Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1087. spurningaþraut: Hver er ostruveiðarinn?

1087. spurningaþraut: Hver er ostruveiðarinn?

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist fiskurinn illúðlegi sem karlinn hér að ofan heldur á?

***

Aðalspurningar:

1.  Doris Mary Kappelhoff fæddist 1922 en lést fyrir fjórum árum, 97 ára gömul. Undir hvaða nafni var Kappelhoff heimsþekkt?

2.  Hvaða ríki framleiðir mest magn af léttvínum í veröldinni?

3.  Hvað er það sem James Bond drekkur „shaken, not stirred“?

4.  Hvaða íslenski sagnfræðingur hefur helst helgað sig landhelgismálum í seinni tíð og gefið út að minnsta kosti tvær bækur um efnið — og von mun vera á fleirum?

5.  Hvað nefnist valdhafinn í ríkinu Oceaniu í frægri skáldsögu frá 1948?

6.  Hvað er brýnt fyrir þegnunum í Oceaniu að þessi valdhafi sé sífellt að GERA?

7.  Hvaða bíómynd fékk á dögunum Edduverðlaunin fyrir bestu mynd ársins 2022?

8.  Kringum aldamótin 2000 var frægt dýr hér á landi kallað Guttormur. Hvernig dýr var Guttormur?

9.  Hvað heitir sundið milli Bretlands og Frakklands?

10.  Fuglategund ein heitir á ensku oystercather. Þar sem ostrur þekkjast ekki í íslenskri náttúru ber fuglinn hér allt öðruvísi nafn. Þetta er algengur farfugl um allt Ísland þótt einhverjir fuglar kunni að búa sér allt árið. Fuglinn býr fyrst og fremst við sjávarsíðuna, eins og hið enska nafn hans bendir til. Þetta er glæsilegur fugl og tilkomumikill og mun vera þjóðarfugl Færeyinga. Hvað nefnist hann á íslensku?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir karlinn á myndinni hér að neðan (sá í miðjunni)?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Doris Day. 

Vinsælustu lög Dorisar Day

2.  Ítalía.

3.  Martini.

4.  Guðni Th. Jóhannesson.

5.  Big Brother, Stóri bróðir.

6.  Fylgjast með þeim. Hér er átt við skáldsöguna 1984.

7.  Berdreymi.

8.  Naut.

9.  Ermarsund.

10.  Tjaldur.

Tvær ostruveiðarar

***

Svör við aukaspurningum:

Fiskurinn er ránfiskurinn barracuda.

Karlinn er Torbjörn Egner, höfundur Karíusar og Baktusar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár