Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.

Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Húsnæði Íbúðaverð hækkaði gríðarlega á síðustu árum, og lántaka jókst mikið samhliða. Afborganir þeirra lána hafa hækkað mikið. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Vaxtagjaldahækkanirnar leggjast þyngst á þau heimili sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Samkvæmt útreikningum sem settir eru fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), sem birt verður í dag, munu lægstu óverðtryggðu vextir bankanna verða á bilinu 9 til 9,34 prósent ef þeir hækka í sama takti og Seðlabankinn hækkaði stýrivexti. 

Gangi það eftir munu mánaðarleg greiðsla af 40 milljóna króna óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum verða 304.800 krónur á mánuði að meðaltali hjá þeim sem taka lán hjá viðskiptabönkunum þremur. Greiðsla af slíku láni hefur þá hækkað um 153.900 krónur, eða rúmlega tvöfaldast, frá því í apríl 2021, þegar stýrivextir voru 0,75 prósent og íbúðalánavextir lægri en nokkru sinni fyrr. Stýrivextir eru nú 7,5 prósent, og hafa verið hækkaðir tólf sinnum í röð. Það hefur verið gert til að reyna að ná tökum á verðbólgu, sem mælist 10,2 prósent og hefur ekki verið meiri í 14 ár.

Greiðsla af 50 milljón króna óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum verður 381.250 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Hún hefur þá hækkað um 192.625 krónur frá því í apríl 2021, og sömuleiðis rúmlega tvöfaldast.

Þeir sem ráða ekki við þessa greiðslubyrði hafa þann kost að taka frekar verðtryggð lán. Þá þarf að sætta sig við að verðbætur vegna verðbólgu leggist ofan á höfuðstól lánsins. Greiðsla af slíkum 50 milljón króna lánum til 25 ára hafa einungis hækkað um tæplega níu þúsund krónur á mánuði síðan í apríl 2021.

Um 30 prósent eiga heimili sitt skuldlaust

Um fjórðungur allra íbúðalána eru óverðtryggð á breytilegum vöxtum. Auk þess er stór hluti heimila með fasta óverðtryggða vexti til þriggja eða fimm ára, með lán upp á 707 milljarða króna. Af þeim stabba eru lán upp á næstum 600 milljarða króna, sem hafa verið á föstum vöxtum, að losna á næstu þremur árum. Þar af rennur binditími lána upp á 74 milljarða króna út á þessu ári. Þar er um að ræða lán 4.451 heimila.

Samkvæmt nýjasta riti Fjármálastöðugleika, sem Seðlabanki Íslands gefur út, voru um tólf prósent heimila landsins með greiðslubyrði yfir 260.000 krónum í janúar. Um 30 prósent heimila á Íslandi skulduðu lítið í húsnæði sínu og voru með greiðslubyrði undir 100 þúsund krónum á mánuði. Þá eiga um 30 prósent heimila landsins húsnæði sitt skuldlaust. 

Síðan í janúar hafa stýrivextir verið hækkaðir tvívegis, samtals um 1,75 prósentustig, Því má búast við að fjölgað hafi í þeim hópi sem greiðir yfir 260 þúsund krónur mánaðarlega fyrir húsnæði. 

Kaupmáttur dróst saman þrjá ársfjórðunga í röð

Samkvæmt nýlega birtum tölum Hagstofu Íslands dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna íslenskra heimila saman á síðasta ári um 1,7 prósent. Það er í fyrsta sinn síðan 2012 sem hann dregst saman innan árs, en þá var samdrátturinn mun minni eða 0,3 prósent. Það þarf að leita aftur til ársins 2010 til að finna meiri samdrátt í kaupmætti ráðstöfunartekna heimila en var í fyrra. Það ár var hann heil 12,1 prósent. 

Alls hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna nú dregist saman þrjá ársfjórðunga í röð. Það hefur ekki gerst á Íslandi síðan um í lok árs 2012 og byrjun árs 2013. 

Ráð­stöf­un­ar­tekjur eru þeir pen­ingar sem standa eftir þegar búið er að draga skatta og önnur gjöld frá launum við­kom­andi og kaup­máttur þeirra lýsir því hvað hver getur keypt fyrir þær tekj­ur. Þegar kaup­mátt­ur­inn dregst saman þá getur við­kom­andi keypt minna fyrir krón­urnar sem hann hefur til ráð­stöf­unar í hverjum mán­uð­i. 

Fimm ára áætlun kynnt í vikunni

Ríkisstjórnin mun kynna fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þessari viku. Upphaflega átti að kynna hana í dag en því var frestað að minnsta kosti til morguns, þriðjudags. Ráðamenn greindu frá því um helgina að í áætluninni verði bæði að finna aðhald í rekstri hins opinbera og aukna tekjuöflun, sem á mannamáli þýðir skattahækkun. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar verður meðal annars lögð á tímabundin hækkun á skatta fyrirtækja sem skilað hafa góðum hagnaði undanfarið. Auk þess er stefnt að því að útfærsla á nýjum umferðargjöldum verði að finna í áætluninni. 

Þegar fjárlög voru afgreidd seint á síðasta ári var reiknað með 120 milljarða króna halla, sem var umtalsvert meiri halli en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram í september 2022. Þá var hallinn áætlaður 89 milljarðar króna.

Í nýlega birtu áhættumati vegna framkvæmdar fjárlaga yfirstandandi árs boðaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að gjöld vegna vaxtakostnaðar verði 27 milljörðum krónum hærri en gert var ráð fyrir og að kostnaður við ýmsa ríkisaðila muni kosta 12,2 milljörðum krónum meira en áætlað var. Því liggur fyrir að gjaldahlið ríkisfjármála hefur verið að vaxa. Auknar tekjur munu hins vegar leiða til þess, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar, að hallinn verði mun minni en áður var áætlað.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu