Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vinirnir og einræðisherrarnir Pútín og Xi boða breytt valdajafnvægi heimsins

Klofn­ing­ur heims­ins milli lýð­ræð­is­ríkja og ein­ræð­is­ríkja tók á sig skýr­ari mynd í dag eft­ir „vin­gjarn­leg­an“ fund Xi Jin­pings Kína­for­seta og Vla­dimirs Pútíns Rúss­lands­for­seta. Rík­in lýsa yf­ir auknu sam­starfi og sam­stöðu, vináttu sem ekk­ert geti breytt.

Vinirnir og einræðisherrarnir Pútín og Xi boða breytt valdajafnvægi heimsins
Forsetarnir skála Blokk Rússlands og Kína hefur verið nefnt „evrasíueinræðið“. Þrátt fyrir að taka afstöðu með túlkun Vladimirs Pútíns á innrás hans í Úkraínu segjast kínversk yfirvöld taka sanngjarna og hlutlausa afstöðu og boða friðaráætlun. Mynd: PAVEL BYRKIN / SPUTNIK / AFP

„Ég kalla þig líka kæran vin minn,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, eftir fund þeirra í Moskvu í dag, annan daginn í röð, þar sem niðurstaðan var aukin samstaða ríkjanna, breytt valdajafnvægi heimsins og afneitun á ábyrgð Rússa á innrás þeirra í Úkraínu sem stendur enn yfir. 

Í stóryrtri og kærleiksríkri yfirlýsingu kínverska utanríkisráðuneytisins er boðað að Kína og Rússland muni eiga „víðtækt, stefnumótandi samstarf um samhæfingu fyrir nýja tíð“ og sameiginlega „standa gegn inngripum í innanríkismál frá utanaðkomandi öflum“. Ekki var minnst á Úkraínu í yfirlýsingunni, en sagt: „Opinbera heimsóknin til Rússland er ferðalag vináttu, samvinnu og friðar.

Kínverjar boða í yfirlýsingu sinni aukið hlutverk Kína og Rússa í fjölhliða heimi: „Valdajafnvægi heimsins er að ganga í gegnum miklar sviptingar.“

Samstarf um fjölmiðla

Nýjar, formlegar yfirlýsingar um samstarf ná til landbúnaðar, skógræktar, grunnrannsókna í vísindum og tækni, regluverks í viðskiptum og fjölmiðla. Frá innrásinni í Úkraínu hafa kínverskir fjölmiðlar markvisst verið ritskoðaðir og þeim ritstýrt í þágu málstaðar Rússa.

Í yfirlýsingu frá rússneskum stjórnvöldum í Kremlin er boðað að ríkin tvö standi með frjálsum viðskiptum í ætt við Alþjóðaviðskiptastofnunina, WTO. „Báðir aðilar ítrekuðu fyrirætlun sína um að styrkja samhæfingu utanríkisstefnu ríkjanna, ástunda sannkallaða fjölhliða nálgun, styðja samvinnu á fjölhliða vettvangi, verja sameiginlega hagsmuni, styðja við alþjóðlegt og svæðisbundið valdajafnvægi og bæta alþjóðlega stjórnsýslu.

Fjölhliða heimsmynd með Kína í miðjunni

Í rússnesku yfirlýsingunni var lögð áhersla á samstarf BRICS-ríkjanna svokölluðu, Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og Suður-Afríku, allt frá stjórnmálum yfir í öryggismál og viðskipti. Auk þess kemur fram að Rússland og Kína ætli með víðtækum hætti að styrkja Sjanghæ Samvinnusamtakanna, Shanghai Cooperation Organization, til að mæta áskorunum og ógnunum við öryggi meðlimaríkja. Samtökin ná yfir 40% heimsbyggðarinnar, allt frá Íran í vestri til Pakistan og Indlands í suðri og Kína í norðri. Samstarfsfletirnir ná yfir stjórnmál, efnahagsmál og varnarmál, en eru ekki eiginlegt varnarbandalag eins og Norður-Atlantshafsbandalagið, NATÓ.

Engin breyting var boðuð opinberlega á afstöðu Kína til stríðsins í Úkraínu. Kínverjar hafa stóraukið viðskipti við Rússa eftir þeir hófu innrásina og vestræn lönd lögðu viðskiptabann á Rússland.

Á blaðamannafundi beint eftir viðræðurnar sagði Xi að Kínverjar hefðu alltaf tekið „hlutlæga og sanngjarna“ afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu, sem hann heldur áfram að nefna „Úkraínukrísuna“. Hann sagði að samtalið við Pútín hefði verið „hreinskiptið, vingjarnlegt og árangursríkt“.

Xi segir Rússa styðja Pútín

Í gær boðaði Xi Jinping að hann trúði því að rússneska þjóðin myndi styðja Pútín áfram til valdasetu, en Pútín hefur þó ekkert gefið uppi um hvort hann muni bjóða sig fram að nýju á næsta ári. Það er þó talið yfirgnæfandi líklegt, enda þurfi Pútín að halda völdum til að forðast persónulegar afleiðingar spillingarmála og innrásarinnar í Úkraínu, meðal annars handtökuskipun Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag vegna flutnings barna frá Úkraínu til Rússlands.

„Þeir voru sammála um að vera í nánu sambandi eftir mismunandi leiðum“
Kínverska utanríkisráðuneytið
Um Vladimir Pútín og Xi Jinping

Pútín og Xi Jinping hittust við upphaf Ólympíuleikanna í Beijing í fyrra og lýstu yfir „takmarkalausri vináttu“, líkt og lýst var þá í yfirlýsingu frá Kreml: „Bæði ríki lýsa andstöðu við að alþjóðasamskipti einkennist aftur af vígstöðu tveggja stórvelda, þegar þau veiku verða þeim sterku að bráð.“ Þremur vikum síðar fyrirskipaði Pútín allsherjarinnrás í Úkraínu, sem bæði hann og kínversk yfirvöld og fjölmiðlar kölluðu „sértæka hernaðaraðgerð“.

Ljóst er að ekkert hefur fallið á samband Rússlands og Kína, nema síður sé, og segir í kínversku yfirlýsingunni að vinskap ríkjanna „verði ekki breytt hvað sem gerist“. Forsetarnir tveir, sem hafa í reynd einræðisvald, verða áfram í nánum tengslum, segir í yfirlýsingunni: „Þeir voru sammála um að vera í nánu sambandi eftir mismunandi leiðum til þess að leiða saman heilbrigðan og stöðugan vöxt kínversk-rússneska sambandsins.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár