Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.

Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Ragnar Þór Ingólfsson Formaður VR var þungorður í garð stjórnvalda og Seðlabankans í útvarpsviðtali á Bylgjunni í morgun. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýndu bæði Seðlabankann og stjórnvöld harðlega í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Í viðtalinu kom meðal annars fram að Vilhjálmur, sem lýsti sjálfum sér sem harðasta stuðningsmanni íslensku krónunnar í gegnum árin, teldi nú gjaldmiðil landsmanna vera kominn „á leiðarenda“. Ragnar Þór fullyrti að vaxtahækkanir Seðlabankans væru með öllu gagnslausar. Skilaboð hans til fólksins í landinu voru að „rísa upp eða gefast upp“ þar sem hvorki Seðlabankinn né stjórnvöld hefðu hæfni né vilja til þess að taka á stöðu mála.

Íslendingar ekki hæfir til að stýra gjaldmiðlinum og efnahagnum

Ragnar Þór sagði að rót verðbólgu á Íslandi mætti rekja til utanaðkomandi þátta annars vegar og hagstjórnarmistaka í tengslum við fasteignamarkaðinn hins vegar, framboð af húsnæði hefði verið of lítið þegar vextir lækkuðu skarpt í kórónuveirufaraldrinum. 

Hann sagði blasa við að verðbólgan myndi „fara niður hvort sem Seðlabankinn hækkar stýrivexti eða ekki“ og sagði svo ljóst að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri myndi „hreykja sér af góðum árangri þegar verðbólgan fer niður og allt er komið hér á hliðina hjá almenningi í landinu“.

Við erum ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því miður, hvorki stjórnmálamenn né fólkið í Seðlabankanum.
Ragnar Þór Ingólfsson

Ragnar Þór sagði Seðlabankann og stjórnvöld bera ábyrgð á stöðunni og sagði að hagstjórn á landinu í kringum heimsfaraldurinn, þegar vextir voru lækkaðir skarpt, hefði verið eitt stórt klúður. Hann minntist á að samhliða lífskjarasamingunum hefði verkalýðshreyfingin gert kröfur um að banna verðtryggð lán, hefja þjóðarátak í húsnæðismálum og auka framboð á húsnæði. Það hefði ekki gerst. 

„Við erum ekki hæf, því miður, við virðumst ekki vera hæf til að stýra gjaldmiðlinum okkar. Við erum ekki hæf til að stýra efnahags landsins. Við erum ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því miður, hvorki stjórnmálamenn né fólkið í Seðlabankanum. Maður verður stundum orðlaus yfir aðferðafræðinni, hversu langt er hægt að ganga gagnvart þjóðinni og almenningi í landinu. Sjáðu hvað er að gerast í Frakklandi, þar er verið að hækka eftirlaunaaldur um tvö ár og það eru allir úti á götu að mótmæla. Hérna eru stýrivextir komnir núna í sjö og hálft prósent, afborganir af lánum hafa næstum tvöfaldast hjá fólki sem festi ekki vextina, þetta er það sem er farið að gerast og við vitum þetta. Sjáið bara leigumarkaðinn, og hvernig staðan versnar dag frá degi,“ sagði Ragnar Þór. 

Þáttastjórnandi Bítisins spurði hvort raunin væri ekki sú að þrátt fyrir þrengingar tiltekinna hópa hefði meirihluti landsmanna það ágætt, fjárhagslega. Ragnar Þór sagði að þetta væri að breytast, staða millitekjuhópa væri farin að þrengjast verulega. 

Í máli hans kom fram að hann sæi „enga leið aðra en að fólk bara þurfi að rísa upp eða gefast upp fyrir þessari stöðu“ og bætti við: „Við þurfum bara að fara í aðgerðir,  hvort það séu mótmæli eða að við séum að fara í þann fasa eins og var eftir hrun“.

Þrælslund meiri á Íslandi en annars staðar 

Ragnar Þór sagði að „þrælslundin“ virtist vera „meiri hér heldur en annars staðar“.

„Við virðumst sætta okkur við meira fjárhagslegt ofbeldi þegar kemur að þessum hlutum. Mín skilaboð til fólks eru bara einföld, vegna þess að Seðlabankinn er ekki að fara að hjálpa okkur og stjórnvöld eru ekki að fara að gera neitt, trúiði mér. Sjáið bara hvað að er fara að gerast á byggingamarkaði, nú eru verktakar bara að fara að draga saman seglin. Þeir selja ekki íbúðirnar sem þeir eru að fara að byggja. Við þurfum stóraukið framboð á húsnæði en það sem er að fara að gerast núna er að framkvæmdir eru að fara að dragast saman. Hið öfuga er að fara að gerast. Staðan á bara eftir að versna,“ sagði Ragnar Þór.

Hann ítrekaði að það væru bara tvær leiðir í stöðunni, „að rísa upp eða gefast upp“ því hvorki stjórnvöld né Seðlabankinn væru að fara að leggja á árarnar. 

Vill fá „erlendan virtan óháðan aðila“ til að rýna kosti og galla krónunnar

Vilhjálmur Birgisson sagðist aðspurður vilja meina að íslenska krónan væri hluti vandamálsins. „Varðandi krónuna þá hef ég verið harðasti stuðningsmaður íslensku krónunnar í gegnum tíðina, en mín afstaða í því er einfaldlega sú að ég tel að við séum komin á leiðarenda þar. [Afstaðan] er breytt, vegna þess að þegar maður horfir upp á þessa stöðu gerast ár eftir ár eftir ár, alveg sama hvað við gerum í verkalýðshreyfingunni, við teljum okkur vera að búa til einhvern jarðveg hér til að verðbólga fari niður, vextir fari niður, en okkur er bara refsað illilega með tæplega tveggja prósenta hækkun á stýrivöxtum,“ sagði Vilhjálmur.

Harðasti stuðningsmaður krónunnar – ei meirVilhjálmur Birgisson sagði í útvarpsviðtali í morgun að hann teldi íslensku krónuna komna „á leiðarenda“

Hann bætti því við að það sem hann teldi að þyrfti að gera núna væri að fá „erlendan virtan óháðan aðila til að meta kosti og galla íslensku krónunnar, meta það hvort við getum einhliða upp annan gjaldmiðil og kostina og gallana við það“.  

Lífeyrissjóðirnir þurfi að fá að fjárfesta í húsnæði

Bæði Vilhjálmur og Ragnar Þór ræddu svo um lífeyrissjóði landsins, í samhengi við þann vanda sem verðbólga og hækkandi vaxtakostnaður eru fyrir almenning. Vilhjálmur sagði að lífeyrissjóðirnir væru „stórt mein í öllu þessu vandamáli“. 

„Það eru 4.400 milljarðar sem eru inni í íslensku hagkerfi og lífeyrissjóðirnir eiga 56 prósent af öllum hlutabréfum inni í Kauphöllinni, sem gerir það að verkum að þeir eiga hér í Festi, Högum, þeir eiga í fjármálafyrirtækjunum og tryggingafélögunum og svo framvegis. Og lífeyrissjóðirnir öskra á meiri arðsemi í dag en þeir fengu í gær. Hverjir eru það sem þurfa að standa undir þessari arðsemi? Það eru neytendur, við sjálf. Við erum lúbarin á meðan við erum á vinnumarkaði til að komast á einhvern sæmilegan lífeyri,“ sagði Vilhjálmur.

Ragnar Þór sagði að það þyrfti að gera lífeyrissjóðum kleift að koma að uppbyggingu húsnæðis í ríkari mæli, frekar en að fjárfesta erlendis. Hins vegar væri „enginn vilji innan kerfisins“ til að fara þá leið. 

„Fjármálavaldið, valdaöflin í þessu samfélagi, vilja ekki breyta þessu. Markaðurinn á bara að sjá um þetta. Hvað var Alþingi fljótt að breyta hér lögum þegar hlutafjárútboðið hjá Icelandair var. Það þurfti að breyta lögum um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða til að sjóðirnir gætu tekið þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Lagabreytingin fer í gegnum þingið eins og gegnumtrekkur. En þegar kemur að því að gera eitthvað fyrir fólkið í landinu, þá eru hindranirnar svo margar að það er nánast óvinnandi vegur að ná einhverju í gegn,“ sagði Ragnar Þór.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Ragnar Þór einstaklega glöggur og réttsýnn maður!
    4
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Þetta er ugglaust því miður allt alveg rétt hjá Ragnari. Hinsvegar hef ég enga trú á að meðreiðarsveinninn hans í umræddum morgunþætti verði að nokkru gagni í uppreisninni sem framundan er gegn stjórnvöldum; lýðskrumarar hafa aldrei gert gagn í byltingum og það mun Skaga-Villi heldur ekki gera.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár