„Það hafa verið skipaðar rannsóknarnefndir hér á Íslandi af minna tilefni,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson hæstaréttarlögmaður í samtali við Heimildina um kröfur sem hann hyggst setja fram til forsætisráðherra um rannsókn á þætti yfirvalda í snjóflóðinu mannskæða í Súðavík í janúar árið 1995. Fjórtán létust í flóðinu, þar af átta börn.
Þrettán einstaklingar sem koma fram fyrir hönd eigenda og íbúa húsa við Túngötu og Nesveg, sem urðu undir snjóflóðinu, hafa falið honum að leggja kröfuna fram.
„Það er mjög auðmerkjanlegt á mínum samskiptum við þetta fólk að þau eru öll enn í sárum, sem gróa hægt. Meðal annars vegna þess að þau hafa ekki upplifað réttlæti hingað til. Og eru 28 árum seinna enn að bera þennan harm. Það hefði verið hægt að komast hjá því ef að þessir hlutir hefðu verið rannsakaðir og gerðir upp á sínum tíma en einhverra hluta vegna var mótþrói í kerfinu, til þess …
Athugasemdir