Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol

Sam­kvæmt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra væri æski­leg­ast að for­sæt­is­nefnd næði ein­hvers kon­ar sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um með­ferð grein­ar­gerð­ar setts rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol. „Við mun­um ekki leysa það með birt­ingu lög­fræði­álita sem hvert vís­ar í sína átt­ina.“

Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol
Katrín segir að almennt sé hún þeirrar skoðunar að stjórnvöld eigi að birta meira af upplýsingum en minna. Mynd: RÚV

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að æskilegast sé að forsætisnefnd, þar með talið forseti Alþingis, gæti komist að sameiginlegri niðurstöðu um meðferð greinargerðar setts ríkisendurskoðanda Sig­urðar Þórð­ar­sonar um Lindarhvol. „Þarna þarf hreinlega að eiga, að ég held, pólitískt samtal um þessi mál.“

Þetta kom fram í máli ráðherrans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata spurði hana hvort birta ætti greinargerðina eða ekki. 

Mikil umræða hefur verið um greinargerðina og birtingu hennar undanfarnar vikur. Snýst deilan um það meðal annars hvort greinargerðin sé vinnuskjal eða ekki. Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur ekki viljað birta greinargerðina og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt það harðlega. 

Birta eða ekki birta?

Björn Leví hóf mál sitt á þingi í dag á því að rifja upp ræðu forsætisráðherra frá árinu 2016 í umræðum um sölu á eignum sem komu frá slitabúum föllnu bankanna en þar sagði ráðherrann að í yfirlýstum markmiðum laganna hefði verið talað um að við umsýslu, fullnustu og sölu eigna skyldi félagið leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Hagkvæmni merkti þar að leitað skyldi hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignina og í nefndaráliti meirihlutans hefðu þessi sjónarmið verið áréttuð og lögð hefði verið sérstök áhersla á að ráðherra myndi árétta í samningum við félagið að stjórnendur þess og starfsmenn viðhefðu vönduð og fagleg vinnubrögð þar sem um væri að ræða opinberar eignir. Enn fremur að ef tvær leiðir stæðu til boða við ráðstöfun á eignum skyldi velja þá leið sem væri gagnsærri.

Þingmaðurinn spurði Katrínu út í skoðun hennar á því hvort birta ætti greinargerðina um Lindarhvol eða ekki.

Spurði Björn Leví Katrínu um skoðun og skilning hennar á birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols. „Það kemur skýrt fram í gögnum málsins að greinargerðin var send Alþingi, fjármála- og efnahagsráðherra og ríkisendurskoðanda með vinnuskjölum. Það er að segja: Alþingi var send greinargerðin, ríkisendurskoðandi fékk greinargerð og vinnuskjöl. Nú veltir maður því fyrir sér þá hver skoðun ráðherra er með tilliti til upplýsingalaga, hvort það eigi að birta þessa greinargerð eða ekki með tilliti til gagnsæis?“ spurði hann. 

Stjórnvöld ættu að birta meira af upplýsingum en minna

Katrín svaraði og sagði að almennt hefði hún verið þeirrar skoðunar að stjórnvöld, hvort sem um væri að ræða framkvæmdarvaldið, löggjafarvaldið eða dómsvaldið, ættu að birta meira af upplýsingum en minna. Hún benti á að í upplýsingalögum væri ákvæði um frumkvæðisskyldu á stjórnvöld um að birta upplýsingar og í þeim lögum hefði gildissviðið verið útvíkkað þannig að það næði einnig til stjórnsýslu Alþingis. „Eins og er svo afmarkað nánar í þingskapalögum og reglum sem forsætisnefnd setur um á grundvelli þessara laga og síðar hafa verið settar þessar reglur á grundvelli þessara laga.“

Benti hún jafnframt á að í lögfræðiáliti til forsætisnefndar sem úrskurðað var af úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæmi fram greinargerðin ætti erindi við almenning. „Þar er kveðið á um sem sagt, eins og ég skil þetta mál, að það sé ekki óheimilt að birta þetta gagn. Ég skil alveg þau sjónarmið að það geti verið villandi að birta gögn sem eru vinnugögn, en þá er væntanlega hægt að útskýra það hvað er þá villandi í þeim gögnum þegar þau hafa verið send úr húsi því það er auðvitað það sem upplýsingalögin kveða á um, að þegar slík gögn eru send úr húsi þá í raun fellur niður skilgreiningin á því að þetta sé vinnugögn og um það skilst mér að deilan hafi meðal annars staðið um. Er þetta vinnugagn eða ekki? Og sé þetta vinnugagn sem þá kannski mögulega hefði ekki átt að samþykkt úr húsi, er þá ekki hægt að skýra hvað nákvæmlega í gagnrýninni er þess eðlis að það sé villandi?“ sagði hún. 

