Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol

Sam­kvæmt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra væri æski­leg­ast að for­sæt­is­nefnd næði ein­hvers kon­ar sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um með­ferð grein­ar­gerð­ar setts rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol. „Við mun­um ekki leysa það með birt­ingu lög­fræði­álita sem hvert vís­ar í sína átt­ina.“

Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol
Katrín segir að almennt sé hún þeirrar skoðunar að stjórnvöld eigi að birta meira af upplýsingum en minna. Mynd: RÚV

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að æskilegast sé að forsætisnefnd, þar með talið forseti Alþingis, gæti komist að sameiginlegri niðurstöðu um meðferð greinargerðar setts ríkisendurskoðanda Sig­urðar Þórð­ar­sonar um Lindarhvol. „Þarna þarf hreinlega að eiga, að ég held, pólitískt samtal um þessi mál.“

Þetta kom fram í máli ráðherrans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata spurði hana hvort birta ætti greinargerðina eða ekki. 

Mikil umræða hefur verið um greinargerðina og birtingu hennar undanfarnar vikur. Snýst deilan um það meðal annars hvort greinargerðin sé vinnuskjal eða ekki. Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur ekki viljað birta greinargerðina og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt það harðlega. 

Birta eða ekki birta?

Björn Leví hóf mál sitt á þingi í dag á því að rifja upp ræðu forsætisráðherra frá árinu 2016 í umræðum um sölu á eignum sem komu frá slitabúum föllnu bankanna en þar sagði ráðherrann að í yfirlýstum markmiðum laganna hefði verið talað um að við umsýslu, fullnustu og sölu eigna skyldi félagið leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Hagkvæmni merkti þar að leitað skyldi hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignina og í nefndaráliti meirihlutans hefðu þessi sjónarmið verið áréttuð og lögð hefði verið sérstök áhersla á að ráðherra myndi árétta í samningum við félagið að stjórnendur þess og starfsmenn viðhefðu vönduð og fagleg vinnubrögð þar sem um væri að ræða opinberar eignir. Enn fremur að ef tvær leiðir stæðu til boða við ráðstöfun á eignum skyldi velja þá leið sem væri gagnsærri.

Þingmaðurinn spurði Katrínu út í skoðun hennar á því hvort birta ætti greinargerðina um Lindarhvol eða ekki.

Spurði Björn Leví Katrínu um skoðun og skilning hennar á birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols. „Það kemur skýrt fram í gögnum málsins að greinargerðin var send Alþingi, fjármála- og efnahagsráðherra og ríkisendurskoðanda með vinnuskjölum. Það er að segja: Alþingi var send greinargerðin, ríkisendurskoðandi fékk greinargerð og vinnuskjöl. Nú veltir maður því fyrir sér þá hver skoðun ráðherra er með tilliti til upplýsingalaga, hvort það eigi að birta þessa greinargerð eða ekki með tilliti til gagnsæis?“ spurði hann. 

Stjórnvöld ættu að birta meira af upplýsingum en minna

Katrín svaraði og sagði að almennt hefði hún verið þeirrar skoðunar að stjórnvöld, hvort sem um væri að ræða framkvæmdarvaldið, löggjafarvaldið eða dómsvaldið, ættu að birta meira af upplýsingum en minna. Hún benti á að í upplýsingalögum væri ákvæði um frumkvæðisskyldu á stjórnvöld um að birta upplýsingar og í þeim lögum hefði gildissviðið verið útvíkkað þannig að það næði einnig til stjórnsýslu Alþingis. „Eins og er svo afmarkað nánar í þingskapalögum og reglum sem forsætisnefnd setur um á grundvelli þessara laga og síðar hafa verið settar þessar reglur á grundvelli þessara laga.“

Benti hún jafnframt á að í lögfræðiáliti til forsætisnefndar sem úrskurðað var af úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæmi fram greinargerðin ætti erindi við almenning. „Þar er kveðið á um sem sagt, eins og ég skil þetta mál, að það sé ekki óheimilt að birta þetta gagn. Ég skil alveg þau sjónarmið að það geti verið villandi að birta gögn sem eru vinnugögn, en þá er væntanlega hægt að útskýra það hvað er þá villandi í þeim gögnum þegar þau hafa verið send úr húsi því það er auðvitað það sem upplýsingalögin kveða á um, að þegar slík gögn eru send úr húsi þá í raun fellur niður skilgreiningin á því að þetta sé vinnugögn og um það skilst mér að deilan hafi meðal annars staðið um. Er þetta vinnugagn eða ekki? Og sé þetta vinnugagn sem þá kannski mögulega hefði ekki átt að samþykkt úr húsi, er þá ekki hægt að skýra hvað nákvæmlega í gagnrýninni er þess eðlis að það sé villandi?“ sagði hún. 

Skylt að birta ekki gögnin eða heimilt?

„Gefum okkur að þetta væru vinnugögn,“ sagði Björn Leví þegar hann steig aftur í pontu í síðari fyrirspurn sinni. Spurði hann að ef svo væri hvort hinu opinbera, Alþingi eða ráðherra væri skylt að birta ekki gögnin eða væri ráðherra einfaldlega heimilt að birta þau. 

„Það er ákveðinn munur á sem umboðsmaður var að spyrja um núna mjög nýlega og í þessu lögfræðiáliti sem hæstvirtur ráðherra vísaði í hér áðan þá var einmitt forsætisnefnd sem spurði um nýtt lögfræðiálit varðandi efni greinargerðarinnar til þess að spyrja um hvað í greinargerðinni má ekki birtast. Ætti með lögum og reglum í rauninni að vera einkahagir eða ætti að sverta út? Og niðurstaðan úr því lögfræðiáliti var að birta ætti allt, ekki sverta yfir neitt. Þannig að miðað við allar þessar upplýsingar sem við höfum, miðað við ráðherra upplýsingamála, í hvaða stöðu erum við vissulega hérna gagnvart Alþingi en greinargerðirnar voru einnig sendar fjármála- og efnahagsráðherra?“ spurði hann. 

Hægt að rökstyðja hvora niðurstöðuna sem er

Katrín svaraði í annað sinn og sagði til að fara rétt með að gögn gætu talist vinnugögn þótt þau hefðu verið send öðrum, samkvæmt upplýsingalögum. 

„En hver er munurinn á því að vera skylt að birta gögnin, hvenær manni er skylt að birta þau ekki og hvenær maður hefur heimild til að birta gögnin? Það er eiginlega spurning háttvirts þingmanns. Ég held því miður að í þessum efnum sé hægt að rökstyðja hvora niðurstöðuna sem er, lögfræðilega. Ég held að það sé hægt og við höfum séð það gert. Þannig að stóra málið auðvitað snýst um það að það væri æskilegast, að mínu viti, að forsætisnefnd gæti bara einfaldlega náð einhvers konar sameiginlegri niðurstöðu, þar með talið forseti þingsins, um meðferð þessa gagns því ég held að við munum ekki leysa það með birtingu lögfræðiálita sem hvert vísar í sína áttina, eins og við höfum séð. Þarna þarf hreinlega að eiga, að ég held, pólitískt samtal um þessi mál,“ sagði hún. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Hlýtur að vera æðislegt að fá að vera aðal. Öllum stefnumálum fórnað. Blessun lögð yfir grímulaust sukk og svínarí fyrir það eitt að fá að hanga á stólum. Ekki skrítið þótt VG liðar horfi í aðrar áttir til að finna baráttumálum sínum farveg.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Forsætisnefnd tók samhljóma ákvörðun fyrir 1-ári síðan að undanskyldum forseta þingsins Birgi Ármannssyni (xD) að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þáverandi ríkisendurskoðanda Sigurður hefur lýst undrun sinni opinberlega að greinargerð/skýrsla hans hafi ekki verið birt, enda fer hljóð og mynd ekki saman við niðurstöðu Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda sem var birt 2020.
    Almannahagsmunir trompa leyndarhyggju/lýgi/spillingu í lýðræðisríki.
    Klakki ehf (Exista) var sölu-rændur samkvæmt verðmati og núna bendir allt til að Lyfja hafi verið sölu-RÆND (4.2-milljarðar) 2016 þegar haft er í huga söluverð Lyfju í dag 8.7-milljarðar. Hengingarólin herðist hratt að hálsi valdníðingana í þingheimi.
    1
  • Siggi Rey skrifaði
    Fyrst núna þegar VG er í dauðateigjunum er Katrín að reyna klóra sig upp úr drullunni! Af hverju var ekki búið að taka þetta pólitíska samtal fyrir löngu! Við vitum öll að þótt þetta pólitíska samtal, jafnvel mörg, verði tekin leiðir það ekki til að að þessi Lindarhvolsglæpur verði upplýstur. Til þess er D flórinn of djúpur og fullur!
    5
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Björn dissaður hressilega. Katrín veit greinilega betur en Björn hvað hann er að spyrja um og blaðrar sig úr málinu án þess að í raun svara. Hún vill "politískt samtal" .
    1
    • Siggi Rey skrifaði
      Fyrst núna þegar VG er í dauðateigjunum er Katrín að reyna klóra sig upp úr drullunni! Af hverju var ekki búið að taka þetta pólitíska samtal fyrir löngu! Við vitum öll að þótt þetta pólitíska samtal, jafnvel mörg, verði tekin leiðir það ekki til að að þessi Lindarhvolsglæpur verði upplýstur. Til þess er D flórinn of djúpur og fullur!
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár