Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bæjarstjóri gagnrýnir skipun Klausturmanns í starf lögreglustjóra í Vestmannaeyjum

Bæj­ar­stjór­inn í Vest­manna­eyj­um seg­ir Jón Gunn­ars­son vænt­an­lega hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að það væri heppi­leg og smekk­leg ráð­stöf­un að skipa Karl Gauta Hjalta­son sem lög­reglu­stjóra „eft­ir þá kven­fyr­ir­litn­ingu og al­mennu mann­fyr­ir­litn­ingu sem mér og fleir­um var sýnd á Klaust­urs­b­ar hér um ár­ið. Þar var hinn ný­skip­aði lög­reglu­stjóri þátt­tak­andi.“

Bæjarstjóri gagnrýnir skipun Klausturmanns í starf lögreglustjóra í Vestmannaeyjum

Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Flokks fólksins og Miðflokksins, var í dag skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Karl Gauti féll út af þingi í síðustu kosningum og hefur síðan þá sótt um ýmsar opinberar stöður, meðal annars dómaraembætti. Auk þess sóttist hann eftir stöðu framkvæmdastjóra landskjörstjórnar en fékk ekki. 

Karl Gauti var á meðal þeirra þingmanna sem teknir voru upp á Klaustur bar síðla árs 2018 þar sem fjölmörg ósæmileg ummæli féllu um nafngreint fólk. Hann hélt því sjálfur fram að hann hefði ekki sagt neitt „siðferðislega ámælisvert“. 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var á meðal þeirra sem talað var niðrandi um en Bergþór Ólason, núverandi þingmaður Miðflokksins lét óviðurkvæmileg orð falla um hana. Tíu dögum eftir að samtal þingmannanna á Klaustri var tekið upp mætti Íris fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til að ræða samgönguáætlun, en Karl Gauti sat í nefndinni og Bergþór var formaður hennar. Þeir gengu báðir úr fundarsal nefndarinnar áður en Íris kom fyrir nefndina. 

Íris tjáði sig um ráðningu Karls Gauta í færslu á Facebook í dag og sagði að hún sem bæjarstjóri myndi auðvitað vinna með þeim lögreglustjóra sem réttilega væri skipaður til starfa í Vestmannaeyjum hverju sinni. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi.“

Karl Gauti mun taka við starfinu næstkomandi laugardag. Hann hefur áður verið sýslumaður og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, frá 1998 til 2014. Þá var hann skólastjóri Lögregluskóla ríkisins á árunum 2014 til 2016, áður enn hann settist á þing árið 2017.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Klamhundar eiga ekki að vera Lögreglustjorar a Islandi
    Jon Likkistu sali er eins og Nazisti. Hægri öflin raða Lögæstlu, Domamalum, Trulmalum
    Rikið a ekki að reka Trufelag hrun hefur orðið hja Þjoðkirku, Klamhundar Prestar og fl spilling. Timi Nuverandi Rikistjornar er Löngu liðin.
    0
  • Viðar Magnússon skrifaði
    Þetta sýnir hvaða álit Jón Gunnarsson hefur á konum
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár