Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vinirnir og einræðisherrarnir Pútín og Xi boða breytt valdajafnvægi heimsins

Klofn­ing­ur heims­ins milli lýð­ræð­is­ríkja og ein­ræð­is­ríkja tók á sig skýr­ari mynd í dag eft­ir „vin­gjarn­leg­an“ fund Xi Jin­pings Kína­for­seta og Vla­dimirs Pútíns Rúss­lands­for­seta. Rík­in lýsa yf­ir auknu sam­starfi og sam­stöðu, vináttu sem ekk­ert geti breytt.

Vinirnir og einræðisherrarnir Pútín og Xi boða breytt valdajafnvægi heimsins
Forsetarnir skála Blokk Rússlands og Kína hefur verið nefnt „evrasíueinræðið“. Þrátt fyrir að taka afstöðu með túlkun Vladimirs Pútíns á innrás hans í Úkraínu segjast kínversk yfirvöld taka sanngjarna og hlutlausa afstöðu og boða friðaráætlun. Mynd: PAVEL BYRKIN / SPUTNIK / AFP

„Ég kalla þig líka kæran vin minn,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, eftir fund þeirra í Moskvu í dag, annan daginn í röð, þar sem niðurstaðan var aukin samstaða ríkjanna, breytt valdajafnvægi heimsins og afneitun á ábyrgð Rússa á innrás þeirra í Úkraínu sem stendur enn yfir. 

Í stóryrtri og kærleiksríkri yfirlýsingu kínverska utanríkisráðuneytisins er boðað að Kína og Rússland muni eiga „víðtækt, stefnumótandi samstarf um samhæfingu fyrir nýja tíð“ og sameiginlega „standa gegn inngripum í innanríkismál frá utanaðkomandi öflum“. Ekki var minnst á Úkraínu í yfirlýsingunni, en sagt: „Opinbera heimsóknin til Rússland er ferðalag vináttu, samvinnu og friðar.

Kínverjar boða í yfirlýsingu sinni aukið hlutverk Kína og Rússa í fjölhliða heimi: „Valdajafnvægi heimsins er að ganga í gegnum miklar sviptingar.“

Samstarf um fjölmiðla

Nýjar, formlegar yfirlýsingar um samstarf ná til landbúnaðar, skógræktar, grunnrannsókna í vísindum og tækni, regluverks í viðskiptum og fjölmiðla. Frá innrásinni í Úkraínu hafa kínverskir fjölmiðlar markvisst verið ritskoðaðir og þeim ritstýrt í þágu málstaðar Rússa.

Í yfirlýsingu frá rússneskum stjórnvöldum í Kremlin er boðað að ríkin tvö standi með frjálsum viðskiptum í ætt við Alþjóðaviðskiptastofnunina, WTO. „Báðir aðilar ítrekuðu fyrirætlun sína um að styrkja samhæfingu utanríkisstefnu ríkjanna, ástunda sannkallaða fjölhliða nálgun, styðja samvinnu á fjölhliða vettvangi, verja sameiginlega hagsmuni, styðja við alþjóðlegt og svæðisbundið valdajafnvægi og bæta alþjóðlega stjórnsýslu.

Fjölhliða heimsmynd með Kína í miðjunni

Í rússnesku yfirlýsingunni var lögð áhersla á samstarf BRICS-ríkjanna svokölluðu, Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og Suður-Afríku, allt frá stjórnmálum yfir í öryggismál og viðskipti. Auk þess kemur fram að Rússland og Kína ætli með víðtækum hætti að styrkja Sjanghæ Samvinnusamtakanna, Shanghai Cooperation Organization, til að mæta áskorunum og ógnunum við öryggi meðlimaríkja. Samtökin ná yfir 40% heimsbyggðarinnar, allt frá Íran í vestri til Pakistan og Indlands í suðri og Kína í norðri. Samstarfsfletirnir ná yfir stjórnmál, efnahagsmál og varnarmál, en eru ekki eiginlegt varnarbandalag eins og Norður-Atlantshafsbandalagið, NATÓ.

Engin breyting var boðuð opinberlega á afstöðu Kína til stríðsins í Úkraínu. Kínverjar hafa stóraukið viðskipti við Rússa eftir þeir hófu innrásina og vestræn lönd lögðu viðskiptabann á Rússland.

Á blaðamannafundi beint eftir viðræðurnar sagði Xi að Kínverjar hefðu alltaf tekið „hlutlæga og sanngjarna“ afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu, sem hann heldur áfram að nefna „Úkraínukrísuna“. Hann sagði að samtalið við Pútín hefði verið „hreinskiptið, vingjarnlegt og árangursríkt“.

Xi segir Rússa styðja Pútín

Í gær boðaði Xi Jinping að hann trúði því að rússneska þjóðin myndi styðja Pútín áfram til valdasetu, en Pútín hefur þó ekkert gefið uppi um hvort hann muni bjóða sig fram að nýju á næsta ári. Það er þó talið yfirgnæfandi líklegt, enda þurfi Pútín að halda völdum til að forðast persónulegar afleiðingar spillingarmála og innrásarinnar í Úkraínu, meðal annars handtökuskipun Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag vegna flutnings barna frá Úkraínu til Rússlands.

„Þeir voru sammála um að vera í nánu sambandi eftir mismunandi leiðum“
Kínverska utanríkisráðuneytið
Um Vladimir Pútín og Xi Jinping

Pútín og Xi Jinping hittust við upphaf Ólympíuleikanna í Beijing í fyrra og lýstu yfir „takmarkalausri vináttu“, líkt og lýst var þá í yfirlýsingu frá Kreml: „Bæði ríki lýsa andstöðu við að alþjóðasamskipti einkennist aftur af vígstöðu tveggja stórvelda, þegar þau veiku verða þeim sterku að bráð.“ Þremur vikum síðar fyrirskipaði Pútín allsherjarinnrás í Úkraínu, sem bæði hann og kínversk yfirvöld og fjölmiðlar kölluðu „sértæka hernaðaraðgerð“.

Ljóst er að ekkert hefur fallið á samband Rússlands og Kína, nema síður sé, og segir í kínversku yfirlýsingunni að vinskap ríkjanna „verði ekki breytt hvað sem gerist“. Forsetarnir tveir, sem hafa í reynd einræðisvald, verða áfram í nánum tengslum, segir í yfirlýsingunni: „Þeir voru sammála um að vera í nánu sambandi eftir mismunandi leiðum til þess að leiða saman heilbrigðan og stöðugan vöxt kínversk-rússneska sambandsins.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár