Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ausa sér yfir ríkisstjórnina vegna vaxtahækkana

Nokkr­ir þing­menn létu stór orð falla á Al­þingi í dag eft­ir stýri­vaxta­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Einn þing­mað­ur sagði að rík­is­stjórn­in væri „kjark­laus og verk­stola“ og ann­ar að hún styddi „að­för að al­menn­ingi“. Enn ann­ar sagði að nú þyrfti þing­ið að hefja sig yf­ir „hvers­dags­þras­ið“ og leita sam­eig­in­legra lausna til að rétta við bók­hald rík­is­ins.

Ausa sér yfir ríkisstjórnina vegna vaxtahækkana
Pressa á ríkisstjórninni Mikil pressa er á ríkisstjórnina að bregðast við með einhverjum hætti í ljósi þess efnahagsástands sem upp er komið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þingmenn vöktu máls á stýrivaxtahækkun Seðlabankans á Alþingi í dag en vextir voru hækkaðir um eitt prósentustig í morgun og eru því komnir í 7,5 prósent.

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins að vaxtahækkun dagsins hefði komið fáum á óvart enda „kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við völd hér á landi“. 

„Stýrivextir eru nú 114 til 188 prósent hærri hér en annars staðar á Norðurlöndum og Seðlabankinn hefur fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólguna en að hækka stýrivexti. Það er sterkt samband milli gengisþróunar, vaxtastigs og verðlags og rétt eins og Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hefur bent á er þetta keðjuverkun. Hækki verðlag örar hér en erlendis lækkar gengið. Sé vaxtastig hér hærra en erlendis hækkar gengið. 

Jafnframt því að ýta undir gengishækkun virkar vaxtahækkun letjandi á eftirspurn og þar með verðlagshækkanir innan lands. Fyrirtækin þurfa svo að taka afstöðu til óorðinna hluta og gera sér einhverjar hugmyndir um þróun þessara stærða, þ.e. gengis krónunnar og vaxta, og taka svo ákvörðun um verð til almennings í kjölfarið því að fyrirtækin ætla sér ekki að bera hallann í þessu flöktandi umhverfi óðaverðbólgu og himinhárra stýrivaxta,“ sagði hún. 

Spyr hvort kominn sé tími á að ríkisstjórnin skili lyklunum

Helga Vala benti á, og vitnaði aftur til Þórólfs Matthíassonar, að fjárfestar væru ekki tilbúnir til að fjárfesta í eignum í íslenskum krónum nema gegn ávöxtun sem væri nægilega miklu hærri en ávöxtun á sambærilegum eignum erlendis til að bæta mögulegt tjón vegna óvæntrar verðbólguþróunar eða óvæntra árása spákaupmanna á íslensku krónuna.

Kjarklaus og verkstola ríkisstjórnHelga Vala segir að kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé við völd hér á landi.

„Við ríkisstjórnarborðið rúmast svo engin ráð önnur en að fjölga ferðalögum ráðherra, fjölga starfsfólki í ráðuneytum og ræða svo helst eitthvað allt annað en það hvernig efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot sem bitnar harkalega á öllum almenningi. 

Hér ríkir villta vestrið á húsnæðismarkaði í örhagkerfi með smágjaldmiðli og ríkisstjórn sem er kjarklaus og verkstola fer ekki í nauðsynlegar aðgerðir, svo sem tekjuöflun í formi hvalrekaskatts, svo dæmi séu tekin. Er ekki kominn tími á að ríkisstjórnin skili bara lyklunum að Stjórnarráðinu?“ spurði hún að lokum. 

25% heimila undir þessu „fjárhagslega ofbeldi“

Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins sagði undir sama lið að enn og aftur hefði „hryðjuverkanefndin skotið grófu fjárhagslegu ofbeldi á útvalin heimili með stýrivaxtahækkun“. 

„Ólíkt öðrum stríðum er þessum gegndarlausu stýrivaxtaofbeldissprengjum beint að ákveðnum hópi fólks sem trúði sömu aðilum, að Ísland væri orðið lágvaxtaland. Sennilega eru um 25 prósent heimila núna undir þessu fjárhagslega ofbeldi og annað eins á leiðinni í sömu skuldagryfju og stefnir í að fólk þurfi að ákveða hvort það eigi að selja íbúðirnar sínar, leigja þær eða tapa þeim í gjaldþrot. 1 prósent hækkun á stýrivöxtum núna veldur því að greiðslubyrði 40 milljóna króna láns hækkar um nær 35.000 krónur á mánuði og heildargreiðslur vegna þessa fjárhagslega ofbeldis eru orðnar yfir 200.000 krónur á mánuði og hátt í 3 milljónir á ári aukalega,“ sagði þingmaðurinn. 

Hugmyndafræði Seðlabankans í eðli sínu stórhættulegGuðmundur Ingi segir að blind trú á hugmyndafræði um „stjórnlaust fjárhagslegt ofbeldi“ gagnvart fólki sem ekkert hefur gert af sér sé algjör andstaða heilbrigðra efasemda og sé í eðli sínu stórhættuleg.

Hann sagði enn fremur að Seðlabankinn væri mjög valdamikil stofnun. „Hreintrú seðlabankastjóra og hans nefndar virðist takmarkalaus á að nota stýrivaxtasprengjuhækkanir á ungt fólk sem gerði ekkert annað en að kaupa sér íbúð. Líkja má strangtrúarstefnu seðlabankastjóra og félaga hans í stýrivaxtamálum við trúarkreddur klerkaveldisins og sú kredda magnast upp í bergmálshelli ríkisstjórnarinnar þar sem hún styður þessa aðför að almenningi. Þessi blinda trú á hugmyndafræði um stjórnlaust fjárhagslegt ofbeldi gagnvart fólki sem ekkert hefur gert af sér er algjör andstaða heilbrigðra efasemda og er í eðli sínu stórhættuleg. 

Tilgangurinn hlýtur að vera sá að sjá til þess að lágtekju- og meðaltekjuheimili muni kikna undan þessum stýrivaxtahryðjuverkum og þá á fólk hreinlega að gefast upp í hrönnum. Þeir sem stjórna þessari aðför að fólki sem er bara að kaupa sér íbúð fyrir sig og fjölskyldu sína eru pottþétt ekki að borga þessa vexti og eiga sennilega hús sín skuldlaus. Nei, það kemur stjórnvöldum greinilega ekkert við, þessi sívaxandi greiðslubyrði, og tilgangurinn helgar greinilega ógeðsmeðalið, þ.e. að ungt fólk geti ekki séð sér og sínum farborða og éti það sem úti frýs í þeirra boði,“ sagði hann í lok ræðu sinnar. 

Heimilin sitja uppi með reikninginn

Þingflokksformaður Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, tók einnig til máls í störfum þingsins en hún sagði að vaxtahækkun Seðlabankans í dag hefði verið eftir svartsýnustu spám og rammaði inn það ástand í ríkisfjármálum sem flokkur hennar hefði varað við um langa hríð. 

„Heimilin sitja uppi með reikninginn, meðal annars í formi dýrari matarkörfu og hærri afborgana af húsnæði og þunginn fer vaxandi – það finnum við öll. Við hér á Alþingi verðum að bregðast við. Við þurfum að stíga upp úr pólitískum skotgröfum til þess. Vaxandi vandamál líkt og þau sem við stöndum frammi fyrir nú krefjast jarðbundinna lausna sem hægt er að ráðast í strax og þar kemur að kjarna máls. 

Það hefur sjaldan verið mikilvægara en nú að ráðast í það verkefni að hemja stjórnlitla útþenslu ríkissjóðs til að bregðast við vaxtahækkununum. Viðreisn er sem fyrr reiðubúin að leggja sitt á vogarskálarnar til þess að koma með tillögur í þá veru og til þess að standa með góðum málum sem aðrir kunna að leggja á borðið. Stór lausn sem Viðreisn boðar er svo öllum kunn en hún verður því ver og miður ekki að veruleika á morgun,“ sagði hún. 

Reiðubúin að standa með góðum málumHanna Katrín segir að Viðreisn sé reiðubúin að leggja sitt á vogarskálarnar til þess að koma með tillögur til þess að standa með góðum málum sem aðrir kunna að leggja á borðið.

Hanna Katrín sagði jafnframt að gagnslausustu viðbrögðin við neyðarástandinu sem nú ríkir væru samt þeirra sem heitast trúa á krónuna. Þau spyrðu hvort ekki hlakkaði í Viðreisnarfólki nú þegar krónan brygðist þjóðinni enn á ný. „Svarið er nei. Það hlakkar ekki í okkur. Til þess er ástandið allt of alvarlegt. Það ríður á að við hefjum okkur yfir hversdagsþrasið og leitum sameiginlegra lausna á því að rétta við bókhald ríkisins, íslenskum heimilum til hagsbóta því þetta þarf sannarlega ekki að vera svona og svo þurfum við að ræða hinar raunverulegu lausn til lengri tíma en ríkisstjórnin getur ekki leyft sér að dvelja lengur í Hvergilandi,“ sagði hún. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár