Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.

Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
Snjóþungt Varað hafði verið við snjóflóðahættu á Austfjörðum í nótt og frameftir degi. Mynd: Fjarðabyggð

Tvö snjóflóð féllu á Norðfirði í morgun; annað á hús í byggð við Starmýri í Neskaupstað og hitt vestan við varnargarða sem þar eru ofan byggðar. Það snjóflóð þveraði Strandgötu, sem liggur út úr Neskaupstað, og í sjó fram. 

Rýma svæði 16 og 17Hús á rýmingarsvæðum 16 og 17, samtals sjö götur, verða rýmdar vegna snjóflóðahættu.

Fyrst í morgun var tilkynnt um að rýma eitt hús vegna flóðsins en fljótlega var ákveðið að rýma sjö íbúðahúsagötur á rýmingarsvæðum í kringum Starmýri, þar sem flóðið féll á hús. Í tilkynningu sem barst frá lögreglu rétt fyrir 9 kom fram að björgunarsveitir væru að ganga í hús sem þyrfti að rýma. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Egilsbúð, þar sem tekið er á móti fólki sem þarf að yfirgefa hús sín. 

„Íbúar Neskaupstaðar annars beðnir um að halda sig heima við,“ segir í tilkynningunni. 

Unnið er að meta aðstæður annars staðar í þéttbýlinu. Íbúar eru hvattir til að halda kyrru fyrir, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga. Íbúar annars staðar á Austurlandi hafa einnig verið beðnir að halda sig heima við. 

Öllu skólahaldi hefur verið aflýst í Fjarðabyggð sem og almenningssamgöngum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hafði verið lýst á Austfjörðum, á milli Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar. 

Uppfært klukkan 9.18

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eiríkur Björnsson skrifaði
    Norðurfjörður er í Strandasýslu, þessi heitir Norðfjörður.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Snjóflóð í Neskaupstað

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár