Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lét að því liggja að þingmenn þiggi gjafir fyrir að veita ríkisborgararétt

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra lét þau orð falla á Al­þingi í dag að hann teldi til­efni til að skoða það í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hvort þing­menn í nefnd­inni hefðu tengsl við eða þeg­ið gjaf­ir frá því fólki sem feng­ið hef­ur rík­is­borg­ara­rétt með lög­um frá Al­þingi. Í kjöl­far­ið steig hver þing­mað­ur­inn á fæt­ur öðr­um í pontu til að bera af sér sak­ir og dóms­mála­ráð­herr­ann var sak­að­ur um dylgj­ur, at­vinnuróg og slúð­ur úr ræðu­stól.

Lét að því liggja að þingmenn þiggi gjafir fyrir að veita ríkisborgararétt
Dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var hvattur til þess að biðjast afsökunar á orðum sínum. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Þingmenn sem sitja í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis báru í dag af sér sakir á Alþingi, einn af öðrum, í kjölfar þess að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra steig í ræðustól og sagði að ástæða væri til að skoða hvort nefndarmenn hefðu fengið einhvern sérstakan þakklættisvott frá þeim sem hafa fengið ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi.

Dómsmálaráðherra gaf þannig í skyn, úr ræðustól Alþingis, að þingmenn þægju gjafir frá nýjum Íslendingum sem hlotið hefðu ríkisborgararétt frá Alþingi. Ráðherrann fleytti með orðum sínum áfram dylgjum sem settar hafa verið fram, sér í lagi um tvo tiltekna stjórnarandstöðuþingmenn sem á árum áður störfuðu sem lögmenn, m.a. við réttargæslu einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Orðrétt sagði Jón, í umræðum um fundarstjórn forseta:

„Hitt er svo hvernig staðið hefur verið að ríkisborgararéttarveitingu hér á Alþingi, það held ég að sé tilefni til þess að skoða, virðulegur forseti, og það má líka skoða það, t.a.m. í nefndinni sem um þetta fjallaði, hver eru möguleg tengsl fólks við það fólk sem hefur verið veittur ríkisborgararéttur. Var mögulegt að einhverjir hefðu komið að borðinu áður með atvinnu eða vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu ríkisborgararéttar, hafa mönnum borist einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að hafa veitt ríkisborgararétt. Þetta eru kannski atriði sem, virðulegur forseti, væri ástæða til að fá til skoðunar hjá nefndinni og fá svör við því hvort einhver orðrómur um slíkt eigi við rök að styðjast.“

Slúður og lygi endurtekin úr ræðustól Alþingis

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar steig í ræðustól á eftir Jóni og spurði hvernig Birgir Ármannsson forseti Alþingi gæti látið það viðgangast að dómsmálaráðherra setti fram „atvinnuróg og dylgjur“ um þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd. 

„[Hann] endurtekur slúðrið og lygina eins langt og hún nær og eins lengi og hann getur í þeirri von að kjósendur trúi því. Lægra er ekki hægt að leggjast hér á hinu háa Alþingi, hæstvirtur forseti, og forseti lætur það viðgangast að hæstvirtur dómsmálaráðherra rægi háttvirta þingmenn úr ræðustól Alþingis,“ sagði Þórunn.

Birgir Ármannsson þingforseti sagði að vegna ummæla sem hefðu fallið vildi hann taka fram að þingmenn og ráðherrar þyrftu að gæta orða sinna í umræðum einstaka menn og „fara varlega í ummælum sínum í tengslum við þetta mál og önnur“.

Það sem var til umræðu í þinginu áður en umræðurnar fóru að snúast um þessi orð dómsmálaráðherra var minnisblað sem stjórnarandstöðuþingmenn segja sýna skýrt fram á að ákvörðun dómsmálaráðherra um að veita Alþingi ekki gögn sem varða veitingu ríkisborgararéttar hafi brotið í bága við þingskaparlög. 

Grípi til ásakana um mútur þegar hann mæti mótspyrnu

Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar sagðist ekki hafa ætlað að blanda sér í umræðuna, en gæti ekki setið á sér. „Það er verið að saka meðal annars mig um að það sé verið að bera á okkur mútur fyrir að veita fólki ríkisborgarararétt. Hvað er í gangi hérna? Ég lærði það í barnaskóla, kannski fyrr, að það væri eitthvað til sem héti þrískipting valds, en það er eins og ráðherrar í ríkisstjórn Íslands geti bara gleypt þetta allt saman. Svo þegar þeir mæta einhverri mótspyrnu hér þá ætla þeir að fara að saka okkur um einhverjar mútur, hvað er í gangi hér?“ sagði Guðbrandur. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar var næst til þess að stíga í pontu og sagði að henni væri „mjög brugðið“ við ummæli dómsmálaráðherra, sem væntanlega hefðu beinst að nefndinni allri, eða ef til vill bara að þeim sem hefðu starfað með erlendu fólki.

„Reyndu að hafa stjórn á þessu liði“
Helga Vala Helgadóttir
Orð hennar beindust væntanlega að formanni Sjálfstæðisflokksins.

„Hvert erum við komin herra forseti þegar við þurfum að sitja undir þessum róg hér, frá hæstvirtum ráðherrum og þingmönnum? Að við séum með einhver annarleg sjónarmið uppi þegar við erum að afgreiða hér lög. Margur heldur mig sig. Þetta er slíkur viðbjóður, ég er orðin svo leið á þessu, svo leið á þessum róg frá þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins að ég óska eftir því að herra forseti grípi inn í þegar þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni. Þetta er orðið alveg passlegt,“ sagði Helga Vala. 

Er Helga Vala gekk úr ræðustól, framhjá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, heyrðist hún á útsendingu Alþingis segja: „Reyndu að hafa stjórn á þessu liði“.

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata sagði orð dómsmálaráðherra viðurstyggileg og að mörgu leyti ekki svaraverð.

„Mér hins vegar finnst rétt að koma hérna og bera af mér sakir. Ég hef aldrei þegið mútur fyrir það að veita fólki ríkisborgararétt með frá Alþingi, aldrei, og myndi aldrei gera. Málflutningur hæstvirts dómsmálaráðherra þykir mér sýna hversu slæman málstað hann hefur að verja, þegar hann sér ástæðu til að leggjast svona lágt,“ sagði Arndís Anna.

„Ég hef aldrei þegið mútur fyrir það að veita fólki ríkisborgararétt með frá Alþingi, aldrei, og myndi aldrei gera“
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna sagði „óboðlegt að fá slík orð frá hæstvirtum dómsmálaráðherra eins og hér voru látin falla“ en Jódís situr í undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar sem fjallar um umsóknir til Alþingis um ríkisborgararétt og sagði nefndarmenn þar sinna því starfi af heilindum. 

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sagði að stórmannlegt væri af dómsmálaráðherra að koma aftur í ræðustól og draga ummæli sín til baka. „Þessar dylgjur sem hér fóru fram eiga ekki að heyrast hér í ræðustól Alþingis og svona á raunar ekki nokkur einasti maður að tala, það á enginn að dylgja með þessum hætti um samstarfsmenn sína,“ sagði Sigmar.

Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins taldi einnig tilefni til að bera af sér sakir og sagði að framkoma dómsmálaráðherra í málinu hefði þyngt vinnu nefndarinnar mikið. 

Færi vel á því að það yrði svanasöngur ráðherrans að biðjast afsökunar

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar kvaddi sér einnig hljóðs í umræðunni og minntist á að samkvæmt siðareglum Alþingis væri þingmönnum óheimilt að kasta rýrð á Alþingi eða störf þess.

„Ég held ég hafi aldrei séð neinn hæstvirtan ráðherra kasta jafn mikilli rýrð á Alþingi eins og h.v. ráðherra gerði hér áðan þar sem hann kom fram með mjög ógeðfelldar aðdróttanir í raun um refsivert athæfi. Þar var hann ekki bara að vega að þingmönnum og þeim sem standa í þessu vandasama ferli sem veiting ríkisborgararéttar er, heldur líka óbeint að öllu því ágæta fólki sem hefur einmitt hlotið ríkisborgararétt eftir það ferli sem hefur farið fram hér á Alþingi. Ég held að það færi nú vel á því að h.v. dómsmálaráðherra bæðist afsökunar á þessum orðum sínum og gerði það jafnvel bara að sínum svanasöng í embætti dómsmálaráðherra,“ sagði Jóhann Páll.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Svo ráðherrann ásakar þingmenn um að þyggja mútur.... og kemst upp með það ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár