Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stjórnvöld setji Storytel stólinn fyrir dyrnar

Greiðsl­ur til höf­unda sem eiga bæk­ur á Stor­ytel byggja á áskrif­enda­fjölda og tíma sem hlut­end­ur verja á streym­isveit­unni. Í flest­um til­vik­um gera út­gef­end­ur samn­ing við Stor­ytel og rit­höf­und­ar fá því að­eins brot af upp­hæð­inni. Ekki stend­ur til að breyta við­skipta­mód­eli að sögn land­stjóra Stor­ytel á Ís­landi.

Stjórnvöld setji Storytel stólinn fyrir dyrnar
Skörun hljóðbóka- og bókamarkaðs? Íslensku hljóðbókaverðlaunin voru afhent í fjórða sinn í lok mars þar sem höfundar, þýðendur og leikarar sem lásu inn bækurnar voru verðlaunaðir. Rithöfundasamband Íslands kallar eftir sterkara regluverki sem tryggir réttlátar greiðslur til rithöfunda sem eiga bækur á hljóðbókamarkaði. Mynd: Storytel/Facebook

Formaður Rithöfundasambands Íslands segir það óásættanlegt að alþjóðlegt fyrirtæki eins og Storytel sé í markaðsráðandi stöðu á hljóðbókamarkaði og kallar eftir því að stjórnvöld setji Storytel stólinn fyrir dyrnar. „Ég sé enga aðra stöðu, það vill enginn semja við okkur,“ segir Margrét Tryggvadóttir, starfandi formaður Rithöfundasambandsins. 

Hljóðbókamarkaðurinn étur upp bókamarkaðinnMargrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir Storytel, fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu á íslenskum hljóðbókamarkaði, éta íslenska bókamarkaðinn. „Við erum alls ekki á móti tækninni og þróuninni en við viljum fá sanngjörn laun fyrir okkar vinnu.“

Greiðslur til rithöfunda sem eiga skáldverk á Storytel eru byggðar á áskrifendafjölda og hversu miklum tíma notendur verja á streymisveitunni. „Samningar okkar eru þannig uppbyggðir að við deilum aukningu á tekjum okkar í krónum með útgefendum,“ segir Lísa Björk Óskarsdóttir, landstjóri Storytel á Íslandi. 

Fimm ár eru síðan Storytel hóf að bjóða íslenskar hljóðbækur í áskriftarstreymi. Rithöfundasambandið taldi slíkt óheimilt án þess að …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár