Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1094. spurningaþraut: Hver er „Skepnan“?

1094. spurningaþraut: Hver er „Skepnan“?

Fyrri aukaspurning:

Milli hvaða staða í Evrópu liggur það sjávarsund sem sjá má á skjáskotinu hér að ofan? Og svo er lárviðarstig fyrir að muna hvað sundið heitir.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét æðsti yfirmaður herafla Bandamanna sem gerði innrás í Frakklandi í júní 1944?

2.  Þegar Donald Trump var handtekinn fyrir nokkrum vikum kom í ljós að málarekstur gegn honum snerist að mestu um peninga sem hann var sagður hafa greitt tveim konum fyrir að þegja um einhvers konar ástarsamband þeirra. En þriðja málið kom einnig við sögu í ákæruskjalinu. Trump var sakaður um ólöglegar greiðslur til karlmanns, sem gegndi óvæntu starfi — var sem sé ekki lögfræðingur. En hvaða starfi gegndi sá?

3.  Og yfir hverju átti sá karlmaður að þegja?

4.  Í hvaða ríki Bandaríkjanna er Mar-a-Lago?

5.  Tvö ríki eiga strandlengju að flóa einum miklum sem heitir Tonkin flói. Hvaða ríki eru það?

6.  Fanney Birna Jónsdóttir fréttamaður fékk nýlega eftirsótt stjórnunarstarf í menningargeiranum. Hvaða starf er það?

7.  Hvað heitir tímaritið sem heldur úti lista yfir ríkasta fólk heimsins?

8.  Með hvaða fótboltaliði í Danmörku leikur hinn efnilegi piltur Hákon Arnar Haraldsson?

9.  Hver er hæsta jafna talan sem jafnframt er prímtala?

10.  Nýjasta mynd Baltasars Kormáks nefnist Beast og var frumsýnd í fyrra. Hvaða fyrirbæri er sú skepna sem myndin er nefnd eftir?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða sjónvarpsseríu birtast þessa ábúðarmiklu persónur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eisenhower.

2.  Dyravörður.

3.  Um barn sem Trump var sagður hafa eignast utan hjónabands.

4. Flórída.

5.  Víetnam og Kína.

6.  Dagskrárstjóri Rásar eitt.

7.  Forbes.

8.  FC Köbenhavn.

9.  Tveir.

10.  Ljón.

***

Svör við aukaspurningum:

Sundið er milli Korsíku og Sardiníu í Miðjarðarhafinu. Og það heitir Bonifacio-sund.

Á neðri myndinni eru persónur úr bandarísku seríunni Succession.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Fríða Gunnarsdóttir skrifaði
    Frekar ruglingslegt að tala um ríki í spurningu 4 og í spurningu 5, þegar annarsvegar er átt við fylki/ríki í BNA og hinsvegar land/sjálfstætt ríki í heiminum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár