Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Eigandi Arctic Fish segir aukna skatta minnka líkur á sjálfbærara laxeldi

For­stjóri stærsta eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði, Iv­an Vind­heim, seg­ir að auk­in gjald­taka á lax­eld­is­iðn­að­inn komi í veg fyr­ir þró­un á sjálf­bær­ari lausn­um en sjóa­kvía­eldi. Hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins sem hann stýr­ir, MOWI, sem er stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæki og einn stærsti hags­muna­að­ili í lax­eldi á Ís­landi, jókst um 64 pró­sent í fyrra og nam nærri 40 millj­örð­um.

Eigandi Arctic Fish segir aukna skatta minnka líkur á sjálfbærara laxeldi
Minni peningar í sjálfbæra þróun Forstjóri Mowi, Ivan Vindheim, segir að óheppilegt sé að hækka skatta laxeldisfyrirtækjanna í Noregi því þá eigi þau minni peninga eftir til að fjárfesta fyrir og gera laxeldi sjálfbærara en það er í dag.

Forstjóri norska laxeldisfyrirtækisins Mowi, sem eignaðist meirihluta í Arctic Fish á Ísafirði í fyrra, segir að aukinn skattlagning á þessa iðngrein dragi úr möguleikunum á sjálfbærara laxeldi til framtíðar. Aukin skattlagning norsku ríkisstjórnarinnar á laxeldisiðnaðinn hefur verið harðlega gagnrýnd af norsku laxeldisfyrirtækjunum síðastliðna mánuði.

„Við munum að sjálfsögðu gera meira til að verða sjálfbærari, en til þess að geta gert þetta þá þurfum við peninga til að geta fjárfest“
Ivan Vindheim,
forstjóri Mowi

Forstjórinn, Ivan Vindheim, segir að með aukinni skattlagningu á greinina þá verði ekki til peningar til að gera sjókvíaeldi á laxi sjálfbærara. „Við munum að sjálfsögðu gera meira til að verða sjálfbærari, en til þess að geta gert það þá þurfum við peninga til að geta fjárfest [...] Með þessari tillögu þá verður ekki neinn meiri peningur til,“ sagði hann í viðtali við sjávarútvegsblaðið Intrafish og ýjaði því að aukin skattlagning kæmi í veg fyrir aukna framrþróun í greininni.

Segir vandamál laxeldisins að gróðinn sé of mikill

Þessi ummæli Vindheims vöktu nokkra athygli og sagði blaðamaður Intrafish meðal annars um þau að vandamál laxeldisfyrirtækjanna væru að þau ættu einfaldlega of mikla peninga til auðvelt væri að kaupa röksemdir þeirra. „Laxeldisfyrirtækin eiga við vandamál að stríða: Þau græða of mikla peninga. 

Íslenskt laxeldi er að stóru leyti í eigu norskra laxeldisfyrirtækja en auk eignarhalds Mowi á Arctic Fish þá á laxeldisrisinn Salmar AS meirihluta í Arnarlaxi á Bíldudal og laxeldisfyrirtækið Måsøval á stóran hlut í Ice Fish Farm á Austfjörðum. Umræðan um skatta á laxeldið í Noregi tengist því íslensku laxeldi þar sem eignarhaldið liggur þar í landi að stóru leyti. 

Hagnaður þessara fyrirtækja er ævintýralegur og græddi Mowi meðal annars 239 milljónir evra í fyrra, rúma 36 milljarða, og jókst hagnaðurinn um 64 prósent á milli ára.  Um var að ræða fyrsta árið sem tekjur Mowi fóru yfir einn milljarð evra.

Þá hefur Salmar greitt út meira en 30 milljarða króna í arð á ári síðastlin ár. 

Unnið að fjárfestingum í sjálfbærari lausnum 

Með orðum sínum um að laxeldisfyrirtækin séu að vinna að því að gera laxeldi sjálfbærara á Ivan Vindheim við að samtímis og þau reka sjókvíar í fjörðum landa eins og Noregs, Skotlands og Íslands þá setja þau mikla peninga í fjárfestingar sínar í sjálfbærari lausnum í lausnum í laxeldi. Þannig eru þessi fyrirtæki að nota hagnaðinn úr sjókvíaeldinu til að þróa úthafseldi þar sem stórum kvíum verður komið fyrir fjær fjörðum og ströndum landa. Stæstu umhverfisvandamálin við sjókvíaeldið snúast um nálægðina við villta laxastofna í ám ríkja og mögulega erfðablöndun við þá sem og úrgangsmengun frá sjókvíum sem sest á botn fjarða þar sem hafstraumar eru ekki sterkir auk meðal annars sjónmengunar. 

Salmar er meðal annars að þróa aflandseldislausnir í félagi við einn ríkasta mann Noregs, Kjell Inge Rökke. Þá hefur stjórnarformaður Arnarlax á Íslandi, Kjartan Ólafsson, einnig fjárfest í þróunarverkefni um aflandsseldi hér á landi. 

Samkvæmt röksemdafærslu forstjóra Mowi er staðan því sú að ekki sé við hæfi að skattleggja sjókvíaeldisfyrirtækin um of þar sem slík gjaldtaka komi í veg fyrir möguleika þeirra til að þróa sjálfbærari lausnir en sjókvíaeldi í fjörðum. Miðað við þessi orð, sem og fjárfestingar laxeldisfyrirtækjanna í aflandseldi, þá vita fyrirtækin að sjókvíaeldi er ekki fiskeldi framtíðarinnar vegna umhverfisáhrifa þess. Raunar hefur fyrrverandi stjórnarformaður Salmar, Atle Eide, sagt að sjókvíaeldi verði ekki lengur stundað, í þeirri mynd sem við þekkjum, árið 2030. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Eysteinn Gunnarsson skrifaði
  Auðlindir á Íslandi fást fyrir smáaura. Hvernig væri að fréttamenn færu að alvöru að krefja ráðamenn svara hvað á að greiða fyrir auðlindir landsins, markaðsverð eða annað.
  0
 • OÖM
  Oddur Örvar Magnússon skrifaði
  Staðan sýnir svo ekki verður um villst að stjórnaskipti á Íslandi eru nauðsynleg.
  Samfylkingin þarf að taka völdin.
  2
 • JL
  Jón Logi skrifaði
  Það segir sig sjálft, að þessir staurblönku norðmenn geta ekkert lagt í púkkið. Sjálfstæðismenn hljóta að bæta í meðgjöfina fyrir þá.
  1
 • ÁH
  Ásmundur Harðarson skrifaði
  Það er auðvelt að plata auðtrúa Íslendinga. Núverandi stjórnvöld kikna í hnjánum þegar þau standa frammi fyrir stóreignamönnum og kröfum þeirra. Þeir láta þá undan með glöðu geði.
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Forstjóri eiganda Arctic Fish segir að „skynsemin muni sigra“ á Íslandi
FréttirLaxeldi

For­stjóri eig­anda Arctic Fish seg­ir að „skyn­sem­in muni sigra“ á Ís­landi

Iv­an Vind­heim, for­stjóri norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Mowi, sem er eig­andi Arctic Fish á Ís­landi, hef­ur ekki áhyggj­ur af því að lax­eldi í sjókví­um muni líða und­ir lok á Ís­landi. Þetta sagði for­stjór­inn á blaða­manna­fundi í gær þar sem hann gagn­rýndi með­al ann­ars nýja mynd út­vistar­fyr­ir­tæk­is­ins Patagonia um lax­eldi á Ís­landi.
Fiskistofustjóri Noregs segir tölur um slysasleppingar í laxeldi oft vera misvísandi
FréttirLaxeldi

Fiski­stofu­stjóri Nor­egs seg­ir töl­ur um slysaslepp­ing­ar í lax­eldi oft vera mis­vís­andi

For­stjóri fiski­stof­unn­ar í Nor­egi, Frank Bakke-Jen­sen, seg­ir að mörg dæmi séu um að upp­lýs­ing­ar um fjölda eld­islaxa í sjókví­um stand­ist ekki skoð­un þeg­ar á reyn­ir. Þess vegna sé oft og tíð­um ekk­ert að marka töl­ur um slysaslepp­ing­ar úr sjókví­um. Dæmi eru um það á Ís­landi að upp­gefn­ar tölu um fjölda eld­islaxa í sjókví­um stand­ist ekki þeg­ar fjöldi þeirra er kann­að­ur.

Mest lesið

Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
1
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Útlendingamál eina sem kemst fyrir í umræðunni: „Þetta er umræða sem sogar allt súrefni til sín“
8
FréttirPressa

Út­lend­inga­mál eina sem kemst fyr­ir í um­ræð­unni: „Þetta er um­ræða sem sog­ar allt súr­efni til sín“

„Þetta er bara elsta smjörklípa ver­ald­ar, að taka jað­ar­sett­ann minni­hluta hóp og skrímslavæða hann í sam­fé­lag­inu,“ sagði Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata. Um­ræðu­efni Pressu var út­lend­inga­mál og það væri ekki út­lend­ing­un­um að kenna að inn­við­ir séu sprungn­ir.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
9
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
„Við erum ekki að taka upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum“
10
Allt af létta

„Við er­um ekki að taka upp stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í út­lend­inga­mál­um“

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það bull að um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd ógni inn­við­um á Ís­landi. Sam­fylk­ing­in hafi sína stefnu sem sé sam­þykkt á lands­fundi og hafi ekki breyst í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­manns í hlað­varp­inu Ein pæl­ing á dög­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Magnús beið eftir langvarandi meðferð þegar hann dó
3
FréttirPressa

Magnús beið eft­ir langvar­andi með­ferð þeg­ar hann dó

Móð­ir 19 ára drengs og syst­ir konu sem lét­ust í fyrra af völd­um lyfja­eitr­ana segja að hugs­an­lega hefði ver­ið hægt að bjarga þeim ef hér hefði ver­ið starf­rækt bráða­þjón­usta fyr­ir fíkni­sjúk­linga. Þau hafi bæði ver­ið að bíða eft­ir að fá lækn­is­hjálp þeg­ar þau dóu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir alltof mörg dæmi um það á Ís­landi að fólk deyi með­an það bíði eft­ir að fá hjálp.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
5
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Nýkjörinn formaður eldri borgara skráði sig í félagið viku fyrr og smalaði „úr öllum flokkum“
8
Fréttir

Ný­kjör­inn formað­ur eldri borg­ara skráði sig í fé­lag­ið viku fyrr og smal­aði „úr öll­um flokk­um“

Hvað gerð­ist raun­veru­lega á að­al­fundi Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni? Gagn­rýn­end­ur stjórn­ar­kjörs segja það hafa ver­ið þaul­skipu­lagða hall­ar­bylt­ingu Sjálf­stæð­is­manna. Ný­kjör­inn formað­ur, sem er ný­skráð­ur í fé­lag­ið, seg­ist vera kjós­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins en ekki geið­andi fé­lagi í flokkn­um.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
9
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.
„Það er svo sjúkt að þetta snúist um peninga“
10
ViðtalFöst á Gaza

„Það er svo sjúkt að þetta snú­ist um pen­inga“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Al­ex­and­er Jarl stefn­ir á að fara út til Egypta­lands til þess að koma ömmu sinni, barn­ung­um frænd­systkin­um og for­eldr­um þeirra út af Gaza­svæð­inu. En það er kostn­að­ar­samt og því þarf hann fyrst að safna nokkr­um millj­ón­um króna. Til þess hef­ur Al­ex­and­er hóað sam­an nokkr­um af vin­sæl­ustu hipp hopp tón­list­ar­mönn­um lands­ins og munu þeir halda tón­leika í Iðnó á laug­ar­dag­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
4
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
9
Fréttir

Krist­ín Jóns­dótt­ir ósam­mála túlk­un­um starfs­bræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu