Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingmennska reynist nátengd ætterni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Þingmennska reynist nátengd ætterni

Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annaðhvort náskyldir eða mægðir fyrrverandi þingmönnum eða varaþingmönnum. Alls eiga fimm núverandi þingmenn feður sem sátu á þingi. Bræður tveggja þingmanna til hafa þá setið á þingi.

Afar þriggja þingmanna voru alþingismenn og í einu tilviki sátu báðir afar þingmanns á þingi, fyrir flokka á sitthvorum enda hins pólitíska litrófs. Amma eins þingmanns sat þá á þingi. Langafar tveggja þingmanna voru einnig þingmenn og þrír þingmenn áttu afa- eða ömmusystkin sem setið höfðu á þingi. Einn þingmaður á föðurbróður sem sat á þingi og tveir þingmenn eiga náskylt frændfólk sem gegndi þingstörfum. Þá eru þrír þingmenn mægðir við fyrrverandi þingmenn og í einu tilviki sat fyrrverandi maki þingmanns einnig á Alþingi. Í ofanálag settust foreldrar þriggja þingmanna á þing sem varaþingmenn.

Að minnsta kosti fimm þingmenn fyrir utan þá sem hér er fjallað um að ofan eru þá ýmist blóðtengdir eða mægðir við fólk sem hefur …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    vissulega er hægt ad rekja skyldleikann........enn vina tengslin og klíku politikin er það sem virðist vera eini aðgöngumiði að embættismannastörfum.....flest allir sem fara á þing fara þangað til að greiða leið annara vel valdra og sína eigin. Þarna eru fáir sem taka það alvarlega að setjast á þing til að stýra samfélagi fyrir allan almenning.......embættismenn eru líka ráðnir til að eyðileggja góða hluti sem gerast í samfélaginu.....
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Öll saga okkar lands þarf að skrifast eins og fornsögurnar, fyrstu kaflarnir í hverri frásögn þurfa að byrja á ættfræði og tengslum persóna og leikenda,annars skilur maður ekki frásögnina til fulls.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Ef þeir sem fara í pólítík við hið háa Alþingi og jafnframt stuðla að því að afkomendur fari og í hundana (pólíTÍK), er þá nokkur von fyrir samfélagið, fer það ekki líka í hundana?
    Það bendir margt til þess að megnið af núverandi meini samfélagsins sé upprunið frá gömlu hunda samfélagi.
    Á ekki hið háa Alþingi að endurspegla samfélagið í núinu? En ekki þá sem hafa verið þar sem samfélags þegnar?
    Allavega virðist vera að margur sem þar starfar og ráð hafa, sé í raun ekki að starfa fyrir samfélagið.
    0
  • Ingibjörg Þorleifsdóttir skrifaði
    Hversu margir þingmenn eru lögfræðingar?
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Í umfjöllun um Bjarna Ben yngri má bæta við eftirfarandi:
    Benedikt jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra er sonur Guðrúnar systur Bjarna Ben eldri. Systir Benedikts er Guðrún Zoëga fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
    Þannig eru Halldór Blöndal, Björn Bjarnason, Benedikt Jóhannnesson og Benedikt, faðir Bjarna Ben yngri, systkinabörn.
    Eyða
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Erfðavöldin á Alþingi

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár