Draumaþjófurinn
Handrit söngleiks: Björk Jakobsdóttir
Tónlist og tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Hljóðfæraleikarar: Kjartan Valdemarsson, Haukur Gröndal, Einar Scheving
Söngtextar: Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason, Hallgrímur Helgason
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Dansar: Lee Proud
Brúðuhönnun: Charlie Tymms
Það er í sjálfu sér fagnaðarefni þegar Þjóðleikhúsið ákveður að tjalda öllu sem til er til að koma á svið söngleik sem sniðin er að hugarheimi barna (á öllum aldri) og leggur að veði slíkan metnað að aðdáunarvert hlýtur að teljast. Hér er ekkert til sparað. Frumflutningur á splunkunýjum söngleik sem gerður er eftir vinsælli barnabók, stór leikhópur sem einnig dansar og syngur af slíkum krafti að ekki er hægt annað en að hrífast með, leikmynd, búningar og gervi sem hafa sjaldan eða aldrei sést á íslensku leiksviði, svo ekki sé minnst á brúður Charlie Tymms, sem glæða sýninguna ævintýrablæ og efla þann rottuheim sem sagan gerist í.
Það er haganlega samin veröld sem kynnt er til sögu: í Hafnarlandi búa rottur sem hafa fjórum mismunandi hlutverkum að gegna. Þar eru étarar, sem eiga að passa matinn, safnarar, sem sjá um að safna mat fyrir hinar rotturnar, njósnarar, sem gæta …
Athugasemdir