Skylt að birta ekki gögnin eða heimilt?

„Gefum okkur að þetta væru vinnugögn,“ sagði Björn Leví þegar hann steig aftur í pontu í síðari fyrirspurn sinni. Spurði hann að ef svo væri hvort hinu opinbera, Alþingi eða ráðherra væri skylt að birta ekki gögnin eða væri ráðherra einfaldlega heimilt að birta þau. 

„Það er ákveðinn munur á sem umboðsmaður var að spyrja um núna mjög nýlega og í þessu lögfræðiáliti sem hæstvirtur ráðherra vísaði í hér áðan þá var einmitt forsætisnefnd sem spurði um nýtt lögfræðiálit varðandi efni greinargerðarinnar til þess að spyrja um hvað í greinargerðinni má ekki birtast. Ætti með lögum og reglum í rauninni að vera einkahagir eða ætti að sverta út? Og niðurstaðan úr því lögfræðiáliti var að birta ætti allt, ekki sverta yfir neitt. Þannig að miðað við allar þessar upplýsingar sem við höfum, miðað við ráðherra upplýsingamála, í hvaða stöðu erum við vissulega hérna gagnvart Alþingi en greinargerðirnar voru einnig sendar fjármála- og efnahagsráðherra?“ spurði hann. 

Hægt að rökstyðja hvora niðurstöðuna sem er

Katrín svaraði í annað sinn og sagði til að fara rétt með að gögn gætu talist vinnugögn þótt þau hefðu verið send öðrum, samkvæmt upplýsingalögum. 

„En hver er munurinn á því að vera skylt að birta gögnin, hvenær manni er skylt að birta þau ekki og hvenær maður hefur heimild til að birta gögnin? Það er eiginlega spurning háttvirts þingmanns. Ég held því miður að í þessum efnum sé hægt að rökstyðja hvora niðurstöðuna sem er, lögfræðilega. Ég held að það sé hægt og við höfum séð það gert. Þannig að stóra málið auðvitað snýst um það að það væri æskilegast, að mínu viti, að forsætisnefnd gæti bara einfaldlega náð einhvers konar sameiginlegri niðurstöðu, þar með talið forseti þingsins, um meðferð þessa gagns því ég held að við munum ekki leysa það með birtingu lögfræðiálita sem hvert vísar í sína áttina, eins og við höfum séð. Þarna þarf hreinlega að eiga, að ég held, pólitískt samtal um þessi mál,“ sagði hún. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Hlýtur að vera æðislegt að fá að vera aðal. Öllum stefnumálum fórnað. Blessun lögð yfir grímulaust sukk og svínarí fyrir það eitt að fá að hanga á stólum. Ekki skrítið þótt VG liðar horfi í aðrar áttir til að finna baráttumálum sínum farveg.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Forsætisnefnd tók samhljóma ákvörðun fyrir 1-ári síðan að undanskyldum forseta þingsins Birgi Ármannssyni (xD) að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þáverandi ríkisendurskoðanda Sigurður hefur lýst undrun sinni opinberlega að greinargerð/skýrsla hans hafi ekki verið birt, enda fer hljóð og mynd ekki saman við niðurstöðu Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda sem var birt 2020.
    Almannahagsmunir trompa leyndarhyggju/lýgi/spillingu í lýðræðisríki.
    Klakki ehf (Exista) var sölu-rændur samkvæmt verðmati og núna bendir allt til að Lyfja hafi verið sölu-RÆND (4.2-milljarðar) 2016 þegar haft er í huga söluverð Lyfju í dag 8.7-milljarðar. Hengingarólin herðist hratt að hálsi valdníðingana í þingheimi.
    1
  • Siggi Rey skrifaði
    Fyrst núna þegar VG er í dauðateigjunum er Katrín að reyna klóra sig upp úr drullunni! Af hverju var ekki búið að taka þetta pólitíska samtal fyrir löngu! Við vitum öll að þótt þetta pólitíska samtal, jafnvel mörg, verði tekin leiðir það ekki til að að þessi Lindarhvolsglæpur verði upplýstur. Til þess er D flórinn of djúpur og fullur!
    5
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Björn dissaður hressilega. Katrín veit greinilega betur en Björn hvað hann er að spyrja um og blaðrar sig úr málinu án þess að í raun svara. Hún vill "politískt samtal" .
    1
    • Siggi Rey skrifaði
      Fyrst núna þegar VG er í dauðateigjunum er Katrín að reyna klóra sig upp úr drullunni! Af hverju var ekki búið að taka þetta pólitíska samtal fyrir löngu! Við vitum öll að þótt þetta pólitíska samtal, jafnvel mörg, verði tekin leiðir það ekki til að að þessi Lindarhvolsglæpur verði upplýstur. Til þess er D flórinn of djúpur og fullur!
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár