Markaðsvirðið á tíu þúsund tonna laxeldiskvótanum, sem til stendur að Ice Fish Farm fái í Seyðisfirði, er á bilinu 7 til 10 milljarðar króna. Þetta er kvótinn sem Ice Fish Farm er að fara að fá frá íslenska ríkinu án endurgjalds í kjölfarið á umsóknarferli fyrirtækisins um þessi laxeldisleyfi. Fyrirtækið bindur vonir við að fá þennan kvóta á þessu ári, líkt og stendur í ársreikningi félagsins. „Leyfi fyrir 10000 (6500 af frjóum laxi) tonnum í Seyðisfirði er í ferli hjá yfirvöldum, leyfin verða líklega gefin út árið 2023.“
„Við sjáum lukkuriddarana og við sjáum í gegnum plottið“
Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt við laxeldi í sjókvíum á Íslandi er að íslenska ríkið innheimti ekki sérstakt gjald fyrir kvótann sem laxeldisfyrirtækin fá í einstaka fjörðum.
sem virðist ekki vera, bara frítt.