Ómetanlegt að finna stuðninginn

Öllu máli skipt­ir að hafa feng­ið að­stoð, fólk og tæki, aust­ur á land eft­ir að snjóflóð féllu í Nes­kaup­stað og hús voru rýmd þar, á Eski­firði og Seyð­is­firði seg­ir Jón Björn Há­kon­ar­son bæj­ar­stjóri Fjarða­byggð­ar.

Gríðarlegt snjómagn Gríðarlega mikill snjór er á Norðfirði sem hefur gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir.

Rýming mun standa áfram að svo stöddu á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað, utan að rýmingu hefur verið aflétt af svokölluðu svæði 18 í Neskaupstað. Fimm snjóflóð hið minnsta féllu í gær við Neskaupstað en aðeins eitt þeirra lenti í byggð með tilheyrandi tjóni á eignum en sem betur fer ekki manntjóni. Fólk sem var í húsi við Starmýri sem flóðið lenti á skrámaðist þó eitthvað. Unnið er að því að opna veginn innan við bæinn sem flóð féll yfir í gær. „Við verðum eiginlega að nýta þennan glugga til þess, vegna þess að það er spáð leiðindaveðri, annað kvöld og á fimmtudag, með mikilli ofankomu,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð.

Spurður hvernig hann og aðrir íbúar beri sig lætur Jón Björn þokkalega af því. „Við segjum svo sem allt ágætt. Hér er hægviðri núna og menn sáu fjallið í morgun. Það var kannað bæði með sjónskoðun og drónaflugi og það er verið að vinna úr þeim gögnum núna, klárast væntanlega eftir hádegið.“

Flóð inn í húsMildi er að ekki fór verr þegar snjóflóð lenti á húsi á Norðfirði í gærmorgun.

Kannað hvort gil hafi tæmst

Verið er að kanna hvort gilin sem snjóflóð féllu úr í gær hafi með því hreinsast.„Ef við sjáum að þau hafi hreinsað sig þá erum við nokkuð örugg um að ekki komi meira úr þeim. Það eru gilin og bollarnir sem eru snjóakistur og safna í sig,“ segir Jón Björn.

Töluvert tjónLjóst er að töluvert tjón varð í snjóflóðinu en sem betur fer varð ekki manntjón.

Ákveðið var að rýma efstu byggðina í Neskaupstað, þær götur sem standa næst varnargörðunum, í gær. Spurður hvort það sé á einhvern hátt áfellisdómur yfir því hvernig garðarnir voru uppbyggðir og hvort staðan ætti ekki að vera sú að nauðsynjalaust væri að rýma hús neðan snjóflóðavarnargarða svarar Jón Björn: „Jú, maður skyldi nú ætla það en þetta var varúðarráðstöfun. Veðurstofan hafði ekki áhyggjur af görðunum sem slíkum en hafði áhyggjur af möguleikanum á að slettuflóð kæmu yfir ef að snjór settist í garðana. En jú, auðvitað er maður að horfa til þess þegar garðarnir eru komnir að þess gerist ekki þörf að rýma hús. Það sem gerðist í gær var að skyggni var svo takmarkað allan daginn að það var ekki hægt að fullvissa sig um stöðu á snjóalögum ofan við garðana, hvort þar væri að fyllast. En við sjáum það núna að það er ekki, þó það hafi komið flóð á ysta garðinn.“

„Þetta er bara eins og vél sem hægt er að setja í gang“
Jón Björn
um viðbragð við náttúruhamförum á Íslandi

Ekki nema þrjár fjölskyldur gistu í fjöldahjálparstöðinni í Egilsbúð í nótt og gerðu það að eigin beiðni. Aðrir sem rýma þurftu hús sín dreifðust annað, á hótel, heimavist Verkmenntaskólans og heim til ættingja og vina. Egilsbúð verður áfram opin og boðið er upp á mat og sálrænan stuðning sem mannskapur frá Rauða krossinum sinnir.

Mikil vinna við að hreinsa bæinn

Töluverður fjöldi fólks annars staðar af landinu kom austur í gær til aðstoðar heimamönnum, með varðskipinu Þór og þyrlum Landhelgisgæslunnar meðal annars. Þá voru ferjuð austur tæki og tól einnig. Jón Björn segir að sú aðstoð sé ómetanleg, á mjög margan hátt, bæði verklega og andlega. „Það skiptir öllu máli, það er alveg ómetanlegt. Að finna þennan mikla stuðning sýnir okkur hvað við sem þjóð erum ótrúlega hæf til að takast á við náttúruhamfarir. Ég hef mörgum sinnum í mínu starfi unnið með þessu fólki vegna náttúruhamfara og þetta er bara eins og vél sem hægt er að setja í gang.“

„Ég er að horfa á bílinn minn og ég veit ekki hvort ég næ honum út fyrr en í júlí“

Spurður um stöðu mála og hvort vinnustaðir séu til dæmis opnir segir Jón Björn að ekki sé unnið á hafnarsvæðinu í bænum þar sem ennþá sé lokað á milli þar eftir að snjóflóðið féll á veginn. Skólar eru lokaðir í dag en verið er að opna matvörubúðina í bænum. Þá sé verið að moka bæinn en gríðarlegt snjómagn er á götunum. „Ég er að horfa á bílinn minn og ég veit ekki hvort ég næ honum út fyrr en í júlí.“

Mikið verk framundanFyrir Norðfirðingum liggur mikið verk við að hreinsa bæinn.

Jón Björn er að hætta sem bæjarstjóri Fjarðarbyggðar og til stóð að hann myndi láta af störfum um komandi mánaðarmót. Spurður hvort hann fái það nokkuð hlær hann. „Ég veit það ekki. Ég mun að sjálfsögðu vera til staðar á meðan þetta ástand klárast. Ég á hvergi að vera mættur um mánaðarmótin svo ég hef tíma til að moka bílinn út og komast úr bænum. Svo er bara spurning hvort einhver vilji fá mann í vinnu,“ segir Jón Björn glettinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár