Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Halldór Benjamín hættir hjá Samtökum atvinnulífsins

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son sem hef­ur stað­ið í ströngu í kjara­bar­átt­unni að und­an­förnu hef­ur ákveð­ið að láta af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Í sum­ar hef­ur hann störf sem for­stjóri Reg­ins fast­eigna­fé­lags.

Halldór Benjamín hættir hjá Samtökum atvinnulífsins

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að láta af störfum hjá samtökunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Samkvæmt Mbl.is er Halldór Benjamín að taka við sem forstjóri Regins fasteignafélags. Þar segir ennfremur að hann muni hefja störf þar fyrri hluta sumars og að Helgi S. Gunnarsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Regins frá stofnun árið 2009, láti þá af störfum en verði Halldóri Benjamín innan handar fyrst um sinn.

 „Það eru óneitanlega blendnar tilfinningar sem fylgja því að kveðja þennan vettvang, enda eru alger forréttindi að gegna starfi framkvæmdastjóra SA. Starfið hjá SA hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt en það er á sama tíma engum hollt að vera í slíku starfi of lengi,“ segir Halldór Benjamín í tilkynningunni.

Hann tók við starfi framkvæmdastjóra SA í lok árs 2016. Áður var hann framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Icelandair Group hf.

Halldór Benjamín er hagfræðingur að mennt. Hann hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, var til að mynda framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og hefur meðal annars starfað hjá Milestone, Norræna fjárfestingabankanum og Hagfræðistofnum Íslands.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár