Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingmaður spyr Katrínu um eftirlit með kínversku rannsóknarmiðstöðinni

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, hef­ur spurt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra spurn­inga um kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöð­ina á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. NATO og ná­granna­ríki Ís­lands hafa lýst yf­ir áhyggj­um af starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar vegna mögu­legra áhrifa á þjóðarör­yggi. Ís­lensk stjórn­völd hafa haft litla yf­ir­sýn yf­ir starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar.

Þingmaður spyr Katrínu um eftirlit með kínversku rannsóknarmiðstöðinni

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spyr Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra gagnrýnna spurninga um rannsóknarmiðstöð Kínversku heimskautamiðstöðvarinnar á jörðinni Kárhóli í Þingeyjarsýslu. Þingmaðurinn lagði spurningar sínar fram á þingi í síðustu viku.

Ein af spurningunum snýst meðal annars um það hvernig starfsemi rannsóknarmiðstöðarinnar hefur verið metin út frá þjóðaröryggi.

„Hvaða eftirlit hafa stjórnvöld almennt með starfsemi miðstöðvarinnar?“
Andrés Ingi Jónsson

Heimildin hefur fjallað um rannsóknarmiðstöðina liðnar vikur. Um er að ræða samstarfsverkefni Kínversku heimskautastofnunarinnar og RANNÍS á Íslandi sem byggir á samstarfssamningi sem kínversk og íslensk stjórnvöld undirrituðu árið 2013. Tilgangur rannsóknarmiðstöðvarinnar er að rannsaka norðurljósin. Eftirlit og vitneskja íslenskra yfirvalda um það hvað fer fram í rannsóknarmiðstöðinni hefur verið afar takmörkuð og þurfti utanríkisráðuneytið meðal annars að senda upplýsingabeiðni um starfsemina til RANNÍS í fyrra. Varnarmálaskrifstofa íslenska ríkisins er í utanríkisráðuneytinu og bendir upplýsingabeiðnin til þess að takmarkað eftirlit hafi verið með starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar á Kárhóli.

Utanríkisráðuneyti spyr raunvísindastofnun spurningaUtanríkisráðuneytið spurði Raunvísindastofnun Háskóla Íslands spurninga um rannsóknamiðstöðina á Kárhóli í fyrra. Varnarmálaskrifstofa Íslands er samt í utanríkisráðuneytinu.

Kínversk rannsóknamiðstöð án eftirlits

Á sama tíma berast fréttir af því að bandarísk og kanadísk yfirvöld hafi skotið niður kínverska loftbelgi yfir viðkomandi ríkjum vegna gruns um að þeir séu notaðir til að stunda njósnir. Kínversk stjórnvöld hafa neitað þessu. Þá hafa fjölmörg ríki og einkafyrirtæki ákveðið að nota ekki kínverskan tæknibúnað, eins og Huawei, vegna öryggisjónarmiða. 

Bandarískur fræðimaður á sviði þjóðaröryggismála, Gregory Falco, sagði við Heimildina í síðustu viku að önnur ríki hefðu áhyggjur af starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar. Heimildin hafði áður greint frá áhyggjum Atlantshafsbandalagsins af henni.

Gregory Falco sagði við Heimildina að mögulegt sé að nota rannóknamiðstöðina í vísindastarf sem og til annars á sama tíma. Það er að segja til að stunda njósnastarfsemi: „Áhyggjurnar snúast um mögulegt tvíþætt eðli þessarar rannsóknarmiðstöðvar. Þetta er rannsóknarmiðstöð sem sinnir vísindum en á sama tíma er ekkert eftirlit með því hvers konar gögn og upplýsingar fara inn og út úr þessari miðstöð. Og Ísland er svæði sem er landfræðilega mikilvægt strategískt séð vegna stöðugrar umferðar gervitungla sem bera leynilegar upplýsingar yfir landið. Það þarf fjarskiptastöð á jörðu niðri til að geta móttekið þessarar upplýsingar. Í mínum huga er það of mikil tilviljun að Kína sé með rannsóknarmiðstöð einmitt á þeim stað sem hentar best til að sinna þessu eftirliti.“ 

Spyr um upphaf og eðli rannsóknamiðstöðvarinnar

Út frá umfjöllun Heimildarinnar um rannsóknamiðstöðina og þeirra svara sem blaðið hefur fengið frá yfirvöldum er ljóst að ýmsum spurningum er ósvarað um starfsemi hennar. Eitt af því sem Heimildin spurði utanríkisráðuneytið meðal annars um er hvaða afstöðu ráðuneytið hefði til hennar. Svarið sem blaðið fékk frá ráðuneytinu er meðal annars það að rannsóknamiðstöðin sé ekki á forræði þess: „Vísinda- og rannsóknarsamstarf er ekki á forræði utanríkisráðuneytisins en ráðuneytið hefur þó komið að tillögum vegna endurskipulagningar og úrlausnar mála hvað varðar fullnaðarfrágang rannsóknarmiðstöðvarinnar og fjármögnun hennar. Rammasamningar, leigusamningar og skipulagsskrár sem tengjast undirbúningi, stofnun og rekstri Kárhóls liggja fyrir í birtum og þinglýstum gögnum. Eigandi rannsóknarmiðstöðvarinnar er sjálfseignarstofnunin Aurora Observatory. Stofnunin leigir aðstöðuna til Heimskautastofnunar Kína vegna rannsóknarverkefna.“ 

Þannig virðast stjórnvöld hafa litið á starfsemi rannsóknamiðstöðvarinnar eingöngu sem „vísinda- og rannsóknarstarf“ en ekki utanríkismál sem kann að varða við þjóðaröryggi. 

Aðrar spurningar sem Andrés spyr Katrínu að snúast svo meðal annars um það hvaða eftirlit íslensk stjórnvöld hafa með starfsemi rannsóknamiðstöðvarinnar og eins hver aðkoma stjórnvalda er að rekstri hennar. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör hjá ríkinu. Eru íslenskir starfsmenn að skoða norðurljósin með kínverskum samverkamönnum og draga af því fróðleik? Eða eru eingöngu kínverjar við störf að hlaða niður gervihnattagögnum á Kárhóli? Hver veit?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kína og Ísland

Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.
Ísland gerði ekkert mat á starfsemi rannsóknarmiðstöðvar Kína út frá þjóðaröryggi
FréttirKína og Ísland

Ís­land gerði ekk­ert mat á starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar Kína út frá þjóðarör­yggi

Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að eng­ar heim­ild­ir séu til í ís­lensk­um lög­um sem heim­ila eft­ir­lit með rann­sókn­ar­mið­stöðv­um eins og þeirri sem heim­skautamið­stöð Kína og Ís­land reka á Kár­hóli. Hún seg­ir að sam­skipti Ís­lands við NATO um mið­stöð­ina séu háð trún­aði.
Íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit eða aðkomu að rannsóknarmistöð Kína
FréttirKína og Ísland

Ís­lensk stjórn­völd hafa ekk­ert eft­ir­lit eða að­komu að rann­sókn­ar­mi­stöð Kína

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla,-iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, seg­ir að ís­lensk stjórn­völd hafi enga að­komu að rann­sókn­ar­mið­stöð kín­verskr­ar rík­i­s­tofn­un­ar á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. Hún svar­aði spurn­ing­um Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata, á Al­þingi.
Katrín: Starfsemi kínversku rannsóknarmiðstöðvarinnar aldrei farið fyrir þjóðaröryggisráð
FréttirKína og Ísland

Katrín: Starf­semi kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar aldrei far­ið fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð

Mál­efni norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar Kín­versku heim­skauta­stofn­un­ar­inn­ar í Þing­eyj­ar­sýslu hafa aldrei far­ið fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð Ís­lands. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að eft­ir­lit með rann­sókn­ar­mið­stöð­inni sé hendi ráð­herra há­skóla­mála. NATO hef­ur með­al ann­ars haft áhyggj­ur af rann­sókn­ar­mið­stöð­inni.
Önnur ríki hafa áhyggjur af norðurljósamiðstöð Kína á Íslandi
FréttirKína og Ísland

Önn­ur ríki hafa áhyggj­ur af norð­ur­ljósamið­stöð Kína á Ís­landi

Sér­fræð­ing­ar í þjóðarör­ygg­is­mál­um fjalla um norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöð Kína á Kár­hóli í rit­gerð. Einn af höf­und­un­um, Greg­ory Falco, seg­ir að stað­setn­ing rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar á Ís­landi sé of mik­il til­vilj­un í hans huga. NATO og önn­ur ríki á norð­ur­hveli jarð­ar hafa áhyggj­ur af því að Kína stundi eft­ir­lit og njósn­ir á Ís­landi í gegn­um mið­stöð­ina.
NATO hefur lýst áhyggjum af rannsóknarmiðstöð Kína um norðurljósin
FréttirKína og Ísland

NATO hef­ur lýst áhyggj­um af rann­sókn­ar­mið­stöð Kína um norð­ur­ljós­in

Norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöð Ís­lands og Kína að Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu hef­ur ver­ið vand­ræða­mál inni í stjórn­kerf­inu um nokk­urra ára skeið. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, furð­aði sig á mið­stöð­inni eft­ir að hann varð ut­an­rík­is­ráð­herra. Rann­sókn­ar­mið­stöð­in virð­ist hafa ver­ið ákveð­in og byggð nán­ast án póli­tískr­ar að­komu eða eft­ir­lits.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár