manna­hne­fa­leik­um skerða at­vinnu­frelsi. „Það get­ur ver­ið að þótt við fyrstu sýn líti hne­fa­leik­ar út eins og al­menn áflog tveggja manna þá er það langt frá því að vera raun­in,“ seg­ir í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

Í frumvarpinu um bardagaíþróttir er farið fram á, rétt eins og í frumvarpi Framsóknar um hnefaleika, að fella úr gildi lög um bann við hnefaleikum sem sett voru árið 1956. Í báðum frumvörpunum er einnig minnst á atvinnufrelsi fólks, en flutningsmenn frumvarpsins um bardagaíþróttir segja skerðingu á atvinnufrelsi felast í banni við bardagaíþróttum. 

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram flutningsmenn þess meta það svo að það eitt að högg og spörk sem geta valdið meiðslum við iðkun bardagaíþrótta séu framkvæmd af ásetningi eru ekki haldbær rök fyrir því að banna skuli bardagaíþróttir. „Eigi að síður er rétt að líta til sérstöðu bardagaíþrótta við lögleiðingu þeirra. Því er í frumvarpinu lagt til að öll keppni þar sem þátttakendum er gert kleift að sparka eða slá í höfuð andstæðingsins verði háð leyfi hins opinbera. Skilyrði slíkra leyfisveitinga er að keppendum sé tryggt viðunandi öryggi,“ segir í greinargerðinni.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár