Réttarríki utan réttarríkisins skapast þegar gerandi í brotamáli greiðir þolanda sínum peningaupphæð fyrir að leggja ekki fram kæru eða draga kæru til baka. Blaðamaður Heimildarinnar ræddi við þolanda líkamsárásar sem boðin var fégreiðsla og beittur þrýstingi, frá aðila með sterk tengsl í undirheimum, fyrir að draga kæru til baka. Einnig fékkst staðfest hjá Stígamótum að dæmi eru um að reynt sé að múta þolendum kynferðisofbeldis sem þangað hafa leitað til að fá þá til að hætta við að leggja fram kæru eða falla frá kæru.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist hafa heyrt af því að stundum sé verið að klára mál án aðkomu lögreglu, til að mynda í undirheimum. „Það er áhyggjuefni í hvert skipti en ég hef ekki þá tilfinningu að þetta sé algengt,“ segir hann en ítrekar að þetta sé aðeins tilfinning.
„Ég hef þá skoðun að …
Athugasemdir (1)